Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Jæja ...

... þá er fyrsta krosssaumsmyndin alveg tilbúin. Sú fyrsta í fjögurra mynda seríu um íslenska fugla í árstíðunum.

snjotittl_-a-vegg.jpg

Snjótittlingurinn sem kemur og syngur fyrir okkur þegar dagar eru dimmir og veður vond. Við gefum þeim að borða þar sem þeir ná ekki öðruvísi í mat á verstu dögunum. Þannig vinnum við saman, þannig á lífið að vera. Heart

Ég er svo að útbúa myndina í pakkningu sem verður til sölu, hjá mér og svo ....... sjáum við til Wink

 


Frelsi til að eiga framtíð

Nú er þingað á ýmsum stöðum um fortíðina, nútíð og hugsanlega framtíð. Maður veltir fyrir sér hvert stefnan verður sett eftir næstu kosningar. Verður reynt að finna aftur leiðina sem við vorum á? Plástra og staga, rífast og hefna og fara svo aftur nákvæmlega í sama farið?

Eða verður viljinn nægur til að velja almennilega stefnumótun? Verður kjarkurinn til staðar sem þarf til að velja nýja leið? Leið sem er vænleg til langtíma árangurs? 

Ætlum við að vaða áfram í blindni og þoku og treysta á að "þetta reddist"? Eða þorum við að líta inn í okkar eigið hjarta og hugsa þaðan? Velja og hafna? ÁKVEÐA HVERT við VILJUM stefna?  

bjart-handan-skogarins.jpg

Við erum í miðjum dimmum skóginum ennþá. Mér finnst ég sjá ljós hinumegin, ekki bara smá tímabundið ljós í einu rjóðri heldur útleið út úr myrkrinu, alveg út úr þessum flækjuskógi. 

 skopunarmoguleikar-undir.jpg

Það eru miklir möguleikar og mikill sköpunarkraftur í okkar litlu þjóð og okkar magnaða landi. Eins og könglar eru fræhulstur grenitrjánna og boða hugsanlega mörg ný tré ef þau fá frelsi og andrými til að vaxa og verða stór. Gefa af sér og skapa ný tré, þannig getum við gefið nýjum hugmyndum og nýjum tækifærum, pláss og aðstoð til að vaxa. Allir og allt þarf næringu og umhyggju til að þróast áfram og dafna. 

ljosi_819646.jpg

Ljósið er alltaf til staðar, við þurfum bara að líta eftir því og leyfa því að vísa okkur veginn. Það eru leiðir út úr skógarflækjunni sem við erum í núna. Það er EKKI nóg að elta hvaða ljósglætu sem er. Það þarf bara að skoða frá hjartanu, þá er augljóst hvaða ljós er hið raunverulega ljós sem leiðir okkur til betri vegu. 

 elf-house-in-the-park.jpg

Við þurfum að hinkra við, líta inn í okkar eigið hjarta og skoða.... þora að taka ákvörðun um að vilja fara þá leið sem er best fyrir okkur, börnin okkar og barnabörn. Það er núna á næstu vikum sem valið fer fram. 

sol-uti_-sol-inni-1500_819651.jpg

Hvernig framtíð viljum við?

embla-byggir-framti.jpg

Það er okkar ábyrgð í dag að velja hvort afkomendur okkar hafi raunverulega möguleika til að byggja heilbrigða framtíð fyrir sig og sína. 

Í hvaða ástandi ætlum við að skila landi og þjóð áfram til þeirra....?


Frelsi, jafnrétti, bræðralag

Ómar var alveg frábær í sinni tölu á fundinum! Tek heilshugar undir orð hans um jafnrétti á milli kynslóða! Hvernig dettur einhverjum í hug að við megum eyða öllu núna og skilja ekkert eftir til komandi kynslóða? Er hægt að horfa á börnin sín og barnabörn og fara svo út og eyðileggja landið, sóa orkunni og menga umvherfið???

Guðmundur Andri fannst mér alveg með frábæra tölu líka. Vel valin orð og í tíma töluð eins og rithöfundi einum er lagið.

Það eru komnir nýjir tímar, við þurfum að hafa viljann og kjarkinn til að fara jákvæðum skrefum inn í framtíðina. Byggja upp nýtt samfélag með jafnréttisgildin í fyrirrúmi. Jafnrétti á öllum sviðum.

Ég fylltist von að hlusta í kvöld Smile Hef náttúrulega óbilandi trú á Jóhönnu Sig, hún leiðir okkur áfram inn í þetta nýja bjarta tímabil. Málið er (eins og ég sé það allavega) að við erum á miklum tímamótum og getum valið leiðina upp eða leiðina niður. Hljómar einfalt en..... það virðist flækjast fyrir ansi mörgum.

Takk kærlega mbl að senda út beint frá fundinum Joyful

(og ég sem ætlaði ekki að minnast á pólitík á blogginu mínu! sorry ;-)


mbl.is Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dagur...

Það er svo fallegur dagur í dag, enn og aftur. Mikið er nú dásamlegt að vakna og ganga inn í svona fegurð Joyful

 

 

Textann má kannski þýða sem: "Ég er af Guði komin"  

 

Morgunsöngur sem endist allan daginn.....  


Vilji, kjarkur, hvatning og jákvæður félagsskapur....

... það er allt sem þarf. Þá getur hver og einn blómstrað eins og honum einum er lagið.

horfið á lagið til enda... Joyful Yndislegt, bara yndislegt : "Oh happy day...:!" 


Enn um vorið .... :-)

"Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn ...."

Sá krummi sem ég heyrði í í morgun var að kalla á kellu sína. Það var sko vorhugur í þeim krumma, hann dansaði á trjágreinunum, kroppaði, krunkaði og smellti í góm og gaf frá sér allskyns skemmtileg hljóð sem krumma einum er lagið á vorin. 

Krummi-við-tré-cut

Hann var þarna lengi vel og "söng" við bakraddir Dúfu minnar ...

dufa-msn-a-hli.jpg

og Eddu.

 edda-andlit-tekin-af-ragnar_818405.jpg

 Það var hlustað og fylgst með krumma af athygli úr öllum gluggum. 

Við hugsuðum öll það sama: er í alvöru vorið að undirbúa komu sína svona ákveðið?

Lóan er komin til landsins.

Fuglarnir í Hellisgerði syngja svo fallega dag eftir dag.

Flugan mætti í eldhúsgluggan að stríða Magna um daginn

og svo hann krummi að kalla á kerlu sína með tilfæringum.

Þá leit Dúfa á mig og sagði: ... 

dufa-msn.jpg

"Jú mamma, það er allavega komið vor í sálina. Og það er það sem skiptir máli, er það ekki?"

Ooohh hún er svo skynsöm hún Dúfa mín Joyful


Er vorið komið ?

er-vori_-komi.jpg

Dýrmætasta hljóð náttúrunnar ...

... á þessum árstíma. Það dregur svo sannarlega úr innri leiðindum að heyra hana syngja fyrir okkur og boða betri tíð með blóm í haga Joyful

Lóan-á-Víðistaðatúni

Þessi mætti í garðinn minn eitt vorið bara til að vera viss um að ég missti ekki af henni Smile

Vertu velkomin ljúfa lóa Heart


mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sannfærð um að ...

... Jóhanna sé einmitt sú sem við þurfum á að halda á næstunni.

Sjá drauminn hér fyrir neðan Wink  


mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig dreymdi...

... draum. Jóhanna Sigurðar var að spila tónlist fyrir þjóðina. Tónlistin var undurfögur og hafði mikil heilandi áhrif á alla þjóðina og rak burt illa anda og neikvæð áhrif.

Tónlistin var svo falleg, dásamlega ljúfur hörpuhljómur eins og englar væru að spila.

Svo vakna ég voða rólega og líður mjög vel eftir drauminn. Þetta hlýtur að boða gott hugsa ég með mér. En uppgötva þá að ég heyri tónlistina ennþá. Hljómarnir voru bara þó nokkuð ljúfir en ekki alveg eins magnaðir og í draumnum, en þeir komu úr stofunni.

Milli svefns og vöku átti ég alveg eins von á að mæta Jóhönnu Sig með englahljómsveit í stofunni og stóra hörpu en..... þetta var sjónin sem mætti mér:

joli-spilar-tonlist-1.jpg

Jóli litli !!! 

Ég margspurði Jóla án þess að fá nokkur svör:

Hver er þá meining draumsins?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband