Frábært að heyra :-)

Við þurfum að standa vörð um þetta og passa að glata ekki þessari tengingu því hún er mjög mikilvæg, fyrir utan að hún er líka skemmtileg. Joyful

Samband við framliðna, berdreymi, englatenging, álfar, huldufólk og dvergar. Finnst okkur þetta ekki eðlilegt? Þessi tenging okkar hefur alltaf verið hluti af þjóðinni og okkar þjóðareinkennum. Halo

Dvergur 07  700

Pössum okkur að glata þessu ekki í okkar hraða og stressaða nútímasamfélagi. Smile 

Eruð þið ekki sammála?  


mbl.is Trú á dulræn fyrirbæri liggur djúpt í þjóðarsálinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei, ég er ekki sammála.

hjátrú og hindurvitni, sókn í spáfólk, stjörnuspekinga og miðla eru þjóðinni lítið til framdráttar. svo ekki sé talað um skaðsemi galdralækna.

í fyrstu sýn virðist þessi könnun sýna einkenni slakrar raunvísindakennslu á íslandi samanber nýlega alþjóðlega samanburðarkönnun.

en þú talar um að þetta sé skemmtilegt, og ég er sammála því að álfaævintýri og skröksögur geta verið skemmtilegar. en það er algjörlega óþarft að trúa þeim til að hafa gaman af þeim! þjóðsögur þurfa ekki að glatast þótt þær séu ekki lengur teknar bókstaflega. jólasveinarnir, þór og óðinn lifa góðu lífi í vitundinni þótt enginn heilvita haldi fram tilvist þeirra.

hraði og streita nútímans hefur ekkert með þetta að gera og verður ekki breytt með andatrú, heldur með því að slaka á.

kveðjur.

--

óskar

óskar holm (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst nú gott að vita af öllu þessu fólki á ferli meðal okkar mannanna.  Ég afneita ekki tilvist þeirra en þeir hafa ekki bein áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Trú er alltaf af hin góðu svo fremi hún sé ekki í blindni og án gagnrýninnar skoðunar. Kær kveðja til þín mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Já, ekki er allt sem sýnist.

Júlíus Valsson, 8.12.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið er gaman að heyra þetta.

Ætli hækkandi prósenta skýrist ekki af því að fólk sé orðið ófeimnara að tjá sig um þennan hluta þess að vera íslendingur en áður var?

Þá á ég ekki við að aðrar þjóðir búi ekki líka yfir dulrænum hæfileikum, heldur það að annað hvort eru íslendingar opnari andlega eða tjá sig frekar um þessi mál en fólk af öðrum þjóðernum, eins og ég kom að áðan, nema hvort tveggja sé. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.12.2007 kl. 21:36

5 identicon

hæhæ ragnheiður mín allveg sammála þér í þessu ;)) kveðja og knús

solla kústó

solla kústó ;) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það verða alltaf skiptar skoðanir um þessi mál eins og önnur. Þeir sem sjá ekki eða loka á alla skynjun munu aldrei samþykkja neitt svona "hinumegin tal" en þeir sem sjá eða skynja á annan hátt, þeir bara vita og það er ekkert sem breytir því.

Óskar og Arngrímur, þið eigið alla mína samúð, því mikils farið þið á mis að loka á stóran hluta Lífsins.

Ég sendi ykkur samt bænir, svona ef þið skilduð taka við þeim einhvern daginn

Við hin njótum þess að horfa á og upplifa eða allavega vita af eða leyfa hugmyndinni af fleiri litum regnbogans að svífa umhverfis okkur

Góða nótt elskurnar, Guð geymi ykkur og englarnir gæti ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.12.2007 kl. 23:55

7 identicon

Öll slík vitleysa og heimska hægir bara á þróun alls, og er ekkert nema ómeðvituð hræðsla við dauðann eða ómeðvituð löngun til ævintýralegri heim. Ég finn ekkert nema skömm að sjá það sem kom útúr þessari könnun.

Sigurður Jökull (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 01:33

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Haha, æ æ Sigurður Jökull. Veistu þessu er einmitt öfugt farið. Ef við vöðum áfram með enga trú á neinu nema okkur sjálfum, þá erum við á beinni leið í óefni. Og "hræðsla við dauðann" ég skil nú bara ekki hvernig þú lest það út. Þessu hlýtur einnig að vera öfugt farið líka. 

En það þýðir ekkert að rökræða þessi mál. Við höfum þetta bara öll eins og hjarta okkar segir til og það er í sjálfu sér allt í lagi.

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.12.2007 kl. 09:40

9 identicon

Dulræn reynsla hefur verið til á meðal manna lengur en flest annað í menningu okkar. Hún skilgreinir okkur sem hugsandi verur, en ekki heimskar verur hvort sem við trúum á hana eða ekki. Magnús Stephensen taldi sig hafa eytt öllum draugum úr landinu á 18. öld, en samkvæmt öllum sögunum og frásögnunum af slíkum verum á 19. 20. og 21. öldinni, virðast nokkrir hafa vaknað aftur. 

Við verðum að passa okkur á að fara ekki aftur í þróunarkenninga-pakka 19. aldar og líta á okkur sem aðalinn sem lítum niður á villimennina og barbarana. Þetta sést kannski best á þeim sem engu trúa og finna: "...ekkert nema skömm að sjá það sem kom útúr þessari könnun." Skömm fyrir hverju? Skömm fyrir þessum 78% Íslendinga sem voru hreinskilnir í könnun Erlendar?

Fólk má trúa á dulræna reynslu, rétt eins og það má trúa á Guð, Þór eða David Beckham!  

E.V. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:58

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

E.V. takk fyrir innlitið og kommentið. Já, auðvitað megum við öll bara trúa á það sem við gerum eða viljum, meira að segja David Beckham (aumingja hann en það er nú önnur saga)

Ég er alveg sammála þér að dulræn reynsla hefur verið til lengur en nokkuð annað hjá okkur mannfólkinu (og dýrum reyndar líka ) Og er einmitt hluti af okkur sem lifandi verum og með því að loka viljandi á allt slíkt erum við að útiloka hluta af okkur. Og það er svo dapurt að horfa upp á. 

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.12.2007 kl. 12:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála því að sú tenging þarf að vera sterk og einlæg, ekki bara okkar vegna, heldur líka þeirra vegna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 14:59

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Einmitt Ásthildur, einmitt þeirra vegna líka. Takk fyrir að gerast bloggvinur minn. 

Hafðu það gott og takk fyrir notaleg komment

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.12.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband