Sólskinsdagur

Mér var bent á það um daginn að ég setti næstum eingöngu myndir af fjórfættu fjölskyldumeðlimunum hérna inn, eins og ég ætti bara ekki tvífætta fjölskyldu líka!Blush Svo nú ætla ég að bæta aðeins úr því. Ég nefnilega á svo dásamleg börn að það er eiginlega skandall að ég skyldi ekki monta mig af þeim fyrr Wink Halo

Yngsti sonur minn á afmæli í dag 18 ára!! Til hamingju yndislegi stóri dásamlegi fullorðni drengurinn minn!!HeartKissing Þar sem hann er frekar lítið fyrir myndatökur og myndsýningar af sér, set ég mynd af hundinum hans í staðinn....Tounge þetta er semsagt Punktur Ástráðsson

Punktur

Það er svona með sumar stjörnur, þeir hafa "stand-ins" í myndatökum sko Wink

En hér eru myndir af hinum tveimur börnunum mínum og þeirra fylgikrúttum. 

Ragnar-og-Anna-1000

Elsti sonurinn, frumburðurinn minn hann Ragnar og Anna kærastan hans á leið í fermingarveislu Joyful  

Litla-familían-1000

 Og "Litla familían" mín af neðri hæðinni að koma úr fermingarveislu. Dótturdóttir mín Embla Sól að syngja "góðan daginn, daginn, daginn..." og pota í nefið á mömmu sín. Pabbi hennar, hann Smári og Sirrý Margrét dóttir mín. 

Í dag eru öll börnin mín uppkomin, það er visst skref að ganga í gegnum, eins og fyrsti skóladagur, fyrsta ferming, síðasta fermingin. Og nú eru þau öll fullorðin..... er ég þá orðin gömul ... ? Það er ágætt, mér líst vel á að vera "gömul". Það er yndisleg Guðsgjöf að fá að "eiga" svona góð og dásamleg börn og tengdabörn og yndislegt barnabarn. Öll í nánum samskiptum við okkur og hvert annað. Ég held það sé ekki hægt að hugsa sér betri lífsgæði. 

Góður Guð, takk fyrir gott líf Halo  Mér finnst ég dekruð af Himnaföðurnum. Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ef allt gengur svona sæmilega í lífinu,börnin í góðum gír þá hefur Himnafaðirinn gert sitt starf.Góð hugleiðing hjá þér Ragga. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.4.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Linda litla

Ég er eins og þú.... ég er alltaf að setja inn myndir að strákunum mínum(kisunum) held að ég seti miklu oftar inn myndir af þeim heldur en mínum eigin börnum. Ótrúlegt....

Linda litla, 10.4.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Ragga, hjartanlega til hamingju með soninn. Þú ert alveg ferlega rík, átt yndislega falleg börn, barnabarn og öll dýrin líka. Eigðu yndislegan dagKær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 10.4.2008 kl. 12:26

4 identicon

Til hamingju með drenginn þinn  Núna þarf hann ekkert lengur að bera hlutina undir mömmu og svona....hmmm.....jú, hættir maður því nokkurn tíma?

Mér brá dálítið....er hann Ragnar sonur þinn?!  Við vorum saman á námskeiði hjá Casting fyrir um áratug....Hann sýndi ótvíræða hæfileika þá!  Gaman að þessu   Eigðu góðan dag í þessu yndislega veðri

Kveðja, Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:06

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk takk takk stelpur

María Anna, já Himnafaðirinn hefur sannarlega gert vel.

Linda, maður setur inn einhverjar fyndnar sögur eða djúpar pælingar. Ég var ekkert að spá í samhenginu í þessu fyrr en einhver spurði mig hvar mannfólkið mitt væri

Ingunn, já mér finnst ég þvílíkt rík og lánsöm.

Guðrún Arna, afmælisbarnið gat allavega ákveðið að vilja ekki mynd af sér á bloggið sko   Fyndið hvað þetta er lítil þjóð, þekkirðu Ragnar? haha auðvitað.

Takk kæru bloggvinkonur, þið eruð yndislegar

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar yndislegu myndir Ragnhildur mín.  Þú er rík, eins og ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:41

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já Ásthildur það erum við svo sannarlega

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Til hamingju með alla þína stóru fjölskyldu, tvífætta sem fjórfætta

Þú ert rík kona!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Toshiki Toma

Innilega til hamingju með strákinn þinn! 
Þegar ég sé fallegar myndir ykkar fjölskyludunnar, smitast gleði til mín líka.
Takk fyrir þetta !!

Toshiki Toma, 12.4.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband