Hamingjan

Aðventan er svo yndislegur tími til að eyða með börnunum. Við "gömlu hjónin" fengum Embluna okkar, barnabarnið lánaða í gær sunnudag á meðan foreldrarnir voru að læra fyrir próf. Mikið var yndislegt að horfa á hana upplifa ljósin og hreifanlega dúkkujólasveina sem spiluðu, máluðu, klifruðu og elduðu mat í helli ofl. Tré með ljósum á og allskonar glingur og skemmtilegheit. Hún ljómaði barnið! og amman og afinn ekki síður Joyful

Hamingjan Embla Sól 1000

Mikið er maður ríkur! ég bara gat ekki haldið þessari hamingju inni, varð að hleypa henni út Joyful

Knús og kveðjur til ykkar bloggvinir mínir í jólaundirbúningnum. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já börnin eru spennt fyrir jólunum. Sonur minn er 7 ára og hann var að segja við mig áðan "ég vildi að jólin væru NÚNA". Þau eru alveg yndisleg þessi börn.

Linda litla, 3.12.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: halkatla

þetta er æðisleg bloggfærsla  takk fyrir

halkatla, 3.12.2007 kl. 19:44

3 identicon

Jedúddamía hvað maðuð eð dæduð!!

Ég skil vel að hamingjan fljóti út um allt þegar maður er með svona dúlluskott í kringum sig!  O hvað hún er sæt

Hafðu það gott Ragga mín

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 19:58

4 Smámynd: Toshiki Toma

En sætt..!!

Toshiki Toma, 3.12.2007 kl. 22:27

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið er hún falleg! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk takk kæru bloggvinir mínir. Já, hún er algjör hamingjubolti þessi litla krúttusól. með afar smitandi hamingjuútgeislun bara mátti til að reyna að smita hamingjunni áfram.

Góða nótt og dreymi ykkur fallega og hamingjuríka drauma.

Ragnhildur Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 00:33

7 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gleðin skín úr andlitinu á litlu dúlluni, hún er yndisleg.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.12.2007 kl. 22:35

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Almáttugur hvað hún Embla er yndisleg. Sveimér þá ég held hún beri svip af þér.  Hafðu það sem best elsku Ragga og vonandi hittumst við fljótlega. Kær kveðja til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband