Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Nútímamaðurinn - hugleiðing

Ég er nútímamanneskja. Ég hugsa til framtíðar og hugsa með hjartanu. Þannig er nútímamaðurinn.

Nútímamaðurinn vill hafa heimili fjölskyldu / þjóðar sinnar gott: óspillta náttúru, hreint loft og hreint vatn.

Nútímamaðurinn vill byggja auð sinn á því að virkja fólkið, mannauðinn sjálfan. Við höfum ástæðu til að vera stolt af okkar fallega landi og okkar þjóð sem býr yfir miklum mannauð. Við eigum að leyfa okkur sjálfum og hæfileikum okkar að njóta sín. Við sjálf, eigum að búa til þá framtíð sem við viljum búa í.

 

Árið 2007 á að þykja sjálfsagt að þeir sem minnst mega sín séu settir í forgang og hlúð að þeim. Í dag í okkar ríka landi er þessu öfugt farið.

 

Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hugsa um náttúruna, hún er heimilið okkar. Án náttúrunnar eigum við hvergi heima.

Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hugsa um nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og menntamálum, þannig vinnum við fyrir okkur og fáum að njóta hæfileika okkar.

Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hlúa að börnunum okkar, þau eru framtíðin.

Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hlúa að öldruðum, þau komu okkur á þann góða stað í tilverunni sem við erum á nú.

Nútímamaðurinn vill setja í forgang að hlúa að öryrkjum og sjúkum, það er bara sjálfgefið.

Nútímamaðurinn vill setja gildi hjartans í forgang. Þannig höldum við áfram að vaxa og dafna sem sú þjóð og það land sem við viljum búa í.

Nútímamaðurinn vill geta horft björtum augum til framtíðar.

Nútímamaðurinn vill búa með lifandi þjóð í lifandi landi.

 

Það er ekki enn orðið of seint, við höfum nokkra daga fram að kosningum til að hugsa: viljum við hrapa niður til grárrar forneskjuhugsunar eða viljum við byggja upp til grænnar og bjartrar framtíðar.

Nútímamaðurinn ég, hugsa til framtíðar og hugsa með hjartanuHeart. Ég kýs Íslandshreyfinguna - Lifandi land 

 


Höfum við það gott, ... öllsömul?

Við Íslendingar “höfum það mjög gott, svona að meðaltali”.
Mörg fyrirtæki í landinu blómstra, húsin stækka, tekjur heimilanna aukast, lífsgæðin eru meiri. Þetta er hið besta mál. En er þetta svona hjá okkur öllum?
Við segjum oft að við Íslendingar séum öll ein fjölskylda. Hvað með aðra fjölskyldumeðlimi en þá sem njóta hærri tekna og meiri lífsgæða?

Hvað með ömmuna sem á ekki fyrir bæði leigunni og tannlækninum?
Eða afann sem sefur með öðrum afa í herbergi á hjúkrunarheimilinu?
Hvað með frændann sem “lenti á milli í kerfinu” og sefur á götunni?
Hvað með frænkuna sem fær minni örorkubætur í ár af því maðurinn hennar fékk kauphækkun í fyrra?
Hvað með bróðurinn sem bíður eftir aðgerð, svo vikum skiptir?
Hvað með litlu systur sem bíður í marga mánuði eftir meðferð á Barna- og unglingageðdeildinni?
Hvað með ættingjann sem ekki er pláss fyrir á geðdeildinni?
Hvað með langömmu og langafa sem er stíað í sundur síðustu æviárin sín, af því það er hvergi pláss fyrir þau saman?
Hvað með sjúklinginn sem ekki hefur aðstöðu til að leysa úr flóknu kerfi Tryggingastofnunar?
Hvað með bróðurinn öryrkjann, sem reyndi að fara út að vinna en gat það svo ekki til lengdar og hafði þá tapað bótunum sínum?
Hvað með móðurina sem þarf að velja hvort hún leysir út lyfin sín eða kaupir nýja skó fyrir barnið sitt?
Hvað með sjúklingana sem eru sendir heim af því það eru sumarfrí og koma svo aftur miklu veikari að hausti og meðferð þarf að hefjast alveg uppá nýtt?
Hvar er skynsemin?
Hvar er réttlætið?
Hvar er hjartað?
Er þetta mynd af góðri og samhentri fjölskyldu?
Höfum fjölbreytni í meðferðum og lausnum.
Fjölgum úrræðum. Aukum sjúkrarými.
Hækkum bætur frá Tryggingastofnun. Afnemum tekjutengingu og tekjutengingu við maka. Hækkum skattleysismörk.
Sameinum heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti í eitt velferðarráðuneyti. Einföldum flókið kerfi og gerum það skiljanlegt og aðgengilegt.
Leysum brýnustu málin strax og vinnum hratt og örugglega að þeim öllum.
Það er til nægur peningur fyrir alla, það þarf bara að nota hjartað til að skipta honum rétt á milli.
Kjósum með hjartanu – kjósum Íslandshreyfinguna – Lifandi land.

hefur vilja til að gera samfélagið betra, fyrir alla


Krían komin!

Það er alltaf jafn yndislegt að frétta að krían sé komin á Höfn. Það þýðir að vorið er komið og betri tímar eru í nánd. Mér finnst alltaf jafn stórkostlegt að þessi litli netti fugl geti flogið alla þessa leið suðurskautinu og alltaf komið hingað á svipuðum tíma að vori. Og að hún skuli hreinlega rata! Alltaf kemst hún allaleið á Álftanesið þar sem er undursamlegt að fylgjast með henni veiða síli í tjörnunum og mata síðan ungana sína. Sjá og heyra hvernig krían verndar heimilið sitt og annarra varnarlausari fugla í leiðinni. Náttúran er svo sannarlega stórkostleg, í stóru og smáu.Joyful

Náttúran í ýmsum myndum er mér innblástur í málverk og saumamyndir. Hérna neðar á síðunni er mynd af kríu á Álftanesi sem ég saumaði um árið. Og ljósmynd af kríum í fjörunni að "ræða málin" við mannfólkið ...

 


Íslandshreyfingin greinilega í sókn!

Það er augljóst að málefni Íslandshreyfingarinnar er að skila sér til kjósenda. Í þessari könnun sést að Íslandshreyfingin hefur 5,4% en Framsókn 4,5%, þó hafa þeir haft áratugi til að kynna sín mál..... og svíkja þau.... (sorry, ég stóðst þetta ekki...) Wink

Fyrir þá sem vilja kynna sér betur stefnu Íslandshreyfingarinnar og sjá flottustu forsíðu stjórnmálaflokks á Íslandi og þótt víðar væri leitað!  Horfið á hjólið snúast....    www.islandshreyfingin.is 

Síðan er í stöðugri þróun (eins og lífið sjálft) og bætist nýtt við næstum á hverjum degi Smile

Góða helgi og stefnum á jákvæða kosningabaráttu Heart

Ragnhildur Jónsdóttir 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar!

Síðasti vetrardagur var fallegur en nú er vorið og svo sumarið að ganga í garð. Dásamleg tilfinning! Fuglarnir eru byrjaðir að syngja og grasið í litla garðinum mínum orðið grænt. Kettirnir hlaupa um og leika sér úti og hundarnir neita að koma inn. Og ég fylgist með brumi stóra reynitrésins míns bólgna út og stækka. Bráðum fer að sjást í grænt lauf.

Þessi árstími er svo yndislegur. Lífið vex og blómstrar, dagarnir eru langir og bjartir, öll tilveran iðar. Öll framtíðin virðist augljóslega verða björt og falleg á svona stundum. Og það er gott að gleyma sér í Pollýönnu hugsunum og gleyma dimmu köldu vetrarnóttunum sem standa allan sólarhringinn. Það er nægur tími fyrir þær seinna þegar veturinn kemur aftur. En þá er gott að geta yljað sér við hlýjar minningar vorsins og góðra sumardaga. Svo það er um að gera að safna nægum fallegum minningum í sarpinn. 

Það er nótt núna og stjörnubjart úti, smá slæðuögn af norðurljósum. Svona rétt eins og til að kveðja árstíðina. Mér fannst ég heyra "stjörnusöng", óminn af plánetunum í fjarska, þögnin úti er það mikil á meðan mannfólkið og fuglarnir sofa. Hér inni í stofu hrjóta hundarnir við hlið mér og kettirnir mala í sófanum. Notaleg nótt að vaka í, því á morgun er komið sumar Joyful

 

 


Framtíðin - hvað bíður þar?

Við sem jarðarbúar stöndum á tímamótum. Við getum haldið áfram að eyðileggja fyrir okkur jörðina okkar og þar með framtíðarmöguleika okkar að búa hér. En við getum líka hugsað aðeins áður en við tökum næstu skref. Það er ekki nóg að æða áfram, við verðum að vita hvert við stefnum.

Mikilvægt er að ganga veginn jákvæðum skrefum, þá sjáum við ljós framundan. Sjáum bjartari tíma og stefnum þangað, byggjum upp jákvætt, gott og lífvænlegt samfélag. Samfélag byggt upp með jákvæðum huga, byggt af fjölbreytni á öllum sviðum, byggt í sátt við Móður Jörð. Móðir Jörð er heimili okkar, landið okkar Ísland er heimili okkar, við viljum hafa heimilið góðan friðsælan, lífvænan stað að búa á. 

Það er margt gott á Íslandi, það er líka ýmislegt sem við getum lagað og breytt. Við þurfum umfram allt að velja rétta leið inn í framtíðina.  Framtíð sem gefur okkur möguleika á að lifa hérna áfram heilbrigðu og góðu lífi. 

Það eru að koma kosningar. Nú er tíminn til að velja framtíðina, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Ekki aðeins fyrir okkur í dag heldur alla framtíðina. Það sem í boði er í dag er sumt skelfilegt en annað gott og uppbyggilegt.

Ég vil skilja eftir gott heimili fyrir börnin mín og barnabörn. Ég kýs með hjartanu Heart- ég kýs Íslandshreyfinguna - Lifandi land. 

skoðið stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar  www.islandshreyfingin.is   

                                                                                         sjá mynd neðar á síðu


Ljóð tileinkað Íslandshreyfingunni - Lifandi land

Ungur listamaður skrifaði ljóð tileinkað hressu fólki í Íslandshreyfingunni - Lifandi land.

 

Landinu´ er stjórnað af dauðþreyttu fólki

sem blaðrar og blaðrar í hringi,

finnur ei lausnir á einu´eða neinu

og borar í nefið á þingi.

 

Hleypum nú hressara fólki í stjórn

með skýrari stefnu og vilja.

Opnið nú augun og hlustið svo vel

þetta´er ekkert erfitt að skilja Wink

                             Smári Pálmarson listnemi

 

 Kjósum með hjartanu - kjósum Íslandshreyfinguna - Lifandi land Heart

 


Glæsilegt fólk!

Flottur listi af kröftugu, hæfileikaríku fólki. 

Hlakka til að fylgjast með næstu vikur Smile


mbl.is Ómar og Margrét leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt sem þjóðina varðar

Íslandshreyfingin - Lifandi land. "Allt sem þjóðina varðar!"  

Þarf að segja meir?!Joyful

 

Sjá Moggann í dag (sunnud. 15.apríl) 


Sterk forysta Íslandshreyfingarinnar

Frábær forysta Íslandshreyfingarinnar með Ómar og Margréti fremst í flokki, og Ósk, Jakob Frímann og nú nýjasta andlitið Ásta Þorleifsdóttir sýnir hversu öflugur þessi flokkur er.

Ásta sýndi svo um munaði hvernig á að koma fram í pólitískri umræðu, í tveimur sjónvarpsþáttum frá Selfossi nýlega. Skýr og uppbyggileg í málflutningi, brosandi og jákvæð og ljómaði innanum gömlu gráu reynsluboltana sem óneitanlega féllu í skuggann.  

Íslandshreyfinging samanstendur af sterku, dugmiklu og jákvæðu fólki. Jákvætt gagnvart náttúrunni, öllu fólki og þar með öllu lífi. Við viljum lifa áfram í góðu landi þar sem við getum notið lífsins án þess að eyðileggja um leið möguleika barna okkar og barnabarna að gera slíkt hið sama. 

Við viljum Íslandshreyfinguna á Alþingi og þessvegna kjósum við Í. Við látum ekki hræða okkur til að kjósa eitthvað annað. Wink

Stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar er á heimasíðunni: www.islandshreyfingin.is  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband