Færsluflokkur: Bloggar

8 milljónir?!?!? missti ég af einhverju?

Hvað meinarðu? fæddist ég ekki? var ég framleidd? af hverjum þá? Hvernig dettur fólki svona í hug? Hefurðu kynnt þér Vilhjálmur, hvernig er að reyna að lifa á örorkubótum? Góð leið til að byrja með er að tala við einhvern sem hefur prófað.... duh! eða lesa bloggin

Hvað gengur mönnum til að segja svona vitleysu? Ég er orðlaus, fólk hérna í samfélaginu veit ekki baun hvernig stór hópur af öryrkjum og eldri borgurum hefur það.

Og 8 milljónir!?!?!?!??!!?!? hvaðan koma þeir útreikningar?!? Það er enginn öryrki með svo háa upphæð til að lifa af á ári. ENGINN!!! 

Það bara fýkur í mann og ég sem var að reyna að slaka á til að geta kannski sofið.....

góða nótt FrownSleeping


mbl.is Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Sigurðardóttir tók vel á móti okkur Fjöryrkjum :-)

Jæja, það kom loksins að því að við fj-öryrkjarnir hittum Jóhönnu Sigurðardóttur og færðum henni undirskriftalistann. Jóhanna og aðstoðarmaður hennar Hrannar B. Arnarsson, tóku mjög vel á móti okkur, maður fann líka notalegt andrúmsloft þarna inni. Ég er sannfærð um að nú er verið að gera góða hluti í sambandi við Tryggingastofnun og málin verða lagfærð. Allt tekur sinn tíma og þetta þarf að gera vel svo það endist. En við höfum fulla trú á Jóhönnu. JoyfulHalo

Ásdís okkar yndislega hetja og yfirfjöryrki las upp pistil sem hún skrifaði og ég ætla að láta fylgja hérna fyrir neðan. Jóhanna sagði okkur svo hver staðan væri, það er verið að endurskoða TR og að mörgu að hyggja þar.

Ég held að allir sem til þekkja séu sammála um að málefni TR eru gjörsamlega óskiljanleg og margplástruð þannig að þetta kerfi virkar bara ekki lengur en hér er bréfið sem Ásdís las upp: 

Frú Félagsmálaráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir 

Við sem hér erum mætt erum komin til að afhenda þér undirskriftalista sem var í gangi á veraldarvefnum í okt-nóv. Ástæðan fyrir því að við fórum af stað með þessa söfnun er mikil óánægja meðal örorku- og ellilífeyrisþega vegna endurkrafna frá TR í október ásamt með margra ára langri óánægju með svo mörg önnur okkar mál. Þykir mörgum illa að sér vegið og ótrúlega mörg skrítin svör sem einstaklingar hafa fengið frá Tryggingastofnun ríkisins þegar fólk hefur verið að leita réttar síns, fá skýringar og reyna að fá leiðréttingu mála sinna. Við viljum því enn og aftur benda á það dæmalausa órétti sem felst í því að hengja öryrkja/lífeyrisþega við maka sinn og taka þannig af honum/henni þau réttindi sem okkur ber skv. lögum. Teljum við þetta skýlaust brot á mannréttindum okkar sem einstaklinga.

Í fyrra var Siv Friðleifsdóttur, afhentur listi með yfir 12 þúsund undirskriftum og hefur hingað til ekkert gerst sem bætt hefur kjör okar. Þar sem þér, frú Jóhanna, hafið ávallt varið málstað okkar í gegnum tíðina, bindum við nú miklar vonir við þá staðreynd að okkar málaflokkur færist nú undir Félagsmálaráðuneytið og á yðar hendur. Við þökkum kærlega fyrir að þér hafið gefið okkur þennan tíma núna í morgun til að taka á móti þessum listum. Við erum uppfull af von og trú á að þessir hlutir komist í varanlegt og gott ástand og langar okkur bara svona í restina að bæta því við, að jákvæðni og óbilandi trú á réttlæti í bótagreiðslum sem og öðru því er að okkur snýr, er það sem fleytir mörgum okkar fram hjá blindskerjum og ef við hefðum ekki gleðina að vopni, þrátt fyrir heilsuleysið þá væru öll þessi mál í mun verri farvegi og enn meiri baggi á þjóðfélagið okkar.

Selfossi 28. nóvember 2007

f.h. (Fj)öryrkja

Ásdís Sigurðardóttir

Heiða Björk Jónsdóttir

Ingunn Jóna Gísladóttir

Ragnhildur Jónsdóttir 

Það má taka fram að Heiða Björk sendi fréttatilkynningu á alla fjölmiðla en aðeins einn mætti á svæðið: RÚV  Mig langar því að senda þeim hjá Fréttastofu Ríkissjónvarpsins kærar þakkir fyrir að þar sé borin sú virðing fyrir öryrkjum- og ellilífeyrisþegum að næg ástæða þótti til að senda ljúfan og yndislegan tökumann til okkar. Joyful

Knús og kveðjur á ykkur öll Fjöryrkjafélagar mínir Smile þið eruð alveg frábær hópur af góðu fólki!

 


Ég vesen?!?!! .... aldrei!

Snemma í haust var sagt við mig af manneskju sem "sér lengra nefi sínu": "Þú ert alltaf að búa til eitthvað vesen." "Vesen?" sagði ég, frekar svona móðguð; "ég geri aldrei neitt, sit bara og sauma." "Jú", sagði sú lengrasjáandi, "þú gerir eitthvað svona vesen alltaf en rosalega hefurðu gaman af því!" sagði hún og brosti, "en vesen er það samt...." ég bara skyldi ekki hvað konan var að tala um, ÉG?! aldrei vesen í kringum mig....  Halo

Svo liðu nokkrar vikur og vesenið byrjaði. Það byrjaði þannig að við höfðum áhyggjur af 14 1/2 árs gömlu tíkinni minni henni Pollýönnu.

Pollýanna og Vala 500

Pollýanna og Vala. 

Það er hræðilega erfið ákvörðun að ákveða hvort og þá hvenær á að grípa í taumana þegar dýr verða svona gömul og veik.Crying

Nú á meðan ég var/er ennþá að reyna að ákveða eitthvað, ... féll ég fyrir hvolpi, henni Dúfu minni.

Dúfa með snuddu 400

Dúfa með snuð, hver stenst þetta? 

Hún bara stal hjartanu mínu, hvað átti ég að gera? Allt í lagi með það, hún kom á heimilið og stokkaði upp goggunarröðinni hjá hundunum tveimur sem fyrir voru og köttunum 4 líka. Smá svona átök en allt í góðu og allt orðið rólegt eftir viku.

Þá..! fæddust 4 kettlingar hjá Eddu og Edda fór á hormónaflipp og réðst á Dúfu! Ekkert hættulegt en svona: "þú ert minnst og algjört peð"- fílingur.

Edda og kettlingarnir 4 2 500

Einhverra hluta vegna, sem við skyldum ekki þá, fór Alex (elsta kisumamman á heimilinu) líka á hormónaflipp! hmmm en ok, hún er mjög spes og á pillunni... GetLost  

Augun sem sjá 100

Í gærkvöldi tókum við eftir því að Alex "Lafði Alexandra" svona stundum, lá í barnavagninum með fimm ára gamla dóttur sína, Völu, á spena!  "What?!!!!!"

Alex med Völu á spena 4 1000

Alex með Völu á spena

Alex, sú hvíta og Vala sú svarta, eins og ying og yang í barnavagninum. Nema hvað um klukkutíma seinna var Vala farin og Alex komin á fullu með fæðingarhríðar! En.... hún átti sko ekkert að geta verið ólétt, á pillunni og alles! Nema hvað, við dóttir mín vorum alveg sannfærðar um að þá verði sko örugglega eitthvað að kettlingunum.

Við tókum hana úr vagninum hið snarasta og útbjuggum fæðingarbæli og sátum svo yfir henni og strukum henni og sögðum henni fallegar sögur til að róa hana. Loks eftir langa stund, fæddist einn kettlingur. Blautur og mjór og renglulegur og ég segi: "Guð, hann er ekki með neina framfætur!" Dóttirin skoðar vandlega líka, svo segir hún: "jú, allavega einn". "Jæja," segi ég, "hann getur allavega gengið ef hann er með þrjá fætur".  Svo allt í einu rýkur þetta litla blauta kríli af stað á öllum fjórum að næsta spena og byrjar að sjúga! !!! "Bíddu, hann er með fjóra fætur" segi ég eins og það sé alveg stórundarlegt. Allavega það var þá frábært. "En nær hann örugglega að sjúga? Ætli sé örugglega mjólk? "...... Það var eins og við værum vissar um að hann bara gæti ekki verið í lagi. Shocking

Mamman hún Alex, karraði kettlinginn sinn vel og vandlega og litla blauta mjóa renglan varð að þessum dásamlega fallega kettlingi! og hann er bara einn, sem þýðir að það eru bara 12 dýr á heimilinu í dag.

Alexson 1.dags 960

Litli nýji Alexson 

Hann verður örugglega mjög líkur mömmu sinni með svona smá snert af Seal Point Síams looki. Mamman hans er blönduð af því kyni.

Alex horfir til baka 1000

Alex hefðarmamma

 Þetta er sem sagt ég "ekki með vesen"...!

Ég er bara að taka því rólega og að einfalda líf mitt... eins og sjúkraþjálfarinn ráðlagði mér. Sigrún ertu nokkuð að lesa þetta? Tounge

 

 


Til hamingju Toshiki Toma!

"Fimmta árstíðin" er ný og fyrsta ljóðabók höfundarins Toshiki Toma. Ég fékk bókina í hendur í dag og er alveg kolfallin fyrir þessum fallegu einlægu ljóðum. Einkennum árstíðanna í náttúrunni og mannlífinu er lýst af svo mikilli næmni og tilfinningu.

Ég á strax eitt uppáhaldsljóð: "Fegurð í litskrúði" það er uppáhaldið mitt í dag en ég hef á tilfinningunni að ég eigi eftir að eiga mörg uppáhaldsljóð í þessari bók. MMmmmmmm... ætla að lesa meira.

Til hamingju Toshiki! Joyful


Játning

Ég játa hér með að ég er komin á fullan jólasnúning! Með jólatónlist glymjandi í stofunni og söngla með Helga Björns: ..."ef ég nenni..." Whistling

Það er svo margt sem minnir á jólin að það er ekki hægt annað en gleðjast og kveikja á kertum, leita í geymslunni og greiða úr jólaljósaflækjunni og reyna svo að ákveða hvort á að kaupa nýjar perur eða bara nýja seríu Tounge

Í gær héldum við stórfjölskyldan okkar árlega Jólaföndurdag. Það er alltaf rosagaman. Allir föndra eitthvað skemmtilegt saman og svo eru bakaðar og málaðar piparkökur. Alveg dásamlega gaman og allar fjórar kynslóðirnar í jólastemningu. Þetta setur árlega jólaaðventuna hjá okkur, þó hún byrji stundum viku fyrr en hin eiginlega aðventaWink

Svo er það kettlingafæðingin, það er líka soldið jólalegt að hafa nýtt líf í húsinu. Já, og svo litli hvolpurinn minn hún friðarDúfa. Annars var nú svolítið annað en jólalegt og friðsælt hérna í gærkvöldi. Það fór allt í hund og kött, gjörsamlega sauð uppúr allri þolinmæði dýranna og bara hreinlega slegist!Frown Það hafa þau bara aldrei gert fyrr! en með nýtt kettlingagot og nýjan hvolp og fólk á hlaupum út og suður. Það er kannski ekki hægt að búast við öðru. Hins vegar er allt fallið í ljúfan löð núna. Engin meiðsl nema .. huhumm  17 ára sonurinn minn er allur í skrámum á höndunum eftir að hafa sjatlað málin .... Woundering

Edda og kettlingarnir 4 2 1000

Þetta voru sko fæðingarhormónar og goggunarröðunarspenna í loftinu haha en þetta fylgir víst bara og allt í fínu í dag.  Nú er það bara syngjandi: "... litla saklausa jólabarn..." Whistling eins og í gamla daga.

Ég er að byrja að kenna litlu Emblu Sólinni minni að syngja jólalögin. Oh hún er sko algjör knúsa og hlustar og syngur svo með á sínu eigin tungumáli, ég held hún syngi nefnilega ennþá á englamáli. Halo

Já og svo enn eitt skemmtilegt! Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að hitta okkur fjöryrkjana á miðvikudaginn. Já, ég er sko ánægð með hana Jóhönnu, hún virðist vera alveg á fullu að lagfæra þau mál sem eru mest áríðandi í samfélaginu.

Og við höldum áfram að syngja jólalögin og nú sjást ljósin enn betur eftir að dimmdi: "... yfir fannhvíta jörð....  ... og kisa tiplar á tá..." syng ég nú hástöfum með Pálma,  já bara smá skammt af ímyndunarafli og allt er hvítt og jólalegt um að litast.

Njótið aðventunnar elskurnar Heart

 

 


Kettlingarnir fæddir:-)

Edda búin að gjóta!! Það fæddust tveir kettlingar, stórir og sterklegir, byrjuðu strax að sjúga kröftuglega og farnir að "mjálma" eða eiginlega tísta. Joyful

Ég held hún Edda litla ætli ekkert að hafa þá fleiri í þetta sinn. Ætli ég hafi truflað of snemma, þegar ég stóð þau að verki foreldrana hérna úti í garði? Tounge 

Edda og kettlingarnir 1 1000

Krúttin! Þeir eru næstum alveg eins og mamman en auðvitað hver með sínu móti. Þvílík krútt, ég er alveg að kafna í útsígútsíkrúsídúllukrúttukasti hahah InLove

Edda og kettlingarnir close up 1000

Náttúrulega flottustu kettlingar ever! JoyfulWink

 

Viðbót: ég var heldur fljót á mér, það eru fæddir tveir í viðbót: 4 !!! hver öðrum fallegri og krúttulegri og duglegri og...... JoyfulInLove

 


Litla stúlkan og heimilisstörfin

Laugardagur í dag og það þýðir þrifdagur eða er það ekki annars? Á mínu heimili hjálpast allir að...

Helgarþrifin 1000

... einbeittur sækósvipur á Dúfu. Það er eins gott fyrir hana að læra sem fyrst að skúra eftir sig. Ekki ætla ég að standa í þessu enda náði ég bara í myndavélina... Tounge

Helgarþrifin búin 1000

Æ, þetta var nú frekar erfitt, maður/hundur þarf nú bara að leggja sig eftir þessi ósköp.  

Embla og Dúfa knúsast 1000

En þetta var nú vel þess virði, maður/hundur fær svo gott knús á eftir. Joyful

Góða helgi elskurnar og reynið að setja einhvern duglegan í húsverkin Wink

 


Edda litla ólétta

Ennþá er hún Edda mín jafnmikil bumbulína. Ætlar þessi meðganga ekki að fara að taka enda? Ætlar hún að ganga með eins og fíllinn? eða er þetta bara óþolinmæði í mér? hmmm...Errm

Er hún ekki mikið krútt? Sjáið þið magann á henni? og svo iðar allur mallinn og gengur til, oh hvað ég er orðin spennt að sjá þau Joyful

Edda ólétt á borðstofuborðinu 1000
 
Það þarf að hvíla sig vel fyrir átökin sem framundan eru .... 

 

Edda ólétt á b andlit 1000

 ...og huga vel að hreinlætinu eins og venjulega. 

Hún fylgir mér hvert sem ég fer til að vera nú viss um mamma sé innan seilingar þegar að þessu kemur. Oft liggur hún í felum, sérstaklega ef mikill hasar er í hinum dýrunum eða gestir á staðnum en hún er alltaf þar sem hún heyrir í mér.  Hún Edda mín litla er að fara að gjóta í annað sinn, svo við höfum æfingu í þessu saman. WinkJoyful

 


Sólin skín og skottin litlu slaka á

"Sól, sól skín á mig...."  Yndislegur dagur! Dásamlegt þegar sólin lætur sjá sig og það annan daginn í röð!!! Þvílíkt dekur! Þessar myndir eru nú bara teknar út um stofugluggann en það þarf ekkert alltaf að fara langt til njóta dásemda lífsins Wink

Sólardagur 21. nóv 2007 1000

 

Sólardagur 21. nóv 2 1000

Við hérna mannfólkið og hin dýrin á heimilinu ætlum bara að slaka á í dag. Ég fór í ferð "alla leið" austur fyrir fjall í gær og ætla "alla leið" til Reykjavíkur á morgun, þannig að það er ágætt að slaka bara á í dag. 

Albus í slökun 1000

Albus er sérfræðingur í slökunarstellingum og frábær "yoga" kennari.

 

Dúfa í slökun 1000

Dúfa er strax búin að læra af honum JoyfulSleeping

Ætli maður saumi ekki bara aðeins í dag, gott að nota þessa fínu birtu sem skín hér inn um alla glugga.  "... sól, sól skín á mig, ...."

 


Fjöryrkjahittingur

Jæja, þá er yndislegur dagur að kveldi kominn. Í dag hitti ég fjöryrkjana frábæru í fyrsta skipti Smile Kannski mætti kalla okkur "Hinar fimm fræknu" LoL Við kynntumst í gegnum bloggið og svo hittumst við hjá Heiðu í Hveragerði í dag. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Alveg dásamlegar konur Joyful

Þegar leið á daginn og sólin fór að setjast beint fyrir framan stofugluggann þá þutum við Ingunn út með myndavélarnar. 

Sólarlag í Hveragerði 1000

Sólarlag í Hveragerði 2 588

Bendi ykkur á að kíkja á frábæru myndirnar hennar Ingunnar á blogginu hennar Cool

Og svo mynd af þeim fjórum fjöryrkjunum á kafi í undirskriftalistanum. Það þarf alltaf að fara yfir svona lista til að athuga að nöfnin séu í alvöru nöfn og svoleiðis LoL

Fjöryrkjar 1000

Ingunn, Heiða Björk, Ásdís og Arna, ég Ragga er svo á bakvið myndavélina sko Wink

Takk stelpur fyrir yndislegan dag og Heiða Björk innilegar hamingjuóskir með nýja dásamlega heimilið ykkar. Joyful  Knús og kveðjur elskurnar, sjáumst fljótlega aftur Joyful


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband