Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
24.4.2008 | 12:22
Bros...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.4.2008 | 00:06
Gleðilegt sumar :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 11:01
Vetur verður vor verður sumar...
Ég get ekki sagt að ég kveðji þennan vetur með söknuði. Nei, hann hefur verið erfiður á ýmsa vegu en þess betra að taka við vorinu og já.... á morgun heitir það Sumar, hvað sem veðurguðunum finnst um það.
Veturinn á líka sínar fallegu hliðar, því verður aldrei neitað. Þessi einstaka bláa birta og hljóða kyrrð sem fylgir snjóþöktum trjánum.
Það komu þó þeir tímar þennan veturinn, þegar gott var að geta lyft sér yfir dagsins argaþras. Horfa yfir og sjá Lífið í heild sinni. Allt hefur sinn tilgang og ekkert er yfir það hafið eða það lítilvægt að ekki sé hægt að læra af því, ... ef við viljum taka á móti.
Og svo, birtir og vorið er komið. Þá fara litlir og magnaðir kisustrákar af stað að rannsaka heiminn.
Það er margt að sjá og skoða á vorin, það finnst Magna Víkingakisa en það er gott að hafa Völu móðursystur með sér, svona til halds og trausts. Við sáum að sumar plöntur er fyrr "á fætur" en aðrar, á vorin.
Og það er hægt að fara með Alexi ömmu alla leið inn í næsta garð að rannsaka! Þar er grasið grænt, ég komst að því...
... og runninn farinn að bruma. Já, já, allt á réttri leið.
Uppáhaldsfrændinn flutti aftur heim. Hann Engill er engum líkur, er þetta gamall galdrakarl sem kíkir út um augun hans?
Hann Magni litli er ánægður að fá Engil heim aftur. Þeir leika saman alla daga, borða saman og kúra stundum saman.
En það eru ekki allir jafnánægðir með endurkomu Engils. Sumum finnst að það þurfi að vinna sér inn vináttu og jafnvel með fyrirhöfn, eins og til dæmis harðvítugri störukeppni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.4.2008 | 22:19
Snöggir og öruggir
Ég má til með að hrósa viðbragðsflýti lögreglu, reykkafara, slökkviliðs og sjúkrabíla. Ég bý þarna rétt hjá og fylgdist með hversu frábærlega fljótir og öruggir allir voru í að ganga í málið og klára það. Ég held það hafi varla tekið nema 15 mínútur frá því var hringt í 112 (konan sem hringdi sagði að löggan hefði verið mætt innan við mínútu seinna!) og þar til búið var að ganga úr skugga um að enginn var inni og búið að slökkva eldinn. Fumlaust og öruggt.
Frábært hjá ykkur!!
Eldur í húsi í Skúlaskeiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2008 | 13:58
Vorið er komið...
Ég sá það í gær og ég sé það í dag. Það breytir engu þó að kólni eða blási, það er samt komið vor.
Í vorinu er gott að setjast niður, láta nýja ferska vinda blása um hugann. Hreinsa út vetrardrungann og hleypa inn nýjum straumum. Teygja sig til himins og breiða út faðminn á móti sólinni, hlýju og nýrri byrjun. Hrista vængina, teygja þá og stilla fyrir hið andlega flug vorsins. Það eru tímamót, vorið er nýtt upphaf.
Skaparinn er af miklum krafti að vekja Móður jörð til lífsins eftir svefn og hvíld vetrarins, hér á norðurhveli. Á hverjum degi má sjá ummerki sköpunar, hinnar stöðugu sköpunar lífsins. Blómálfar, trjáverur, englar og aðrir vættir á fleygiferð, syngjandi vorsöngva í kór með hinum nýkomnu fuglum norræna sumarsins. Þessir yndislegu fuglar sem leggja á sig langa ferð til að vera með okkur á hinum löngu björtu sumardögum.
Vor..... vor er svo magnað orð. Það felur í sér svo margt, þetta litla orð. Ný byrjun, von, loforð um bjartari tíma, söng, liti, hlýju, fjölbreytileika, fegurð og Líf.
Já það er komið vor. Vor í Náttúrunni, vor í hjarta og huga, vor í sálinni, já, það er komið vor.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 19:24
Myndlist, lóa og montin amma
Aldeilis frábær helgi að líða. Við fórum á sýningu 50 Hafnfirskra listamanna í Hafnarborg. Virkilega skemmtilegt (og svo þekkir maður helming þeirra ) Eftir það fórum við að skoða frábæra sýningu hjá Guðný Svövu bloggvinkonu minni. Sýningin er í Geysishúsinu við Aðalstræti Rvík. Það er svo skemmtilegt að sjá myndirnar "í real life" eftir að hafa séð sumar þeirra á bloggi listakonunnar. Og svo hitti ég Guðný Svövu sjálfa og Katrínu Snæhólm sem líka er bloggvinkona, í fyrsta skipti. Þetta bloggsamfélag er svo magnað og að hitta svo fólkið augliti til auglitis er BARA skemmtilegt Takk stelpur, sjáumst vonandi aftur. Guðný Svava, til hamingju með sýninguna þína, hún er æði!
Þessi helgi hefur verið alveg meiriháttar yndisleg. Við gömlu vorum að passa yndislegasta barnabarn ever, á meðan foreldrarnir voru að læra fyrir próf og klára verkefni. Það fylgir víst vorinu líka, þessi próf. Við Lalli afi fórum á Víðistaðatúnið með Embluna og hundana að leyfa þeim öllum að hlaupa. Þar hittum við Lóuna sem var komin, alein á túnið. Hún beið og leyfði okkur að koma ansi nálægt sér áður en hún flaug upp. Það er eitthvað sem gerist innra með manni á vorin á sjá fyrstu lóuna.
Það var þvílíkt gaman að hlaupa og dansa um á þessu stóra túni.
Lalli afi að laga ermina. Víðistaðakirkja í baksýn, þar vorum við fyrstu brúðhjónin sem voru gefin saman í kirkjunni. Allt hálfklárað innandyra nema stóra freskan ..og við
Hundarnir voru náttúrulega snillingar að gera fuglafit úr böndunum sínum
Í gær keyptum við handa prinsessunni tjald. Afi og Embla hjálpuðust að að tjalda því í stofunni á meðan amman var að dútla í garðinum, tala við rósirnar og telja þær á að kíkja út. Það sem hún fær út úr þessu tjaldi, það er alveg magnað.
Hún sat þarna inni og las fyrir bangsa og dúkkuna.
Svo þurfti hún náttúrulega að hekla eins og amma. Þegar ég spurði hvað hún væri að gera, kom löng ræða á engla-ísku sem endaði á "amma". Sjáiði einbeitinguna?!
Hún er þreytt og ánægð eftir góða helgi þessi litla stúlka. Og ekki eru afi og amma síður ánægð. Hér er litla prinsessan í nýju fötunum sem amman var að klára (ok, smá mont, I know) En hún er auðvitað aðalkrúttið alveg sama í hverju hún er, þessi litla krúttuprinsessa (sagði montna amman...)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2008 | 11:56
Myrkrið og Ljósið
Vindurinn gnauðar, liðirnir æpa og vöðvarnir stífna og linast í máttleysi til skiptis. Vorið sem var, er farið, hvenær kemur það aftur, kemur það ekki örugglega aftur? Það varð allt svo dimmt og kalt og þreytt, allt í einu.
Í myrkrinu tók ég eftir hulunni sem aðskilur myrkur og ljós. Það lýsti dauflega í gegn, eins og örlítil von. Ég teygði mig fram og dró huluna frá og þar fyrir utan .... er Ljós.
Augu hjartans sjá í Ljósinu fagran dans trjánna hinum megin götunnar. Hinir nýkomnu mávar láta sig svífa á uppstreymi, fljóta áfram eins lauf á ánni. Þeir brosa og teygja úr vængjunum, fljúga aftur kringum háu grenitrén.
Ætli þeir séu að segja fréttir frá suðurlöndum? Kannski finnst trjánum sem eru hér föst og staðbundin, gaman að heyra af ævintýrum frá fjarlægum slóðum.
Ég get ekki betur séð en að trén dansi enn hraðar og jafnvel með kómískum sveigjum og glettni. Þetta hefur verið skemmtileg saga hjá mávunum.
Það er bjart og allt er baðað fögru hlýju brosandi Ljósi.
Bloggar | Breytt 18.4.2008 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.4.2008 | 00:59
Krútt systkin
Smá krúttsaga fyrir svefninn. Eins hjá öllum góðum "systkinum" er það stóra systir sem stjórnar... Dúfa er engin undantekning þegar kemur að Magna litla bróður.
Dúfa og Magni sátu saman að horfa á sjónvarpið.
"Svona, svona" sagði Dúfa stórasystir "og þvo sér á bakvið eyrun". "Æji, ég get alveg gert´etta sjálfur".
"Svona og undir handarkrikana" , "Oooohhh ég er alveg hreinn" tuðar Magni.
"Ok, nú er ég orðinn hreinn", segir Magni "... annars er þetta nú bara notó"
"Og svo góða nótt krúttið mitt" "Góða nótt stóra systir ... knúsí knús og sofðu vel"
"Ah hvað maður er hreinn og fínn núna, og alveg tilbúinn að fara að sofa"
"Hann Magni litli er sko heppin að eiga svona duglega stóru systur"
Góða nótt og dreymi ykkur fallega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.4.2008 | 23:25
Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir "Barnið"
Ég var að koma úr litla leikhúsi Leikfélags Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskólahúsinu. Það var frumsýning á leikritinu "Barnið" ("The play about the baby" ) eftir Edward Albee. Algjörlega frábær sýning!! Leikurinn er frábær, leikstjórnin snilld, leikmynd og búningar ótrúlega einfalt og effektivt.
ok, ok, ég er smá hlutdræg (Lárus eiginmaðurinn leikstýrir ...) en samt, alveg frábær uppsetning!, óvenjulegt, absurd og skilur mann eftir með fuuuuuulllt af pælingum og það er svo gott.
Metnaðurinn í þessu litla leikfélagi er magnaður og tilraunastarfsemin sem þarna hefur farið fram síðustu ár,væri hinum stærri leikhúsum til eftirbreytni Það sem þeim tekst að gera með lítinn pening og lítið leikhús, það er ótrúlegt. Leikfélag Hafnarfjarðar geymir mikinn fjársjóð sem vert væri að fleiri fengju að sjá. Lárus minn og þið öll sem standið að félaginu, þetta er bara snilld! Til hamingju!
Í dag fórum við Lárus í okkar árlegu ferð út á Álftanes að "leita að vorinu". Við fundum mjög ákveðnar vísbendingar um að vorið er að koma!!! Farfuglarnir, farfuglarnir, þeir koma með vorið að sunnan, og í dag voru þeir mættir á Álftanesið
Lárus í fjörugöngu með Dúfuna, gengur á móts við ljósið.
Farfuglarnir eru að mæta hver á fætur öðrum! Besti tími ársins!!
Margæsir að matast og hvílast á miðri leið yfir Atlantshafið. Yndislegt að sjá þessa fallegu fugla mæta hundruðum saman á Álftanesið á hverju ári. Þá, semsagt NÚNA er vorið að koma!
Margæsirnar í nærmynd við Hliðsnesfjöru.
Keilir, fallega fjallið okkar, útvörður í vestur. Krummi situr þarna á steini í fjörunni og hafði mikið að segja... eins og venjulega.
Til hamingju Lalli!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2008 | 10:36
Sólskinsdagur
Mér var bent á það um daginn að ég setti næstum eingöngu myndir af fjórfættu fjölskyldumeðlimunum hérna inn, eins og ég ætti bara ekki tvífætta fjölskyldu líka! Svo nú ætla ég að bæta aðeins úr því. Ég nefnilega á svo dásamleg börn að það er eiginlega skandall að ég skyldi ekki monta mig af þeim fyrr
Yngsti sonur minn á afmæli í dag 18 ára!! Til hamingju yndislegi stóri dásamlegi fullorðni drengurinn minn!! Þar sem hann er frekar lítið fyrir myndatökur og myndsýningar af sér, set ég mynd af hundinum hans í staðinn.... þetta er semsagt Punktur Ástráðsson
Það er svona með sumar stjörnur, þeir hafa "stand-ins" í myndatökum sko
En hér eru myndir af hinum tveimur börnunum mínum og þeirra fylgikrúttum.
Elsti sonurinn, frumburðurinn minn hann Ragnar og Anna kærastan hans á leið í fermingarveislu
Og "Litla familían" mín af neðri hæðinni að koma úr fermingarveislu. Dótturdóttir mín Embla Sól að syngja "góðan daginn, daginn, daginn..." og pota í nefið á mömmu sín. Pabbi hennar, hann Smári og Sirrý Margrét dóttir mín.
Í dag eru öll börnin mín uppkomin, það er visst skref að ganga í gegnum, eins og fyrsti skóladagur, fyrsta ferming, síðasta fermingin. Og nú eru þau öll fullorðin..... er ég þá orðin gömul ... ? Það er ágætt, mér líst vel á að vera "gömul". Það er yndisleg Guðsgjöf að fá að "eiga" svona góð og dásamleg börn og tengdabörn og yndislegt barnabarn. Öll í nánum samskiptum við okkur og hvert annað. Ég held það sé ekki hægt að hugsa sér betri lífsgæði.
Góður Guð, takk fyrir gott líf Mér finnst ég dekruð af Himnaföðurnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)