Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Jólagleði og gaman

Jæja, þá er smá pása á fjölskylduogmatarpartýunum Joyful Svo höldum við áfram á Gamlárs og Nýárs Smile Æ en þetta er svo yndislegur tími. Fjölskyldurnar hittast og spjalla, borða, spila og gleðjast saman. Alveg hreint dásamlegt! Heart

Að fá að upplifa jólin með öllum sínum undrum og stórmerkjum í gegnum tveggja ára gleðikút er náttúrulega algjör forréttindi InLove Embla Sól hjálpaði Lalla afa og Ástráði frænda, ásamt fleiri hjálpar-"höndum"... að skreyta jólatréð.

embla-sol-skreytir-jolatre.jpg

Maður þarf nú að vanda sig vel.

dufa-a_-gefa-knus.jpg

Og svo þarf náttúrulega að gefa knús inn á milli Joyful

embla-sol-me_-jolakisu.jpg

Og æfa sig að halda á litlu krúttunum Joyful

embla-sol-syngur-jolalog-me.jpg

Og kenna þeim jólalögin voða varlega (með súkkulaði langt út á kinn.... Wink

Rétt fyrir jólin fengum við góða heimsókn. Hann Guðni bloggvinur minn kom að heimsækja litlu kisuna sína sem hann er búinn að velja sér.

nyir-salufelagar.jpg

 Bangsi litli og Guðni voru eins og sálufélagar Joyful þeir ná greinilega vel saman.

 gu_ni-og-bangsi-2.jpg

 Algjört öryggi, úr þessu fangi er sko hægt að skoða heiminn öruggur.

bangsi-oruggur-i-fangi-salu.jpg

 Og sofna öruggur, ég held þeir geti varla beðið eftir að hittast aftur. Bangsi verður tilbúinn að flytja að heiman um miðjan janúar og þá.... loksins geta þeir verið alltaf saman sálufélagarnir Joyful

Ég á enn nokkra kettlinga sem ekki er búið að lofa. Þeir verða tilbúnir frá miðjum janúar að flytja á góð heimili Heart (hringið bara í mig eða sendið mail, sjá uppl. undir "höfundur")

embla-dufa-og-edda-vi_-jola_759797.jpg

Njótum samverustundanna sem okkur eru gefnar. Þær eru svo dýrmætar og gefa okkur öryggi, gleði og frið inn í nýtt líf á nýju ári. 

Knús og friður til ykkar allra Heart


Hátíð Ljóssins og Lífsins

Jólin koma og á hvað sem við trúum hljótum við að halda þessa hátíð sem hátíð Ljóssins. Ljósið sem fæddist með Jesú Kristi, ljósið sem fæðist með hækkandi sól og/eða Ljósið sem fæðist innra með okkur þegar við erum tilbúin að taka við því í hjartað Heart

vetrarsol.jpg

Það er oft talað um jólin sem hátíð fjölskyldunnar og hátíð barnanna. Og það má svo sannarlega taka undir það. Það má ekki gleyma í því samhengi, barninu innra með okkur, það er svo mikilvægt að halda því lifandi fjörugu og forvitnu, glöðu og bjartsýnu Joyful

Ég horfði á litlu kisufjölskyldurnar mínar og velti fyrir mér af hverju þær gjóta alltaf á þessum tíma ársins hjá mér. Mér finnst það svo fallegt og táknrænt að hafa fullt hús af nýju lífi mitt í köldum og dimmum vetrinum. Svo mikið líf og ljós Joyful

edda-og-bornin-20_12_08.jpg

Gott að vera í örygginu hjá mömmu 

bast-og-njall-edduborn.jpg

Systkinin leika saman glöð og kát

tvist-og-bast-leika-vi_-mom.jpg

Ekki verra að mamma er með áfast leikfang!

Tvist og Bast að hasast með mömmu sín. Bast heitir sko eftir Egypsku kattagyðjunni en þá passaði svo vel að "tvíburi hennar" heiti Tvist...... lógík? Shocking

bast-leikur-vi_-mommu-sin.jpg

Þetta skott er alveg heillandi leikfang Joyful

tvo-edduborn-hasast-a-golfi.jpg

 thrju-edduborn-hasast-a-golf.jpg

Það er svo gaman að vera til! knúsiknús InLove

alex-vi_rar-sig-i-snjonum.jpg

Svo þurfa mömmur að hvíla sig og viðra inn á milli og vera "fullorðins" með öðrum fullorðnum

 dufa-innrommu.jpg

Við þessi "fullorðnu" sátum lengi úti í snjónum og horfðum á fegurð lífsins og hlustuðum á þögnina... 

natturan-leikur-ser.jpg

og bara nutum fegurðar Lífsins

Heart

Svo er það alvara jarðlífsins á ný: MATUR!!

matur.jpg

Hér myndast oft biðröð upp stigann Smile

elin-litla-og-edda-mamma.jpg

Mæðgur, Eddamamma og Elín litla. Ég kalla hana það eftir hinum nýja eiganda sínum sem kemur og heimsækir hana reglulega og fylgist með Smile

elinarnar.jpg

Elínarnar tvær. Til hamingju með afmælið Elín Dagný!! JoyfulHeart

bast-og-elin-edduborn.jpg

Bast og Elín litla að rannsaka, það er svo margt að uppgötva og finna, skoða og leika með.

albus-hvilir-sig_754217.jpg

Svo eru sumir sem þykjast svo fullorðnir að þeir þurfa ekkert að rannsaka eða leika sér lengur. Herra Albus Dumbledore finnst alveg nóg að heyra í litlu "vitleysingunum" í fjarska og lauma sér svo bara inn í miðju kyrrðarherbergis húsfreyjunnar Joyful Hér er allavega alltaf ró og friður.

Ég get nú alveg hvíslað því að ykkur að hann kann alveg að leika sér, fer bara vel með það svona opinberlega...heldur að það sé ekki nógu kúl... Cool

Munum að leika okkur og njóta lífsins. Það koma jól alveg sama hvað, gerum hjörtun okkar tilbúin að taka við Ljósinu og Kærleikanum sem flæðir og gefum það svo áfram Halo

Ljós, Kærleikur og Líf til ykkar allra elskurnar Heart

Gleðilega hátíð Ljóssins!


Hugsanir kisu

Það fer eitthvað lítið fyrir bloggskrifum og blogglestri þessa dagana hjá mér eins og mörgum öðrum. En ég mátti til að koma henni Eddu kisumömmu að. Bara af því mér finnst hún svo falleg og svo hefur hún alltaf svo mikið að segja Joyful

edda-andlit-tekin-af-ragnar_751462.jpg

Ég nappaði þessari mynd frá honum Ragnari syni mínum. 

Hún Edda horfir hugsandi inn í framtíðina. Er hún að velta fyrir sér leiðinni sem við fórum hingað og hvað tekur við á nýju ári? Hvert er þetta fólk að fara? Við fjölskyldan, við sem þjóð, við sem fólk og kettir á þessari jörð, líf okkar allra er samofið. Ætlum við að læra og gera betur?

Það er von hún sé hugsandi, hún hefur fætt lítil kettlingabörn og er væntanlega að hugsa um þeirra framtíð líka. Hvað tekur við? Verður lífið ekki örugglega betra með hækkandi sól? Getur þetta mannfólk yfirleitt lært nýjar og betri leiðir? Nýja hugsun...?  Það er pæling...  en það er líka alltaf von og breytingar byrja þar, í voninni Heart


Himnesk fegurð á jörðu :-)

Mikið yndislega getur snjórinn verið fallegur. Ég hef eiginlega verið í sæluvímu hérna yfir fegurðinni frá því ég vaknaði í myrkrinu í morgun, (tek það fram ég þarf ekki að keyra neitt langt í ófærð sko) Cool

Ég skrapp í örgönguferð um leið og birti. Það þarf ekki að leita langt eftir fegurð Náttúrunnar Joyful

snjofalin-tre-8_des08.jpg

Hellisgerðið er svo fallegt allan ársins hring og endalaus uppspretta hugmynda fyrir myndir, skrif, leiki eða saumamynstur Smile og svo er íbúar garðsins svo skemmtilegir líka.... 

snjokorn-falla-a-allt.jpg

Það liggur við að maður þurfi ekki að setja jólatré inn í stofu með þetta útsýni Smile

fegru_-minning.jpg

Yndislegi nágranni minn hún Fríða bíður svo upp á þessa fegurð með dyggri aðstoð Náttúrunnar. 

inni-i-hlyjunni.jpg

Eftir fimm mínútur illa klædd í snjónum var gott að fara inn aftur og fá sér súkkulaðikaffi og piparkökur með karlinum sínum. Já, maður er lánsamur að búa í hlýju húsi með hlýju fólki og alla þessa fegurð rétt fyrir utan dyrnarJoyfulHeart

Lífið hreinlega dekrar við mann Heart

 


Jólakrúttuknúsur og jólaföndurgleði

Allt í einu yfirtók jólaaðventugleðin hjartað og vetrarkreppuóyndið hvarf. Smile Nú get ég farið að raula jólalög, yfirskreyta heimilið, skrifa jólakort og pæla í jólagjöfunum Smile

Fjölskyldan mín hefur alltaf Jólaföndur- og piparkökubakstursdag á fyrsta sunnudegi í aðventu. Við erum orðin á milli tuttugu og þrjátíu manns á milli tveggja ára og áttræðs.

afi-og-emblan-a_-baka_742475.jpg

Afinn að kenna Emblunni sinni handtökin Heart

sirry-margret-og-smari-fond.jpg

Listamennirnir niðursokknir í föndrið Joyful

min-sjalf-a_-fondra.jpg

Mín sjálf að föndra.

systir-min-og-barnaborn.jpg

Systir mín og tvö af hennar barnabörnum.Joyful

Fullt hús af gleði og sköpunarorku, hamingju og fjölskyldusamheldnistilfinningu. Piparkökur eru bakaðar og föndrað jólaföndur af lífsins jólagleði. Jólatónlist, malt og appelsín, borða saman, baka og mála piparkökur, sauma og líma, spila á píanó, hlátur og grín, hveiti á brosandi andlitum, lím á fingrum og jólagleði í hjarta. Dásamlegt! InLove

kramarhus-af-ollum-ger_um.jpg

Í ár var kramarhús þemað, unnið úr pappír eða taui, límt eða saumað, blúndur eða perlur, jólapappír og límmiðar. Allt eftir getu, smekk og áhuga. Myndin sýnir hluta af afrakstrinum Smile Gleðin og samveran er samt aðalatriðið og þetta er alltaf svoooooooo gaman. Joyful

Og þegar heim var komið beið fullt hús af krúttum. Þau stækka og flest búin að opna augun. Þvílík dásemdarkrútt Joyful

alex-me_-bornin-sin-2-vikna.jpg

Alex með sín krútt ca 2 vikna eða rétt rúmlega. 

embla-sol-og-kisurnar-henna.jpg

Embla Sól á þessa litlu fjölskyldu því Alex (Hennar hátign Lady Alexandra ;-) er þeirra kisa (maður skyldi nú ekki gleyma því sko...). En bæði Embla Sól og Alex leyfa okkur hinum sko alveg að skoða og knúsast með krúttin þeirra. Joyful

eddukrutt-12-daga.jpg

 Þessi krútthrúga eru börnin hennar Eddu, ca 12 daga gömul. Þessi brúnbröndótti er kominn með eiganda, við köllum litla krúttið núna Elínu eftir nýja eiganda sínum Joyful Hún kemur í heimsókn og fylgist með krúttinu sínu vaxa og dafna þangað til hún fær hann afhentan einhvern tíma eftir nýár.

Gleðilega aðventu elskurnar og munið að njóta hverrar stundar Heart

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband