Leiðin gegnum skóginn ...

Vala var komin í ferðahug og ákvað að fara í ævintýraleiðangur. Hún elti Emblu vinkonu sína alla leið yfir götuna og inn í Hellisgerði.

 embla-gengur-akve_in.jpg

Embla gekk ákveðin með Sigurð sinn í kerrunni. 

vala-sko_ar-lika.jpg

Vala fylgdi á eftir.

vala-sko_ar-inn-i-blomahaf.jpg

En hún Vala átti erfitt með að halda sig á veginum, það var bara svo margt annað að skoða. Það hlýtur að vera eitthvað spennandi hérna undir ...

vala-ekki-langt-undan.jpg

... þetta var eitthvað spennandi en það var svolítið dimmt og eitthvað svo ógurlegt allt saman.

sona-sona-sigur_ur-minn.jpg

Sigurður litli fór að gráta og hélt að Vala væri bara alveg týnd. Embla stóra stelpa huggaði hann: "sona sona Sigurður minn, við þurfum bara að kalla hana til baka".

Og það gerðu þau saman: "Vala, Vala! komdu!"

vala-fetar-sig-inna-aftur.jpg

Að lokum hlýddi Vala kallinu, henni var óhætt og nú gengu þær saman áfram veginn.

blomleg-trjavera.jpg

Og það var eins gott, því brátt rákust þær á þessa dásamlegu trjáveru sem var umvafin blómafegurð í öllum litum.

blomaros.jpg

Þeim fannst þau heppin, Embla, Vala og Sigurður að missa ekki af þessari fegurð.

Eftir góða stund á spjalli við tré og blóm og verurnar þeirra, héldu þau áfram leið sinni. Trjáveran fagra og góða hafði bent þeim á fallega og mjög spennandi leið ...

leynilei_in-700.jpg

Þau hinkruðu aðeins og skoðuðu sig um. Hvert skyldi þessi vegur liggja? Er öllu óhætt? Það er greinilega mjög bjart þarna en hvað bíður fyrir ofan tröppurnar? ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa yndislegu ferðasögu Ragnhildur mín, og hún var meira að segja spennandi á köflum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2009 kl. 17:52

2 identicon

vá ég var orðin svo spenn og hvað meira !!!! hvað var þarna fyrir ofan tröppurnar frú ragnheiður maður stoppar ekki í miðri spennu sögu ;))) fallegar myndir ;) kveðja og knús solla kústó ;)

sólveig jóna jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:42

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Ásthildur

Sólveig, þakka þér fyrir það getur vel verið að verði framhald einhvern daginn .... hvað heldur þú að sé fyrir ofan ....?

Ragnhildur Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 18:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg saga úr fallegum garði, takk fyrir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Ásdís, já Hellisgerði er yndislega fallegur garður

Ragnhildur Jónsdóttir, 30.7.2009 kl. 21:52

6 identicon

yndisleg ertu alltaf Raqgga og myndirnar dásamlegar  :)

Helena (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 09:21

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Æ takk takk takk, Helena

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 14:45

8 identicon

hæhæ,)) það er stór engil hann heldur uppréttum vængjum allur skreittur gulli já ég held það bara ,)

sólveig jóna jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 21:06

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt Solla, já getur það ekki bara einmitt verið?

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.8.2009 kl. 01:08

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Skemmtilegar vinkonur í þessari yndislegu frásögn. Og já, sannarlega spennandi á köflum  Það er eitthvað fallegt hinu megin við þessar bröttu tröppur  Knús á ykkur Englaskottur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.8.2009 kl. 19:35

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hlýtur að vera bara fallegt þarna fyrir ofan ég get sjálf alveg gleymt mér að horfa inn í þessa mynd. Geng þarna inn stíginn, horfi til hliðanna og tek eftir ýmsu ólíku í hvert skipti. Fer svo rólega upp tröppurnar og áfram .....  ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.8.2009 kl. 18:57

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta minnir mig á er ég var táta að leika mér í Hellisgerði, man ætíð eftir stóru kóngulónum sem sátu í sínum vef og að manni fannst fylgdust vel með manni, var hálf hrædd við þær.

Takk fyrir mig og kærleik í helgina þína.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 16:56

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Sæl og blessuð Guðrún Emilía, já þær eru hérna ennþá þessar blessuðu köngulær. Og ekki fara þær minnkandi, manni finnst stundum að þær hreinlega urri á mann ef maður kemur of nálægt hahaha

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 17:20

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ekki eru þær geðslegar einnig hafa þær búsetu greyin, í gamla bænum í Reykjavík og hjá ykkur einnig í gamla bænum.
Mér er nú eiginlega ekki vel við þær.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.8.2009 kl. 20:33

15 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Yndisleg saga, takk fyrir að deila henni með okkur

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 9.8.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband