Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Afi er kominn heim!

 afi-er-kominn-heim

Nú er hann Lárus kominn heim til familíunnar tví- og ferfættrar og þvílík hamingja. Hér dönsuðu hundar og söng lítið barn og kisur laumuðu sér undir hendina til að fá klapp og lögðust í rúmið í hæfilegri fjarlægð til að fylgjast með. Joyful Við hin sem erum svo "dönnuð" brostum allan hringinn og gerum enn InLove

Hann fær heimahjúkrun með lyf þrisvar á dag næstu vikuna og svo æfingar áfram. Þetta tekur einhverjar vikur en við höfum nægan tíma. Það er ekkert svo áríðandi að ekki getið beðið betri heilsu.  

 Rós-fyrir-rokið

Hér er svo ein af rósunum okkar í garðinum. Hún stóð, brosti sínu fegursta og nýtur dagsins. Ég náði svo nokkrum blómum inn í gær og setti í skálar og litla vasa. Hér ilmar því allt af mildum rósailm mmmmmm..... Joyful

 


Regnboginn Bifröst

Hann birtist okkur regnboginn eins og skilaboð frá Himnaföðurnum að nú færi að birta enn meira til.

Himnaop-og-regnbogi

 Himnafaðirinn stendur í "glugganum"og færir okkur alla þessa fallegu liti og birtu. Vonin, trúin og kærleikurinn vinnur bug á öllum regnveðrum og sólin skín í hjarta og sál.

Lárus er á fínum batavegi. Það gengur allt hægt fyrir sig og þó svo hratt og vel. Ástin mín kemur alveg heill úr þessu "ævintýri". Nú er "bara" uppbygging framundan, Grensás með endurhæfingu, vonandi að við getum flutt aftur heim sem fyrst og svo er það þolinmæðin og þrautseigjan sem gildir. Ásamt góðum slatta af húmor og kærleik Joyful

 Bifröst

Lífið gefur okkur alla liti og fegurð. Það er okkar að taka við og njóta þess sem okkur er boðið. Við tökum hverjum degi eins og hann kemur og gerum það besta úr honum. Eða eins og við köllum það: "Við tökum bara Pollýönnuna á þetta" Smile

Það er ekki hægt annað en vera eilíflega þakklátur að fá annað tækifæri. Fá manninn minn til baka, það var ekki alltaf augljóst til að byrja með. Og að fá hann Lárus minn alveg heilan, allan eins og hann er, það er Guðsgjöf sem við munum seint fá þakkað að fullu. Hér á bæ er maður "á takkinu" allan daginn.  HaloHeart 

Bestu kveðjur af "Borgó"Kissing

Ragga og Lalli 


Ljós og myrkur takast á

Stundum er eins og Lífið sé að athuga hvað við þolum.

Lífsins-ólgu-sjór
Lífsins ólgu sjór getur gert sig erfiðan viðureignar. Háar öldur skella á okkur af þunga og brim heldur okkur frá opnu hafinu.  
 
auðnin

 

Við reynum að finna leið út, er ekki örugglega einhver leið? Hvert er hægt að fara? Er allt bara sandur og auðn? Í leitinni er auðvelt að hlaupa í hringi, allt virðist tapað og einmanalegt...

bros-í-auðninni

... en einmitt þá er gott að standa kyrr, hlusta á Lífið, horfa á litlu brosin í auðninni. Þessi litlu bros í sandinum segja meira en þau líta út fyrir. Þau gefa von um að sandurinn breytist í gróðurvin. Það byrjar allt með einu litlu brosi sem gefur af sér fleiri og svo fleiri...

þung-ský

Sumir dagar eru dekkri en aðrir, skýin liggja þung á fjöllunum, það er eins og þau geti þrýst fjöllunum niður. Ský sem eru samansett úr ótal pínulitlum dropum, mynda stór og þung ský. Tröllin og jafnvel hinir stærstu víkingar leggjast undan hinni minnstu veiru.

Lalli-afi-og-Emblan-okkar

En þegar allt virðist of dimmt er gott að stoppa og muna...

birta-ofar-skýjum

... og lyfta sér upp í huganum. Horfa vel og sjá að það er birta ofar hinum þungu skýjum. Og fyrir rest mun Ljósið feykja skýjunum frá og skína á okkur sem aldrei fyrr.

Vonin og trúin á Ljósið fyrir ofan og ljósið hið innra, kærleikann og bænina gefur kjark og kraft til að berjast.  

í-örygginu-heima

Og fyrr en varir hvílum við í örygginu heima.

Elsku bloggvinir, þið sem farið með bænir, hverrar trúar sem þið eruð, má ég biðja ykkur að senda ljós á hann Lárus minn, eiginmann til 25 ára. Hann liggur mikið veikur af heilabólgu á spítala en er á hægum batavegi.

Kærar þakkir og ljós til ykkar.  

 


Kisuhundaknús

Nú er kominn tími á smá kisuhundaknúsumyndir Smile er það ekki?

Það var aldrei meiningin hjá mér að halda þessum kettlingi eftir úr síðasta goti en ómæGod, hann Magni litli Víkingakisi sá til þess að enginn á heimilinu gat látið hann frá sér. (og hvað munar svosem um einn í viðbót....?)Wink

Þau eru óaðskiljanleg Magni og Dúfa, næstum jafngömul, verða eins árs í haust.

Dúfa-og-Magni-lúlla saman

Þau hasast og gamnislást þannig að í fyrstu hélt maður í sér andanum af hræðslu yfir að einhver meiddi sig, stöðugt að "úa og æ passaðu þig...." en þau hafa kennt hvort öðru hvað má og hvað má ekki.

gamnislagur

Ég vildi að ég gæti sett hljóð með, hann malar ekkert smá hátt þessi litli kisi!

 Dúfa-mín-og-Magni-víkingaki

Oh, þau eru bara krúttust Joyful finnst ykkur það ekki?

Og svo er hér ein mynd af okkur "mæðgum" algjörlega hamingjusamar í okkar rétta umhverfi, umvafðar vinum okkar í hlíðinni fögru.

hamingjusamar-mæðgur

Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr hvar sem þið verðið þessa fallegu gleðihelgi sem framundan er. Joyful 

 


Innilegar hamingjuóskir Ómar!

Hjartanlegar hamingjuóskir !! Joyful Þú ert hetjan okkar og sá einlægasti baráttumaður sem þessi þjóð hefur átt. Bara að þessi þrjóska þjóð gæti hlustað betur...

Bestu baráttukveðjur, náttúruvættirnir standa með þér Ómar


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband