Pæling dagsins...

Það er hægt að sjá og horfa á svo margan hátt. Það er hægt að horfa og horfa en sjá ekki neitt. Svo er hægt að horfa á þann sem horfir og sjá allt annað en sá sem virkilega er að sjá...Sideways

horft-eða-er-horft

horft-en-hvað-sjáum-við

Svo er hægt að sjá.... eiginlega ekkert, þó maður horfi og jafnvel sjái ......

Sjá myrkur eða ljós, neikvætt eða jákvætt, svart/ hvítt eða í lit.

Horft

Fer það ekki eftir skapinu í manni sjálfum hvert maður horfir og hvað maður sér?

Horft-út-og-inn

Svo er hægt að horfa út á við og horfa inn á við.  Horfa á speglun ljóss eða beint í ljósið.

Svo þegar maður hefur horft og séð, notið og velt sér upp úr fegurð eða ljótleika, allt eftir því hvað maður sá. Já, þá er gott að leggja sig bara og horfa inn í draumheima.

Magni-að-hvíla-sig

Sofa fast og ferðast langt inn í draumalandið. 

Magni-sefur-á-húfu

Þar er stundum hægt að sjá ýmislegt skemmtilegt, leiðinlegt, skrítið og jafnvel afar athyglisvert....  

Vala horfir a heiminn 1000

En ef maður ætlar virkilega að sjá hlutina eins og þeir eru, þá er betra að vera vakandi og opna gluggann...

Magni-litli-fylgist-með-100

Kíkja út, í alvöru og leyfa barninu að sjá ... 

Magni-litli-í-glugganum

 .... hvað er þarna úti? Þorum við að horfa lengra? Sjá það sem aðrir sjá? Horfa með opnum augum og taka á móti Lífinu?

Þorum við að sjá allt sem hægt er að sjá, sjá Lífið? Þorum við að horfa út fyrir okkar lóðamörk, okkar þægindasvæði? Hvað er þar? Kannski er það eitthvað skemmtilegt, jafnvel fallegt eða gott. Eða er það bara örugglega vont ...? og betra að vera ekkert að skoða einhverja óvissu?

Við munum aldrei vita hvað er handan girðingar, ef við þorum ekki að horfa á og sjá það sem er utan okkar garðs, okkar venjulega öryggissvæðis. Er eitthvað þar? Kannski ekki, ekkert sem vert er að sjá..... eða hvað?

 

horft-út-fyrir-lóðamörk

Hver er þetta? Hvaðan kemur hann? Er hann ímyndun?

Hann er allt öðru vísi en við... eða er það ekki???

 Lífið fær prik dagsins... og prik allra daga Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla, skemmtileg pæling, það sem maður sér og ekki sér, og hvað allt skýrist þegar maður sér.  Knús á þig inn í daginn, og takk fyrir skemmtilegar myndir Ragnhildur mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta eru nú meiri krúttin

Bestu kveðjur til þín og þinna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.5.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

EInstaklega falleg færsla elsku Ragga.  Mikið eru myndirnar líka fallegar, ég er svo rosalega skotin í litla kútnum, kysstu hann frá mér.  Kær kveðja og njóttu helgarinnar  Mother's Day Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mikið er þetta falleg færsla og skemmtilegar myndir. Óska þér og þínum góðrar Hvítasunnuhelgar.

Svava frá Strandbergi , 10.5.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Kærar þakkir Ásthildur, Greta, Ásdís og Guðný Svava. Ásdís, alveg á hreinu, ég kyssi hann sko frá þér  

Góða helgi allar saman

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 10:11

6 Smámynd: Linda litla

Ef að einvher á skilið pril, þá ert það þú Ragga. Fyrir þessar skemtilegu myndir, það er svo gaman að skoða myndirnar þínar.

Linda litla, 11.5.2008 kl. 03:17

7 identicon

Yndisleg færsla hjá þér, þægileg og hugvekjandi.  Takk fyrir þetta Ragga mín, fékk mig virkilega til að hugsa.  Nú er ég alvarlega að velta fyrir mér að fara út fyrir lóðamörkin í dag, algjörlega grínlaust.  Eigðu ofsalega góðan dag

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:52

8 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndislegar myndir og yndislegar pælingar!

Takk eins og alltaf

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:31

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Einstaklega vel skrifað hjá þér og skemmtilegt hvernig þú tengir myndirnar við pælinguna. Þetta eru orð að sönnu  Takk fyrir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband