Myndlist, lóa og montin amma

Aldeilis frábær helgi að líða. Við fórum á sýningu 50 Hafnfirskra listamanna í Hafnarborg. Virkilega skemmtilegt (og svo þekkir maður helming þeirra Wink) Eftir það fórum við að skoða frábæra sýningu hjá Guðný Svövu bloggvinkonu minni. Sýningin er í Geysishúsinu við Aðalstræti Rvík. Það er svo skemmtilegt að sjá myndirnar "í real life" eftir að hafa séð sumar þeirra á bloggi listakonunnar. Og svo hitti ég Guðný Svövu sjálfa og Katrínu Snæhólm sem líka er bloggvinkona, í fyrsta skipti. Þetta bloggsamfélag er svo magnað og að hitta svo fólkið augliti til auglitis er BARA skemmtilegt Joyful Takk stelpur, sjáumst vonandi aftur. Guðný Svava, til hamingju með sýninguna þína, hún er æði! Smile

Lóan-á-Víðistaðatúni

Þessi helgi hefur verið alveg meiriháttar yndisleg. Við gömlu vorum að passa yndislegasta barnabarn ever, á meðan foreldrarnir voru að læra fyrir próf og klára verkefni. Það fylgir víst vorinu líka, þessi próf. Við Lalli afi fórum á Víðistaðatúnið með Embluna og hundana að leyfa þeim öllum að hlaupa. Þar hittum við Lóuna sem var komin, alein á túnið. Hún beið og leyfði okkur að koma ansi nálægt sér áður en hún flaug upp. Það er eitthvað sem gerist innra með manni á vorin á sjá fyrstu lóuna. Joyful

Embla-í-slánni-1

Það var þvílíkt gaman að hlaupa og dansa um á þessu stóra túni.

Afi,-Embla-og-Dúfa

Lalli afi að laga ermina. Víðistaðakirkja í baksýn, þar vorum við fyrstu brúðhjónin sem voru gefin saman í kirkjunni. Allt hálfklárað innandyra nema stóra freskan ..og við Wink

Hundarnir voru náttúrulega snillingar að gera fuglafit úr böndunum sínum Tounge

Embla-í-nýja-kjólnum-í-tjal

Í gær keyptum við handa prinsessunni tjald. Afi og Embla hjálpuðust að að tjalda því í stofunni á meðan amman var að dútla í garðinum, tala við rósirnar og telja þær á að kíkja út. Það sem hún fær út úr þessu tjaldi, það er alveg magnað.

Embla-með-bangsann--2-í-tja

Hún sat þarna inni og las fyrir bangsa og dúkkuna. 

Embla-handavinnustúlka-1

Svo þurfti hún náttúrulega að hekla eins og amma. Þegar ég spurði hvað hún væri að gera, kom löng ræða á engla-ísku sem endaði á "amma". Wink Sjáiði einbeitinguna?!

Embla-í-nýju-fötunum

Hún er þreytt og ánægð eftir góða helgi þessi litla stúlka. Og ekki eru afi og amma síður ánægð. InLove Hér er litla prinsessan í nýju fötunum sem amman var að klára (ok, smá mont, I know)Wink En hún er auðvitað aðalkrúttið alveg sama í hverju hún er, þessi litla krúttuprinsessa Joyful (sagði montna amman...)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ekta krúttfærsla hjá þér Ragga, yndislegt barnabarn. Þú ert greinilega algkör snillingur í höndunum. Fötin eru ofsalega falleg.

Linda litla, 20.4.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg lítil skotta, það hefur verið gaman hjá ykkur afa og dýrunum.  Ég fór líka á sýninguna en hef verið farin þegar þú komst.  Flott sýning.  Eigðu ljúfa viku elsku Ragga mín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir, Linda og Ásdís, já þetta var krúttlega góð helgi.

Hafið það gott elskurnar

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Elsku Ragga, æðisleg færsla og myndir  hjá þér eins og alltaf. Falleg fötin sem prinsessan er í, þú mátt alveg vera montin. Greinilega yndislega helgi í Hafnarfirðinum, kær kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk innilega Ingunn. Já þetta var góð helgi eins og allir dagar í kringum englabarnið

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband