Færsluflokkur: Bloggar

Lífinu ég þakka ...

"Lífinu ég þakka ..." 

 

 

Í dag 15. ágúst er liðið eitt ár frá því lífi eiginmanns míns Lárusar,var bjargað. Við þökkum það góðum læknum, réttri lyfjagjöf en ekki síst miklum fyrirbænum frá mörgum trúarbrögðum í allavega þremur heimsálfum. HeartHaloHeart

 lalli-i-eyrarkoti-syn.jpg

Í dag er aðeins ein hugsun sem kemst að: "Lífinu ég þakka ..." Heart

 


...

Hann Magni minn litli Víkingakisi hefur kvatt þennan heim. Hann fótbrotnaði illa um daginn og það greri illa hjá honum og gekk ekki vel þrátt fyrir að mikið var reynt.

magni-a-loppinni_894676.jpg

Hans er sárt, mjög sárt saknað. En það var vel tekið á móti honum á nýjum sviðum þar sem gömlu hundarnir okkar og faðir minn tóku honum vel og hjálpa honum fyrstu skrefin. 

dufa-og-magni-i-sofanum-600_894678.jpg

Dúfa mín leitar að honum en svo er eins og hún skilji. Kannski sér hún hann líka á innri sviðunum og áttar sig að hann er farinn héðan.

magni-a_-hvila-sig_894679.jpg

Hvíl í friði krúttið mitt og hjartans þakkir fyrir þann stutta tíma sem við fengum með þér HeartHaloHeart


Stella kirsuberjatré og bíræfinn þjófur ...

Ég hef öðru hvoru minnst á hana Stellu vinkonu mína kirsuberjatré. Ég hélt hún ætlaði ekkert að blómstra í vor, síðan komu þessi fallegu hvítu blóm og dreyfðu sér um allt tréð.

stella-me_-lou-og-hunangsfl.jpg

Þá tók við spennan um hvort einhver ber kæmu út úr þessu. Ég hafði nú ekki mikla trú á því hérna svona langt norður í hafi en ...

berin-hennar-stellu.jpg

Jú jú, Stella fór fram úr öllum væntingum og berin byrjuðu að vaxa.

kirsuber.jpg

Og urðu svona lika fallega rauð og við gátum smakkað mmmmm..... fyrsta berinu var skipt í þrennt svo amman, afinn og Embla Sólin mín gætu notið þess öll Joyful

Í morgun þegar ég kom út í garð, mætti mér þessi þjófur! ....

geitungur-thjofur.jpg

!!! einn lítill geitungur búinn að éta hálft ber! það er eins og ef ég settist niður og æti heilt tonn!

Ég gat nú samt ekki annað en hlegið ... eftir að ég hafði samt öskrað á kvikindið ...

kirsuber-i-skal.jpg

Ég náði samt fullri lítilli skál af dásemdar berjum mmmm ... oh ég vildi ég gæti gefið ykkur öllum að smakka.

Ég sver það mér finnst það nálgast kraftaverk að hafa kirsuberjatré í litla garðinum mínum.  Hérna lengst norður í Atlantshafinu, sem gefur af sér þessa líka yndislegu veislu!

Þvílíkt dekur sem Lífið bíður manni upp á Heart


Leiðin gegnum skóginn ...

Vala var komin í ferðahug og ákvað að fara í ævintýraleiðangur. Hún elti Emblu vinkonu sína alla leið yfir götuna og inn í Hellisgerði.

 embla-gengur-akve_in.jpg

Embla gekk ákveðin með Sigurð sinn í kerrunni. 

vala-sko_ar-lika.jpg

Vala fylgdi á eftir.

vala-sko_ar-inn-i-blomahaf.jpg

En hún Vala átti erfitt með að halda sig á veginum, það var bara svo margt annað að skoða. Það hlýtur að vera eitthvað spennandi hérna undir ...

vala-ekki-langt-undan.jpg

... þetta var eitthvað spennandi en það var svolítið dimmt og eitthvað svo ógurlegt allt saman.

sona-sona-sigur_ur-minn.jpg

Sigurður litli fór að gráta og hélt að Vala væri bara alveg týnd. Embla stóra stelpa huggaði hann: "sona sona Sigurður minn, við þurfum bara að kalla hana til baka".

Og það gerðu þau saman: "Vala, Vala! komdu!"

vala-fetar-sig-inna-aftur.jpg

Að lokum hlýddi Vala kallinu, henni var óhætt og nú gengu þær saman áfram veginn.

blomleg-trjavera.jpg

Og það var eins gott, því brátt rákust þær á þessa dásamlegu trjáveru sem var umvafin blómafegurð í öllum litum.

blomaros.jpg

Þeim fannst þau heppin, Embla, Vala og Sigurður að missa ekki af þessari fegurð.

Eftir góða stund á spjalli við tré og blóm og verurnar þeirra, héldu þau áfram leið sinni. Trjáveran fagra og góða hafði bent þeim á fallega og mjög spennandi leið ...

leynilei_in-700.jpg

Þau hinkruðu aðeins og skoðuðu sig um. Hvert skyldi þessi vegur liggja? Er öllu óhætt? Það er greinilega mjög bjart þarna en hvað bíður fyrir ofan tröppurnar? ...


Sól og blíða í garðinum

Það má segja að júlí hafi verið mánuður hinna yndislegu garðadaga. Alltaf þegar tækifæri gefst erum við úti í pínulitla garðinum okkar og njótum þessarra dásemdardaga meðan hægt er Smile

Embla og afi blása sápukúlur...

embla-og-afi-a_-leika-ser.jpg

 og ræða málin

afinn-me_-emblu-og-dufu.jpg

Dúfa vill auðvitað líka fá sápukúlur.

lalli-og-dufa-me_-sapukulur.jpg

Amman spjallar við Stellu kirsiberjatré.

stella-og-eg.jpg

Það er hægt að dansa og syngja alveg á fullu

embla-dansar-i-gar_inum.jpg

og taka á móti Nepalskri drottningu og prinsinum hennar í heimsókn. 

(Fríða nágrannavinkona og Friðrik litli ömmuprinsinn hennar :-)

drottning-og-prins-fra-nepa.jpg

Býflugurnar hafa heilmikið að segja (eða suða;-) við úlfakvistinn

_lfakvisturinn-i-bloma.jpg

og  Lísurósina.

randafluga-i-ros.jpg

Dúfa þarf auðvitað að athuga hvað er svona spennandi við þessi blóm.

 dufa-finnur-ilminn.jpg

mmmmmmm.... já það er ilmurinn Joyful

embla-huggar-magna.jpg

 En hann Magni minn litli Víkingakisi fótbraut sig í einhverjum ævintýrum um daginn. Og er kominn með spelku upp á öxl. Grey kallinn missir af garðinum í nokkra daga en fer ekkert á mis við knúsin. Embla Sól passar vel upp á að fylgjast með Magna sínum.

magnahugguknus.jpg

Og Dúfa hjúkka fylgist vel með.

Hann er nú allur að hressast hann Magni en þetta tekur tíma sinn og eins gott að taka því rólega. 

dufa-gefur-magna-hugguknus.jpg

Hvíla sig vel og þiggja blíðleg heilunarknús frá fjölskyldunni Heart


Myndlist og álfar í Kjósinni í dag :-)

Seinni dagur sýningarinnar í Eyrarkoti í Kjósinni, 13.00 - 17.00. Það var alveg yndislegt þarna í gær og verður örugglega aftur í dag. Nokkrar svipmyndir frá gærdeginum:

eyrarkot-syn_-1.jpg

Þarna er ég að ljúka við að setja upp sýninguna. Saumamálverkin mín á borðinu og Litlu álfaspáspilin mín fremst og hvönnunum raðað með.

eyrarkot-2-lalli.jpg

Lárus var á fullu að klára og standa vaktina. Málverkin eftir Inacio Pacas í bakgrunni.

eyrarkot-syn_-gestir-3.jpg

Það kom fullt fullt af gestum í gær. Mikið var gaman að hitta allt þetta yndislega fólk. Allir í sólskinsskapi enda var veðrið gott og mikið og margt skemmtilegt um að vera á "Kátt í Kjós" í gær. 

eyrarkot-syn-4.jpg

Ég að spjalla við einn sýningargestinn yfir saumamálverkunum mínum. 

johanna-les-i-alfaspilin.jpg

Jóhanna Harðardóttir las í Litlu álfaspáspilin allan daginn, fyrir tugi manns! og allir voru glaðir og ánægðir með lesturinn. 

lesi_-i-spilin-eyrarkoti.jpg

Ég kíkti aðeins í spilin líka ;-)

eyrarkot-alfaganga_881246.jpg

Hér erum við Bergþóra (hún er reyndar alveg falin á bakvið mig ;-) í álfagöngunni. Nýkomin frá Fræðaranum litla og erum á leið að heilsa upp á fleiri verur. 

trillurnar-thrjar-a_-undirbu.jpg

Vinkonurnar þrjár að ljúka undirbúningi áður en gestirnir komu. 

Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði, Bergþóra Andrésdóttir ferðaþjónustubóndi í Eyrarkoti og ég.

Jóhanna sýndi og seldi yndislega útskornar skeiðar, rúnir, leðurhárskraut, bókamerki og fleira ásamt leðurarmböndum með keltnesku mynstri (það þarf ekki að taka það fram að ég algjörlega kolféll fyrir einu slíku ;-).

eyrarkot-i-kjos.jpg

Litli yndislegi bærinn Eyrarkot í Kjós. Þarna er gisting fyrir 10 manns eins og að vera á heimili hjá englafrænku sinni að gista hjá henni Bergþóru. Borðstofa og dásamlega fallegt eldhús. Svo er salurinn fyrir neðan (sést í hornið á húsinu) sem er leigður út fyrir myndlistasýningar, fundi og námskeið ofl.

embla-sol-blomaros.jpg

 Embla Sól elskar að vera í sveitinni og ég er sannfærð um að blómin voru líka glöð að hafa fallegu litlu sólina mína hjá sér.

Endilega kíkið á okkur í dag. Notalegur og fallegur staður að heimsækja, aðeins innan við 10 mínútur inn Hvalfjörðinn sunnanverðann.

www.ragjo.is


Skreppið í Kjósina næstu helgi .... :-)

Þessa dagana er ég að undirbúa þáttöku í samsýningu að Eyrarkoti í Kjós. Sýningin verður næstu helgi 18. - 19. júlí.

Við verðum með samsýningu í salnum, Inacio Pacas og ég. Ég verð líka með nýju Álfaspáspilin mín, við Jóhanna Harðardóttir ætlum að lesa í þau fyrir fólk. Svo bjóðum við Bergþóra Andrésdóttir í stuttar göngur að heilsa upp á álfa og fleiri hulduverur í nágrenninu.

eyrarkot-i-solskini.jpg

Litli fallegi ferðaþjónustubærinn Eyrarkot stendur hátt og hefur fallegt útsýni. Það er svo ljúf og yndisleg orka þarna í umhverfinu, góðar verur allt um kring og Bergþóra þeirra yndislegust Joyful

RagJó-og-Begga-1000

Þetta erum við Bergþóra ferðaþjónustubóndi á sýningunni minni í Eyrarkoti í fyrra.

Ég þori að lofa ykkur að Begga verður með heitt á könnunni og kleinur með og veðrið hefur alltaf verið gott á Kátt í Kjós og við bara treystum á að það verði þannig líka í ár Cool

 Sýningin er hluti af Kátt í Kjós sem verður haldið um alla Kjósina laugardaginn 18. júlí.

 


Fullkominn dagur með góðum verum af ýmsu tagi

Litli garðurinn minn ilmar af rósailmi og skartar grænu og bleiku í ótrúlega mörgum og fjölbreyttum tónum. 

lisuros-og-gar_akvistill-_d.jpg

Lísurósin er alveg ófeimin að gefa af fegurð sinni í litum og ilmi og faðmar garðakvistinn að sér í einskærri gleði og vináttu.

Það er yndislegt að sitja úti og spjalla, drekka kaffi og borða ís með fjölskyldunni og góðum vinum. Bara njóta í rólegheitum, slaka á og leyfa fegurð Lífsins að flæða um sig óhindrað.

_lfaspa-fyrir-eddu.jpg

Edda mín vildi lestur með nýju Litlu álfaspáspilunum. "Það er nú óþarfi að vera svona alvarleg Edda mín, þetta lítur bara svo leikandi létt út sko" ;-)

_lfarunni-og-sest-i-purpura.jpg

Úlfarunninn á ótrúlega fallega hvít blóm sem keppast um að brosa yfir gamla vegginn. Purpurabroddurinn teygir sig inn á myndina til að vera með Joyful

berin-hennar-stellu.jpg

Hún Stella mín stendur fyrir sínu og er farin að lita berin sín kirsuberjarauð Joyful

_lfaspalogn-i-gar_inum.jpg

 Það virkar náttúrulega mjög vel að lesa í álfaspáspil úti á svona degi, með blómunum og kisum, fuglasöng í bakgrunni og yndislegum öðrum góðum félagsskap Smile

_yrniros-double-blush.jpg

Þessa smávaxna hlédræga Þyrnirós felur sig nánast í skjóli Stellu kirsiberjatrés.

En maður skyldi muna að það getur borgað sig að beygja sig niður, jafnvel alveg á hnén, til að heyra hvað litla milda röddin segir. Hún gæti viljað sýna þér svona kraftaverk, svona fullkomna fegurð.

Eina sem þarf að gera er að opna hjarta sitt og taka við Heart


Nýju íslensku "Litlu álfaspáspilin" / "The Elves Little Oracle Cards" ...

Um Jónsmessuna komu út nýju "Litlu álfaspáspilin" mín. Ég er rétt að koma þeim í fyrstu verslanirnar. Þvílíkt ævintýri, þetta er svo gaman og fullt af nýjum hlutum sem ég er að læra... Joyful

_lfaspaspilin_forsi_a_skann.jpg

Spilin og litla leiðbeiningabókin eru á íslensku og ensku og voða jákvæðar pælingar um okkar íslensku álfa og hulduverur, fugla og annað í íslenskri náttúru. Smile

Já og ég var líka að opna nýju heimasíðuna mína www.ragjo.is   hún er ennþá í vinnslu svo það bætist inn á hana daglega á næstunni.

Knús og kveðjur og góða helgi elskurnar Heart


Sumarsólstöður í garðinum mínum

Sumarsólstöður í dag. Yndislega bjart allan sólarhringinn. Þetta er bara dásamlegt Joyful

embla-teiknar.jpg

Það er lítill garður framanvið húsið okkar en mikið rosalega er margt hægt að gera og njóta á fáum fermetrum. Hér er Embla Sól að æfa sig að skrifa stafina og teikna köngulær.

ur-litla-gar_inum-minum.jpg

Hér vaxa ýmsar plöntur saman í sátt og samlyndi. Og hér sit ég tímunum saman að teikna, sauma og spjalla með kaffibollann. 

rangeyg_a-alex-drekkur-vatn.jpg

Rangeygða Alexin mín fær sér vatn úr gosbrunninum og ...

albus-a-milli-bloma.jpg

Albus minn kíkir á milli blóma.

kirsuber-vaxa.jpg

Stella vex og dafnar og kirsuberin hennar stækka og stækka. Ég get varla beðið að sjá þau verða rauð! Það var algjör dilla í okkur að planta þarna kirsuberjatré, ég trúði því svona rétt mátulega að það myndi þrífast. En vá hún Stella mín er alveg yndisleg og fer langt fram úr öllum vonum.

stella-er-alveg-svona-stor.jpg

"Hún Stella er alveg svona stór!" segir mín yndislegust Embla Sól  Smile

Dvergur 07  700

Ein mynd úr Álfheimum svona í tilefni þess að nú eru sumarsólstöður. Þessa næstu viku eru mikil hátíðahöld í Álfheimum, þar sem Lífinu er fagnað og gleðin ríkir.

Við hefðum kannski gott af því mannfólkið að taka þau okkur til fyrirmyndar og gleðjast yfir fegurð Lífsins og njóta og gleðjast. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband