Sumarsólstöður í garðinum mínum

Sumarsólstöður í dag. Yndislega bjart allan sólarhringinn. Þetta er bara dásamlegt Joyful

embla-teiknar.jpg

Það er lítill garður framanvið húsið okkar en mikið rosalega er margt hægt að gera og njóta á fáum fermetrum. Hér er Embla Sól að æfa sig að skrifa stafina og teikna köngulær.

ur-litla-gar_inum-minum.jpg

Hér vaxa ýmsar plöntur saman í sátt og samlyndi. Og hér sit ég tímunum saman að teikna, sauma og spjalla með kaffibollann. 

rangeyg_a-alex-drekkur-vatn.jpg

Rangeygða Alexin mín fær sér vatn úr gosbrunninum og ...

albus-a-milli-bloma.jpg

Albus minn kíkir á milli blóma.

kirsuber-vaxa.jpg

Stella vex og dafnar og kirsuberin hennar stækka og stækka. Ég get varla beðið að sjá þau verða rauð! Það var algjör dilla í okkur að planta þarna kirsuberjatré, ég trúði því svona rétt mátulega að það myndi þrífast. En vá hún Stella mín er alveg yndisleg og fer langt fram úr öllum vonum.

stella-er-alveg-svona-stor.jpg

"Hún Stella er alveg svona stór!" segir mín yndislegust Embla Sól  Smile

Dvergur 07  700

Ein mynd úr Álfheimum svona í tilefni þess að nú eru sumarsólstöður. Þessa næstu viku eru mikil hátíðahöld í Álfheimum, þar sem Lífinu er fagnað og gleðin ríkir.

Við hefðum kannski gott af því mannfólkið að taka þau okkur til fyrirmyndar og gleðjast yfir fegurð Lífsins og njóta og gleðjast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 14:49

2 identicon

Fallegt að lesa skrifin þín alltaf. Notalegt og nærandi ásamt fallegum myndum.

Það verður fjör næstu viku í hulduheimum, pant vera með

Begga (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fallegar myndir og fullar af hlýju.  Ég þyrfti að komast í græðling af Stellu.  Þetta er frábært alveg Ragnhildur mín.  Það er svo margt í færslunni þinni hér að ofan sem gæti átt 100% við mig og mitt umhverfi.   Soulmates?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2009 kl. 17:51

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

S

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2009 kl. 17:52

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásdís, takk takk

Begga, kærar þakkir. Já, þú verður með í "hulduheimapartýinu", er það ekki?

Ásthildur, kærar þakkir. Já ég hef oft tekið eftir ýmsu líku með okkur. Það væri gaman að hittast einhvern daginn. Við hjónin stefnum á vestfirði fljótlega, áttu á könnunni? Alveg sjálfsagt að fá græðling af Stellu, hvernig fer maður að því?

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 20:06

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það þarf ekki að vera stór garður til að geta notið hans vel. Fyrsta íbúðin okkar var 30 fm risíbúð og mikið fór vel um okkur þar, og nóg pláss  Gaman að sjá hvað Embla og kisurnar njóta sín vel í garðinum  

Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.6.2009 kl. 10:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á örugglega á könnunni, ég verð heima eftir 24. júlí en fer í viku burtu frá 13 til 20 ágúst, þess á milli verð ég heima og það væri virkilega gaman að hittast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2009 kl. 00:30

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásthildur, ætli við kíkjum ekki bara á þig í lok júlí. Sjáum hvað sumarið gerir við okkur verum í sambandi

knús og sólarkveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.6.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband