Bara svona pælingar í rokinu :-)

Lífið gengur áfram sinn vanagang. Kreppa eða ekki kreppa, veikindi, rok, breytingar eða hvað sem Lífið býður okkur uppá til að læra af.

 ymiskonar-fegur.jpg

Fegurð Lífsins getur verið með svo ýmsu móti og smekkur getur verið misjafn.

Þessa dagana heyrist söngur um hverfið sem ekki allir eru sammála um hvort sé fagur eða ekki ...

blorri-og-edda.jpg

 Hann Blörri er mikill söngvari ... finnst allavega sumum ... Tounge Hann tekur jafnvel nokkur spor með og dansar við dömurnar mínar.

blorri-oblorra_ur.jpg

Annars er hann "Blörri" mjög fallegur kisi, svona óblörraður Wink enda á hann sennilega þó nokkuð af glæsilegum afkomendum með krúttkisunum mínum. 

elin-lotta-i-korfunni-4_909450.jpg

T.d. hana Lottu,

og þessa ...

heldur-a_-ser-hondum.jpg

sem við kölluðum ýmist Snjótígra eða Orgelínu Sideways

það er svo gaman að skoða myndir af þessum englum, þau hlýja manni algjörlega um hjartaræturnar Heart og ég er svo lánsöm að fá að frétta af þeim flestum þó þau séu öll flutt á ný heimili fyrir löngu Joyful

 haustlitir-v-elli_avatn_909400.jpg

Náttúran er á fullu í breytingum,

litirnir leika og dansa hver við annan þessa dagana og gleðja hjartað Heart

dansandi-tre.jpg

 Trén dansa við vindinn og fuglarnir syngja með.

engin-er-ros-an-thyrna.jpg

 Ég held mikið uppá rósir og safna þeim í pínulitla garðinn minn. Fyrir mér eru rósarunnar mikil tákn um Lífið. Lífið er nefnilega dans á rósum.

Það eru alltaf einhverjir þyrnar lífsins sem stinga, það er tilgangur þeirra. Við þurfum samt ekkert að gleyma að njóta blómanna. Ilmurinn og litafegurðin fyllir hjartað og sálina af gleði og sársaukinn verður minni á meðan við drögum þyrninn úr. 

vala-hjartakisa.jpg

Það finnst allavega Völu minni hjartakisu Heart

Knús til ykkar í haustrokinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er sannarlega mikið til í þessari færslu. Góð pæling  Og fallegar myndirnar þínar og kisukrúttin. Blörri er flottur kisi og á glæsilega afkomendur  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.9.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk, takk Sigrún

já og það vantar náttúrulega mynd af henni þinni Dorrit Engli Blörradóttur.

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.9.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Dorrit Engill Lady Alexöndru Blörradóttir, þetta hljómar vel. Hún er svo mikil hefðarkisa  Kisuknúskveðjur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2009 kl. 01:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar flottu myndir Ragnhildur mín.  Mikið er gaman að skoða kisumyndirnar, og flottur er hann Blörri, eins og Brandur.  Nema Brandur er ekki í stakk búinn til að geta af sér afkomendur.  Náttúrumyndirnar eru líka flottar, já haustið er fallegur tími. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir og góð lesning með, vona að ykkur helsist þokkalega.  Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 15:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan fyrir góða visku og yndislegar myndir. Kisurnar eru fallegar og öll dýr gefa manni gleði, meira að segja litlu hagamýsnar sem eru að koma sér í skjól fyrir veturinn, er ekki farin að sjá þær enn svo ég vona að fyrri partur vetrar verði góður.
Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2009 kl. 14:44

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Knús til Dorritar Engils Lay Alexöndru Blörradóttur og fjölskyldu haha

Ásthildur, takk já það þarf stundum að taka framfyrir hendur náttúrunnar með þessa fressa. Ég á einn Albus Dumbledore sem er ekki í stakk búinn fyrir afkomendur en hann passar sitt hverfi og sínar systur og móður af fullum krafti

Takk takk Ásdís

Þakka þér fyrir Milla. Litlu fallegu hagamýsnar eru yndislegar. Sé ekki mikið af þeim hér, sá meira af þeim þar sem við bjuggum áður og vorum ekki með ketti

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.9.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér varð ekki að ósk minni kæra vina, Neró minn fór að nusa undir gamlan ruslatunnukassa úr tré sem átti að vera búið að taka, en þar var allavega ein títla að koma sér fyrir, svo veturinn verður kannski harður eftir allt saman.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband