Fullkominn dagur með góðum verum af ýmsu tagi

Litli garðurinn minn ilmar af rósailmi og skartar grænu og bleiku í ótrúlega mörgum og fjölbreyttum tónum. 

lisuros-og-gar_akvistill-_d.jpg

Lísurósin er alveg ófeimin að gefa af fegurð sinni í litum og ilmi og faðmar garðakvistinn að sér í einskærri gleði og vináttu.

Það er yndislegt að sitja úti og spjalla, drekka kaffi og borða ís með fjölskyldunni og góðum vinum. Bara njóta í rólegheitum, slaka á og leyfa fegurð Lífsins að flæða um sig óhindrað.

_lfaspa-fyrir-eddu.jpg

Edda mín vildi lestur með nýju Litlu álfaspáspilunum. "Það er nú óþarfi að vera svona alvarleg Edda mín, þetta lítur bara svo leikandi létt út sko" ;-)

_lfarunni-og-sest-i-purpura.jpg

Úlfarunninn á ótrúlega fallega hvít blóm sem keppast um að brosa yfir gamla vegginn. Purpurabroddurinn teygir sig inn á myndina til að vera með Joyful

berin-hennar-stellu.jpg

Hún Stella mín stendur fyrir sínu og er farin að lita berin sín kirsuberjarauð Joyful

_lfaspalogn-i-gar_inum.jpg

 Það virkar náttúrulega mjög vel að lesa í álfaspáspil úti á svona degi, með blómunum og kisum, fuglasöng í bakgrunni og yndislegum öðrum góðum félagsskap Smile

_yrniros-double-blush.jpg

Þessa smávaxna hlédræga Þyrnirós felur sig nánast í skjóli Stellu kirsiberjatrés.

En maður skyldi muna að það getur borgað sig að beygja sig niður, jafnvel alveg á hnén, til að heyra hvað litla milda röddin segir. Hún gæti viljað sýna þér svona kraftaverk, svona fullkomna fegurð.

Eina sem þarf að gera er að opna hjarta sitt og taka við Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Sérhver mynd sem þú sýnir fram hér er mjög falleg og heillandi!! Þetta er eitthvað sem er "beyond my understanding" :-)

Toshiki Toma, 7.7.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Toshiki Ég elska rósir og blómstrandi plöntur. Og kirsuberjatré, hvað heita þau nú aftur í Japan ... sakura? getur það verið?  Álfarnir og hulduverurnar (eins og í álfaspáspilunum mínum) eru svo mikill hluti af íslenskri menningu. Er ekki til eitthvað svipað í Japan?

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndislegar myndir. Garðurinn þarf ekki að vera stór til að bera öll þessi fallegu blóm  Knús í Fjörðinn

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.7.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband