Færsluflokkur: Bloggar

Eiga þakkir skilið!

Þeir eiga þakkir skilið Hjálparsveitarmenn og konur, og Slysavarnarfélög allsstaðar. Vil bara minna fólk á að styrkja starf þeirra með því að kaupa hjá þeim flugelda og fleira sem þau selja til styrktar sínu starfi. Það er ómetanlegt að vita af þeim, alltaf tilbúin að hjálpa hvar sem þörf er á. 

Kærar þakkir fyrir gott starf Wizard

 


mbl.is Annríki hjá björgunarsveitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mynd

Ég fékk þessa stórkostlegu mynd í maili frá vinkonu minni í Ástralíu. Og þar sem textinn með henni var svona:

"When someone shares with you something of value, you have an
obligation to share it with others!"

þá auðvitað varð ég að deila henni með ykkur elskurnar.Smile

Sólarlag á Norðurpólnum

Þessi texti fylgdi líka með:

"A scene you will probably never get to see, so take a moment and
enjoy
This is the sunset at the North Pole with the moon at its closest
point.

And, you also see the sun below the moon.
An amazing photo and not one easily duplicated."  

Ég hef aldrei komið þarna og er sennilega ekki á leiðinni, þannig að ég get ekki með nokkru móti vitað hvort þetta er alvara eða ekki en flott er myndin engu að síður. Fyndið að fá hana senda frá "næsta bæ" við Suðurpólinn Grin

Hafið það gott í snjónum og fallegu jólaljósunum. Leyfum Ljósinu okkar hið innra að loga glatt og gefum öðrum af því með okkur. JoyfulHalo


Frábært að heyra :-)

Við þurfum að standa vörð um þetta og passa að glata ekki þessari tengingu því hún er mjög mikilvæg, fyrir utan að hún er líka skemmtileg. Joyful

Samband við framliðna, berdreymi, englatenging, álfar, huldufólk og dvergar. Finnst okkur þetta ekki eðlilegt? Þessi tenging okkar hefur alltaf verið hluti af þjóðinni og okkar þjóðareinkennum. Halo

Dvergur 07  700

Pössum okkur að glata þessu ekki í okkar hraða og stressaða nútímasamfélagi. Smile 

Eruð þið ekki sammála?  


mbl.is Trú á dulræn fyrirbæri liggur djúpt í þjóðarsálinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!!!!

Jibbíííííí!!!!!  Sko!, réttlætið sigrar að lokum. Jóhanna ég efaðist aldrei um orð þín, þú stendur við þitt.

Knús á þig Jóhanna. Þú ert frábær!!! Kissing Joyful Best að gefa hinum í ríkisstjórninni smá knús líka hahaKissing


mbl.is Tekjur maka skerði ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega aðventu

Gleðilega aðventu!

Jólakisa frá Álftanesi 1000

Munið að njóta og taka lífinu með ró Joyful 


Hamingjan

Aðventan er svo yndislegur tími til að eyða með börnunum. Við "gömlu hjónin" fengum Embluna okkar, barnabarnið lánaða í gær sunnudag á meðan foreldrarnir voru að læra fyrir próf. Mikið var yndislegt að horfa á hana upplifa ljósin og hreifanlega dúkkujólasveina sem spiluðu, máluðu, klifruðu og elduðu mat í helli ofl. Tré með ljósum á og allskonar glingur og skemmtilegheit. Hún ljómaði barnið! og amman og afinn ekki síður Joyful

Hamingjan Embla Sól 1000

Mikið er maður ríkur! ég bara gat ekki haldið þessari hamingju inni, varð að hleypa henni út Joyful

Knús og kveðjur til ykkar bloggvinir mínir í jólaundirbúningnum. Kissing


Hjartanlegar hamingjuóskir!!!

Hjartanlegar hamingjuóskir elsku Magga Pála!!! Kissing Þú ert svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komin. Kíkið endilega á heimasíðuna hjá Hjallastefnunni:  Hjalli.is     Algjörlega frábært starf!! 

Mikið voru þetta góðar fréttir að lesa Joyful


mbl.is Margrét Pála hlaut Barnamenningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventan nálgast

Rok og rigning.... so what else is new?  Í gamla daga sat maður inni að lita eða pússla í svona veðri. En ég ætla að leggja fyrir ykkur smá skemmtigátu:

Eddubörn 888

Hvað sjáið þið út úr mynstrinu á bakinu á þessum efsta dökka?

 

Góða helgi og njótið ljósanna og friðarins hið innra, það er ekki það mikið af honum í veðrinu fyrir utan Wink Ljúf jólatónlist, smá heitt súkkulaði, smákökur og einhver að spjalla við, tvífætt eða fjórfætt, vængjuð eða ekki.... mmmmm uppskrift af dásamlegri aðventu. HaloJoyful


Það er allavega von

Já, við teljum dagana Smile Við skulum sjá hvort breytingin verði nægileg til að hafa áhrif. Allavega von! Joyful
mbl.is Staða öryrkja og aldraða bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversdagur öryrkjans

Ég sit hérna við eldhúsborðið með tölvuna mína. Fletti upp Tryggingastofnun á netinu og finn símanúmerið, eftir mikla leit, ekki er nú heimasíðan neitt einfaldari en annað hjá þeim blessuðum. Að vísu eru sumir dagar þannig að allt virðist flókið fyrir manni og dagurinn í dag er sannarlega þannig.

Ég þarf að hringja og fá útskýringar á bréfi sem ég fékk í gær. Þar stendur: "Efni: Innheimta ofgreiddra bóta."   og svo: "Fyrir liggur skuld þín við Tryggingastofnun að fjárhæð 209.141,- kr. vegna ofgreiddra bóta lífeyristrygginga. "..... WHAT!?! 

Í október s.l. fékk ég bréf þar sem stendur: "Efni: Endurreikningur og uppgjör bótagreiðslna ársins 2006" og neðar: "...bætur ársins eru ofgreiddar sem nemur 43.975,-"    þá hugsaði ég: ok, læt það vera, maðurinn minn borgar þetta bara einhvern veginn (ekki get ég það af ca 75.000,- greiðslu á mánuði). En hvað svo með bréfið sem kom í gær? 

Ég hringi í TR og þar er sagt að símtöl séu hljóðrituð! ég ákvað að hringja ekki og grenja inn á einhverja upptöku sem ég veit ekkert hver hlustar á. Svo það verður að bíða, annað hvort sendi ég mail sem ég veit þá ekkert hvernig eða hvenær verður svarað eða hin venjulega lending: maðurinn minn hringir fyrir mig, hann er með sterkara taugakerfi. (Til allrar Guðslukku!)

Í gærkvöldi á meðan ég var að reyna að átta mig á þessu bréfi með 200.000 króna rukkuninni, þá fór ég á mbl.is og rakst á fréttina um "Vilhjálm orðheppna" og svo mörg blogg og komment hér og þar sem særðu mig djúpt. Við öryrkjar alltaf að svíkja fé út úr TR! yeah right!

Nú sit ég hér og græt eigin aumingjaskap. Hvað gerir fólk sem hefur ekki svona "Lalla" til að hringja fyrir sig eða borga og redda hlutunum? Ég bara spyr.

Einmitt þegar mér líður sem verst, verður mér litið út um gluggann þar sem er stórt Reynitré. Þar situr þröstur á grein og horfir beint á mig eins og til að segja mér eitthvað. Ég reyni að hlusta en er eitthvað sambandslaus en verð þá vör við meiri hreyfingu .... þetta stóra tré er fullt af þröstum!! Þeir sitja allir og horfa á mig! en þeir horfa blíðlega og notalega eins og englar sem senda sinn fallega kraft og kærleika. Þvílík fegurð og kærleikur sem fylgir þeim!HaloInLove Í því tek ég eftir hrotum sem koma undan borðinu: þrír hundar liggja þar og verma á mér tærnar. Ég hugsa með mér að ég sé óendanlega rík að eiga svona góða vini.JoyfulHeart

Skítt með þetta peningavesen og Tryggingastofnun, já, ég segi bara upp! Hætti að "vinna" hjá TR, er það ekki hægt?! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband