Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Rigningin er líka góð :-)

Við vorum örugglega flest komin í vorskapið, búið að kjósa, trén að bruma og vorlaukar að blómstra. En þá hellist yfir okkur rigning og rok. En það má ekki gugna, vorið er í fullri vinnslu og það er ýmislegt fagurt og yndislegt í rigningunni Joyful

reynitre_-a_-byrja-vori.jpg

Hið helga tré Íslands; Ilmreynirinn er svo sannarlega í vorhugleiðingum og lætur enga rigningu eða rok stoppa það af. Þessa mynd tók ég áðan af trénu sem mér þykir svo óendanlega vænt um enda alin upp með þetta tré í garðinum. Þetta tré er í rauninni heil fjölskylda af trjám sem vaxa þétt saman og fylla bakgarðinn minn Heart

magni-a_-sko_a-vori.jpg

Magni minn litli Víkingakisi fór með mér út að athuga vorið og gróðurinn. Honum fannst full blautt fyrir sig úti (ekki segja honum en hann soldið pjattaður) Joyful

magni-sefur-svo-saett.jpg

Efti mikinn þvott og þurrk fann hann hinn fullkomna stað og lagði sig á peysunni minni við hlið mér í sófanum Sleeping Yndislega krúttið Heart


Kosningaúrslitahugleiðing ...

Embla Sólin mín passar hann Sigurð sinn vel þar sem hún tyllir sér úti í garði á leið sinni á lífsins ferðalagi. 

embla-me_-sigur_-uti.jpg

Hún er glöð og hamingjusöm litla stúlkan eins og vera ber. Hún veit að fullorðna fólkið er að taka til og byggja upp til að gera bjarta framtíð hennar mögulega.  Hún er full trausts og tilhlökkunar því hún veit að fullorðna fólkið mun hafa vit á að byggja upp gott og heilbrigt mannlíf á landinu hennar, áður en hún verður fullorðin. 

dufa-og-magni-kura-saman-a-.jpg

Friðar Dúfan mín og Magni Víkingakisi sofnuðu vært á miðri kosninganótt þegar ljóst var að það er í lagi að treysta og trúa á réttláta uppbyggingu samfélagsins. Nú verður byggt upp í rétta átt, á sanngjarnan hátt og ALLIR fá að vera með í Nýju Íslandi sem byggir á jöfnuði allra landsmanna og framtíðar kynslóðirnar meðtaldar.

Eftir úrslit kosninganna síðustu nótt langar mig að minna á draum sem mig dreymdi í mars og skrifaði hér

Ég geng brosandi inn í bjart vorið og þó að komi vorhret og él, þá veit ég að þau endast ekki lengi. Við erum á réttri leið, við höfðum kjark til að breyta .... Heart

 


Gleðilegt sumar !

Gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir veturinn Heart
 
embla-og-dufa-vinkonurnar-b.jpg
 Embla Sól og Dúfa, vinkonurnar bestu knúsast og leika sér, alveg tilbúnar í langa bjarta og gleðifyllta daga Joyful
 
Mikil tilhlökkun í barnshjartanu að "fara út að leika", fylgjast með gróðrinum vakna og fuglunum við hreiðurgerð og ungauppeldi.
 
Dagurinn er bjartur og fylltur ómi Náttúrunnar sem vaknar af dvala sínum. Náttúruverurnar iða af lífi og gleði, hamingju yfir því að geta starfað og unnið að uppbyggingu og vexti landsins. 
 
Gleðilegt sumar elskurnar og þakka ykkur fyrir veturinn Heart

Hléseyjar Dúfa Hnoss fór á ættarmót

Við gömlu hjónin skelltum okkur í bíltúr í Hvalfjörðinn, einu sinni sem oftar. Þar eigum við góða vini sem tóku vel á móti okkur með heitri nýbakaðri eplaköku og túnfisksalati með Landnámshænueggjum í mmmmmmmm..... en það voru fleiri þarna en mannfólk. Dúfa sem heitir fullu nafni Hléseyjar Dúfa Hnoss er ættuð úr Hlésey í Hvalfirðinum. Þar býr mamma hennar hún Urður og Spá systir hennar.

dufa-heilsar-mommu-sinni-ku.jpg

Þegar hundar heilsast er vissara að hafa rétta siði á hreinu. Hér heilsar Dúfa mömmu sinni með réttri undirgefni og kurteisi Joyful

dufa-faer-knus-fra-mommu-sin.jpg

Þetta voru réttar og góðar aðfarir svo Dúfa fékk koss frá mömmu sinni til baka Joyful

og-krummi-bro_ir-me.jpg

Þá mátti Krummi bróðir á næsta bæ koma líka í knúsuhópinn Joyful

 hleseyjar-hundafjolskyldan.jpg

Eftir mikinn hasar, hlaup og knús um allar grundir var gott að fá vatnssopa. Heimahundarnir voru svo kurteisir að leyfa Dúfu "að sunnan" að fá fyrsta sopann Wink

Eftir að hafa skoðað landið og þefað heil ósköp út í loftið, heilsað upp Landnámshænurnar og hrafninn var gott að fara inn og "hvíla sig".

systurnar-dufa-og-spa.jpg

 Hér eru þær systur Dúfa og Spá. Þær eru svo dásamlegar saman, væntumþykjan og hlýjan leynir sér ekki á milli allra hundanna. Eyru og trýni voru varlega þvegin og knúsuð, mamman lygndi aftur augunum og hallaði höfðinu að dóttur sinni sem kom að heimsækja hana InLove

Urður mamma þeirra var aldrei langt undan, ef hasarinn varð of mikill kom hún og horfði ákveðið á börnin sín eða gaf eitt smá bofs og allir hlýddu. "Litlu" börnin hennar eru komin vel á annað ár en þau gegna mömmu sinni um leið og hún horfir með þessum sérstaka ljúfa en ákveðna svip Joyful

mae_gurnar-spa-og-ur_ur.jpg

Þarna eru þær mæðgur Urður og Spá í hvíld eftir gott ættarmót og góðan dag. 

hleseyjar-dufa-hnoss-1_-ars_834357.jpg

Þetta var góður dagur að Hlésey eins og venja er. Mig langar að benda ykkur á tengil á Hléseyjarvefinn. Hún Jóhanna Harðardóttir sem þar býr er sko engin venjuleg kona....  Wink


Vorið ER hér

Jæja, þá er yndisleg páskavika liðin með tilheyrandi dásamlegum fjölskyldustundum í og úr bænum. Mikið át af ýmsu tagi, gleði og hamingja.

embla-sael-me_-paskaaeggi.jpg

EmbluSólarengillinn hennar ömmu sín fann páskaeggið sem mamma og pabbi höfðu falið "vel og vandlega".

embla-og-mamman-a_sto_ar.jpg

Svo þarf maður smá aðstoð frá þjálfaðri móður sinni til að opna eggið og athuga hvað er nú inni í þessum fjársjóði. Váááááá sem betur fer eru alltaf einhverjir konfektmolar með sem "gamla gengið" fær að smakka Wink

Allt þetta dásemdar súkkulaði mun endast leeeeeeengi Joyful

Í gær fórum við svo "gömlu hjónin" og Dúfan að athuga hvort vorið væri ekki örugglega alveg staðfastlega og ákveðið mætt á svæðið. 

loan-er-komin_829790.jpg

Oh jú þarna var stór hópur af lóum! Á hverju ári frá því ég man eftir mér hef ég farið á Álftanesið að leita að vorinu. Og finn það alltaf Joyful hettumáfur, lóa og stelkur og að sjálfsögðu hinir löngu mættu svartbakar og sílamáfar sem sjást þarna sem hvítir deplar í bakgrunni. 

Mér virtist allir íbúar móanna vaknaðir, dvergar og álfar sem sumir sofa af sér vetrartímann vakna til að taka þátt í vorkomunni með Náttúrunni sjálfri. Mikið líf og mikil gleði ríkti þarna á Garðaholtinu og við Skógtjörnina og víða á Álftanesinu í gær Smile

Hellisgerðið mitt yndislega er auðvitað allt á iði líka. Dásamlegur smáfuglasöngur eins og í suðrænum skógum fyllir mann gleði inn að hjartarótum hvern dag. Í dag falla ljúfir regndropar eins og eftir pöntun fyrir gróðurinn sem er að vakna og teygja úr sér eftir langan svefn hins norðlæga vetrar. Blóm- og trjáálfar flögra um á fleygiferð og ekki nokkur leið að ná athygli þeirra. Þeir eru uppteknir við mikilvæga vinnu sína. Álfafjölskyldur hreinsa út og viðra eftir veturdvöl í klettaheimkynnum sínum. Hinir gömlu vitringar garðsins ganga um með ró og frið í hjarta og gefa frá sér djúpa hamingju og vissu þess að allt verður í lagi, Náttúran er að lifna við eins og vera ber Heart


Gleðilega páska :-)

Yndislegur dagur bjartur og fagur. Í dag páskadag minnumst við upprisu Jesú. Þessi mikla saga sem gefur eilífa von og gleði í hjarta. Eftir erfiða dimma daga er alltaf von um betri tíma í þessu lífi. Við þurfum ekki að bíða eftir upprisu til lífs á öðru tilverustigi, við getum risið upp táknrænt í dag, hér og nú. Eins og Lífið í kringum okkur á þessum tíma rís og lifnar við eftir þungan svefn vetrarins.

Lífið er eilíf hringrás og á þessum tíma hringsins/ársins er upprisutími lífsins á norðurhjara jarðarinnar okkar. Gleðitími Joyful

vor-i-kirsuberjatrenu.jpg

Tré og runnar eru við það að springa af vorþrá með bros í hverju brumi.

vor-i-ros.jpg

Pólstjörnurósin mín er alveg viss um að nú sé kominn tími á nýtt líf, nýja upprisu.

embla-uti-i-vorinu.jpg

Elsku litla EmbluSólin mín, ástarblómið iðar af þrá að vera úti að leika, skoða og leita að köngulóm og flugum. Finna líf vorsins. Stanslaust gaman að vera til þar til fingurnir verða of kaldir og við förum inn og hlýjum okkur. En við komumst að því að vorið er komið og nú verða fleiri og fleiri góðir útidagar á næstunni Joyful

gult-vor.jpg

 Inni bíður gult og fallegt vor sem okkur var fært að gjöf. Svo fögur áminning um gleði, líf og upprisu. Nú er það bara okkar að taka það inn í hjartað, muna að nú getum við öll risið upp hvert á þann hátt sem við þurfum og viljum. Sérstaklega að njóta þess að vera til á svona fögrum og björtum dögum með vor og von í hjarta. Heart

Gleðilega páska elskurnar HeartHaloHeart


Geitur eru svo dásamlega skemmtilegar

Þetta er það sem ég er alltaf að segja: fá mér geit í garðinn! Joyful Ég ólst upp með geitum. Þær eru svo skemmtilegar og miklir karakterar. Þá er ég náttúrulega að tala um íslenskar geitur, ég þekki ekki þessar Nígerísku en þær eru örugglega jafn skemmtilegar og duglegar að bíta grasið Wink

gu_run-maria-me_-ki_ling.jpg

Þessi mynd tók ég í Sædýrasafninu af æskuvinkonu minni Guðrúnu Maríu með kiðling. 

Er ekki einhver til í að gefa mér eins og eitt stykki sveit svo ég geti fengið mér geit? Whistling


mbl.is Geitum beitt á græn svæði bæjarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími hinna mörgu tákna...

Nú fer í hönd Páskavikan sem oftast er notuð í notalegu samfélagi við fjölskylduna. Ég vona að þið njótið hennar þannig í ár, hversu stór eða lítil sem páskaeggin verða ... eða hvað annað það er sem er öðruvísi í lífi okkar á þessum tíma. Notalegar stundir kosta ekkert nema bros og opið hjarta til að gefa úr og taka á móti. Heart

esjan-i-snjo-fra-gar_aholti.jpg

Hvar sem við verðum þessa vikuna, er gott að eyða tímanum saman.

skofir.jpg

Inni í þessu litla húsi sefur heil fjölskylda af litlum dvergum og bíða vors. Fallegar skófirnar sem kíkja undan snjónum minna á lífið í kuldanum. Og stráin segja sögu síðastliðins sumars. Lífið er alveg við það að vakna aftur eftir svefn vetrarins.

fallegur-dagur-a-gar_aholti_822889.jpg

Í sumum klettunum voru fjölskyldurnar þó meira vakandi en í öðrum. Við Dúfa fengum því kærkomna fylgd um móann .... (verst að þau myndast ekkert voða "vel" .... )

bjart-og-fallegt-a-gar_ahol.jpg

Hléseyjar-Dúfan mín í fallegri birtu á góðum degi. Veturinn er að kveðja og vorið tekur við langt og rysjótt eins og gengur. En það lofar samt góðu og maður getur ýmsu tekið þegar maður veit að leiðin er í rétta átt.

Eftir leiðangur okkar Dúfu og notaleg samskipti við vini okkar á holtinu, fórum við heim í fjölskyldufaðminn glaðar og ánægðar. Við gátum sagt þeim heima að við værum þess fullvissar að vorið væri á næsta leiti. Við hittum nokkra fugla á leiðinni sem fullvissuðu okkur um það. 

mavur-a-lofti.jpg

Vikan framundan ber mörg og sterk tákn um upprisu og vorkomu, sama hverrar trúar við erum. Tökum inn þessi tákn, skoðum þau og hvaða þýðingu þau hafa. Bæði fyrir okkur persónulega og fyrir samfélagið í heild sinni. Samfélag okkar allra lífveranna á landinu og allri jörðinni okkar, móðurinni sjálfri.

Því ekkert líf stendur eitt og ósnortið af öðru lífi. Við búum hér öll saman á þessari jörð, verur af ýmsum toga allt frá skófum steinanna og upp í .... já, upp í hvað? hafið þið velt því fyrir ykkur? og öll erum við tengd og þurfum að muna að án hvers annars getum við ekki verið.

upprisa.jpg

 Hvað sem okkur annars finnst um Lífið og tilveruna þá skulum við njóta þessarra frídaga í faðmi þeirra sem okkur þykir vænt um. Njóta og gleðjast og leyfa okkur að hlakka til vorsins og taka við þeim falleg boðskap sem vorið bíður okkur upp á. Jörðin okkar hleypir Lífinu sínu út aftur, Lífið sem legið hefur í dvala í vetur. Þegar við erum vakandi fyrir umhverfinu okkar tökum við vel eftir öllum jákvæðu fallegu táknunum í kringum okkur.

Njótum og gleðjumst. Góða helgi elskurnar HeartHaloHeart


Jóli minn fluttur að heiman :-)

Jæja, þá er hann Jóli minn fluttur á nýtt heimili. Ég sakna hans strax alveg heilan helling, hann fór fyrir ca hálftíma Errm En ég var alveg róleg að láta hann fara, ég fann það á mæðgunum sem fóru með hann að hann fór á frábært og hlýtt heimili Joyful Þar er kisa fyrir svo hann fær líka kisufélagsskap. Þannig að ég er ánægð/leið en samt voða glöð.

joli-me_-snuddu.jpg

joli-spilar-tonlist-1.jpg

joli-i-brau_korfunni.jpg

joli-egypskur.jpg

Bless og takk fyrir okkur litli fallegi ljúfi minn, vertu góður og lifðu vel og lengi á nýja heimilinu Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband