Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
16.5.2008 | 14:15
Lífið í Græna litnum...
Ég er frekar löt að blogga þessa dagana enda hefur heilandi græni vorlitur Náttúrunnar, algjörlega tekið mig yfir. Stundum vegna þess að hann er svo yfirgnæfandi en stundum af því ég er að leita að honum...
Leitin/leiðin að græna litnum
Það er oft nauðsynlegt í lífinu að beygja sig niður til að sjá græna litinn...
... og fegurðina í hinu smáa og hógværa.
Það dugar ekki að standa og hreykja sér, þá getur farið illa...
... eins og hjá þessum trölla, hann dásamaði sjálfan sig í ljósinu ... aaaaðeins of lengi.
Í Heiðmörk rakst ég líka á góða og trygga vini sem búa saman í sátt og friði.
... þó ólíkir séu og þröngt um pláss.
Þar var líka par sem sýndi hvort öðru ást sína á fallegan og áhrifaríkan hátt.
Náttúran er óendanlega fögur í öllum sínum ólíku myndum. Hún er full af Lífi
og nýjum ævintýrum, hlýju, orku og félagskap.
Því megum við aldrei gleyma. Njótum Náttúrunnar og þess sem hún hefur að bjóða
en munum að hún ER heimili okkar og Móðir.
Gleðilegt sumar elskurnar, ég mun kíkja inn á bloggið annað slagið í sumar en kannski ekki segja margt í bili. Sendi ykkur Ljós og þakklæti fyrir samfylgdina í vetur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.5.2008 | 10:40
Pæling dagsins...
Það er hægt að sjá og horfa á svo margan hátt. Það er hægt að horfa og horfa en sjá ekki neitt. Svo er hægt að horfa á þann sem horfir og sjá allt annað en sá sem virkilega er að sjá...
Svo er hægt að sjá.... eiginlega ekkert, þó maður horfi og jafnvel sjái ......
Sjá myrkur eða ljós, neikvætt eða jákvætt, svart/ hvítt eða í lit.
Fer það ekki eftir skapinu í manni sjálfum hvert maður horfir og hvað maður sér?
Svo er hægt að horfa út á við og horfa inn á við. Horfa á speglun ljóss eða beint í ljósið.
Svo þegar maður hefur horft og séð, notið og velt sér upp úr fegurð eða ljótleika, allt eftir því hvað maður sá. Já, þá er gott að leggja sig bara og horfa inn í draumheima.
Sofa fast og ferðast langt inn í draumalandið.
Þar er stundum hægt að sjá ýmislegt skemmtilegt, leiðinlegt, skrítið og jafnvel afar athyglisvert....
En ef maður ætlar virkilega að sjá hlutina eins og þeir eru, þá er betra að vera vakandi og opna gluggann...
Kíkja út, í alvöru og leyfa barninu að sjá ...
.... hvað er þarna úti? Þorum við að horfa lengra? Sjá það sem aðrir sjá? Horfa með opnum augum og taka á móti Lífinu?
Þorum við að sjá allt sem hægt er að sjá, sjá Lífið? Þorum við að horfa út fyrir okkar lóðamörk, okkar þægindasvæði? Hvað er þar? Kannski er það eitthvað skemmtilegt, jafnvel fallegt eða gott. Eða er það bara örugglega vont ...? og betra að vera ekkert að skoða einhverja óvissu?
Við munum aldrei vita hvað er handan girðingar, ef við þorum ekki að horfa á og sjá það sem er utan okkar garðs, okkar venjulega öryggissvæðis. Er eitthvað þar? Kannski ekki, ekkert sem vert er að sjá..... eða hvað?
Hver er þetta? Hvaðan kemur hann? Er hann ímyndun?
Hann er allt öðru vísi en við... eða er það ekki???
Lífið fær prik dagsins... og prik allra daga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.5.2008 | 14:24
Prik dagsins, fimmtudagur :-)
Prik dagsins í gær fór ekki inn á bloggið mitt heldur eingöngu til viðkomandi aðila persónulega
En í dag sendi ég prik dagsins til Jóhönnu Sigurðardóttur, hún er náttúrulega alveg frábær ráðherra með hjartað á réttum stað. Það er mikil ábyrgð og mikið starf sem hún á fyrir höndum og er að sinna. Jóhanna, þú ert frábær! við treystum á þig og sendum þér prik fyrir ýmis vel unnin störf.
Þessa mynd tók "Linda litla" bloggvinkona, þegar við Fjöryrkjar fórum að afhenda Jóhönnu undirskriftalista í vetur.
Prik á Lindu fyrir myndina
Svo langar mig að gefa Dýraspítalanum í Garðabæ prik. Ég hef haft mikið af þeim að segja undanfarið með öll mín dýr. Þau eru algjörir englar! Hanna, Björn og þið öll, þið eruð frábær
Og dýrin mín líka fyrir að vera svona yndisleg
Og þið öll bloggvinir og aðrir lesara, prik til ykkar fyrir að vera til.
Bloggar | Breytt 9.5.2008 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 22:28
Prik dagsins, þriðjudags :-)
Prik dagsins ætla ég að tileinka yndislegri konu sem ég heimsótti í hádeginu í dag. Það var dásamleg heimsókn sem skilur mikið eftir sig í sálinni minni. Takk Erla
Ég fór í Melabúðina í fyrsta skipti á ævinni í dag. Þar var ung afgreiðslustúlka á kassanum sem var svo jákvæð og geislaði af sér gleði og hlýjum hug. Hún gaf mér bros sem ég fór með út og gaf áfram. Svona viðmót skiptir máli í daglegu lífi. Við ættum öll að muna að brosa og gefa af okkur jákvæðni. Það er smitandi
Þessar tvær fá prik frá mér í dag. takk fyrir mig
Himininn brosir líka sínu himneska brosi. Stundum er skýjað og við sjáum það ekki en brosið er þarna, bara hulið í augnablikinu ...
Bloggar | Breytt 9.5.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2008 | 18:14
Júlli Júll fær prik dagsins
Prik dagsins fer náttúrulega til Júlíus Júlíusson juljul.blog.is, sem kom af stað "priki dagsins." Þú ert bara yndislegur Júlli
Fegurð himinsins og fegurð jarðarinnar, stundum tekst mannfólkinu að fegra í kringum sig líka. Eitt bros getur haft mikil áhrif á allt og alla í kringum okkur. Skoðum sjálf hvort við gefum ekki örugglega fegurð frá okkur daglega og munum að þakka öðrum fyrir þeirra fegurð til lífsins.
Sjá færslu Júlíusar Dalvíkingsins hjartaljúfa juljul.blog.is þar sem hann kynnir prikavikuna. Þú ert frábær Júlli!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2008 | 19:11
Að rækta garðinn sinn með góðri aðstoð
Móðir Jörð og Himneskur Faðir
Það eru engar ýkjur að það er mikill dagamunur á gróðrinum. Ég fer út í garð nokkrum sinnum á dag til að spjalla við plönturnar og álfana þeirra. Við ræðum hvernig best er að haga sér við ræktunarstörfin. Sem betur fer á ég svo frábæra nágranna sem eru ekkert að kippa sér upp við skrítnu konuna sem talar meira við kisur, álfa og blóm en mannfólkið
Ég safna rósarunnum og á orðið einar 12 plöntur, hver annarri fallegri. Þetta er hengirós og var dásamlega falleg í fyrrasumar og ætlar greinilega að byrja vel núna.
Kirsuberjatréð mitt, það fær sérstaklega mikið spjall frá mér. Ég bara get ekki beðið með að sjá hvort það blómstrar eins og "því er ætlað". Lofar allavega góðu, ekki satt? Sjáið þið köngulóarvefinn á efri greinum trésins? Köngulóin lofar að sjá um óæskilega gesti og fær í staðin góðan útsýnisstað í garðinum.
Edda mín er mjög áhugasöm um vöxt og viðgang gróðursins í garðinum. Hún er líka í stöðugum samtölum við gróðurálfana.
Himnafaðirinn sendir okkur bæði sólargeisla og regn til að hjálpa Móður Jörð að rækta sín bros; blóm jarðar.
Er ekki vorLífið yndislegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)