Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sumar og vetur berjast um yfirráðin

Síðasta bloggfærslan mín fjallaði um hamingjusólardag. Í morgun snjóaði hinsvegar! Maður ætti svosem ekkert að verða hissa á því. Kettirnir mínir horfðu út um gluggann í morgun og litu síðan ásökunaraugum á mig! eins og ég geti eitthvað breytt veðrinu! 

Þessi litli blettur sem ég sé af Esjunni héðan úr eldhúsinu mínu, er alhvítur. Það er auðvitað mjög fallegt en ekkert voða sumarlegt .....   Það er samt eitt gott við svona daga, maður veit að þeir eiga eftir að breytast Wink  Sólin og sumarið kemur aftur og kettirnir verða glaðir á ný. Smile  Annars eru þeir svosem aldrei fúlir lengi, þeir hlaupa hér um allt hús á eftir hvor öðrum.... kannski helst að það trufli hádegislúr hundanna.... æ, það er vandlifað í henni veröld Tounge

En rétt á meðan ég var að skrifa þetta, þá kom sólin fram úr skýjunum. Og gleðin með. Ég heyri meira að segja fuglasöng úr nálægu tré. Já, sumarið fór ekkert, það tók bara smápásu. Joyful

 


Sólin skín og lífið er yndislegt

Sólin skín í heiði ... og Hellisgerði, fuglarnir syngja og börnin leika sér úti. Lífið verður bara ekki mikið dásamlegra en á svona dögum. Maður trúir því að allt geti alltaf verið gott. Bóndinn að slá blettinn, fuglarnir hinkra aðeins á meðan hávaðinn gengur yfir, það verður nú ekki lengi, ekki er grasbletturinn það stór Wink  Svo er það bara ís og barnabarnið, engillinn okkar, að skoða græna grasið og handfjatla það í fyrsta skipti á ævinni. Það er undursamlegt að uppgötva lífið uppá nýtt í gegnum undrunaraugu litla engilsins. Allt er nýtt, allt er ferskt og spennandi. Hundsskottið sem sveiflast til og frá í hamingju sinni, kötturinn sem slær sínu skotti í grasið og gefur frá sér undarleg hljóð, þar sem hann fylgist með hunangsflugu fljúga á milli blómanna. Starrarnir á þakinu sem herma eftir söng þrastanna og auðnutittlinganna í Hellisgerði. Nágrannarnir bjóða góðan daginn og kaffið er sterkt, gott og nýmalað. 

Lífið er yndislegt Joyful


Ákall til Ingibjargar

Jæja, stóriðjustjórnin loksins búin að viðurkenna að hún er fallin. Það var sko gott mál. En... nú er það spurninging: fáum við nýja stóriðjustjórn í staðin? Ingibjörg Sólrún, plííííss vandaðu valið í "kaupunum". Ekki selja landið okkar fyrir "mjúkan stól".

Þjóðin stendur á öndinni og bíður næstu frétta, sendum jákvæðar hugsanir til þeirra sem öllu ráða eins og er. Stöndum með landinu okkar og þjóðinni. Ingibjörg: hugsaðu um framtíðina, börnin okkar og landið þeirra. 

 

Sjá áríðandi skilaboð: www.islandshreyfingin.is 

 


Líf eftir kosningar?

Já, ég held það nú! Íslandshreyfinging  - Lifandi land, rétt að byrja. Ég hlakka mikið til framhaldsins, það er svo margt skemmtilegt og ekki síður mikilvægt framundan hjá okkur. Bíðiði bara ....! Wink

Á þessum árstíma er svo yndislegt að velta sér uppúr fegurð vorsins. Náttúran er að taka við sér eftir hvíld vetrarins, þar sem kröftum var safnað fyrir næstu baráttu lífsins. Og nú skal vaxa sem aldrei fyrr! 

primulur gul close  Í garðinum mínum sjást litlu lyklarnir mínir vaxa og dafna. Bráðum sleppa þeir úr pottinum og fá sitt pláss í garðinum með hinum plöntunum.

Reynitréð er byrjað að sýna blómin sín, sem eiga þó eftir að springa út. En blómin eru þarna inni þó þau sjáist ekki ennþá.

reynir 2 close blom 300 

margæsir litil opna vængi Ég fór út á Álftanes að heilsa upp á margæsirnar. Þær hvíla sig, stilla saman strengi, æfa vængjaslögin og svo....
taka flugið panorama 500

Taka þær flugið saman og skilja varginn eftir í drullunni. Wink

Svona er nú náttúran yndisleg á vorin.

 


Tækjaveröld

Jæja, þá er "lappinn minn" kominn í lag! Bilaði á versta tíma, nokkrum dögum fyrir kosningar. En nú get ég unnið áfram. Alveg fáránlegt hvað eitt svona lítið tæki hefur tekið yfir mikinn hluta af tilveru manns. Það er ekki einu sinni hægt að skoða fjölskyldumyndir þegar tölvan bilar! Hvað þá skoða eða vinna nýjar úr myndavélinni. Eða skrifa blogg, eða vera í sambandi við vini og fjölskyldu út um allan heim. Ja, hérna hvernig fórum við að hérna í "gamla daga".  Ég verð þó að viðurkenna að hundarnir og kettirnir fengu meira knús en venjulega, þessa tölvubilunardaga. Smile 

Nú er ég búin að "plögga mig inn" aftur, aðeins að vita hvort þetta virkar ekki allt saman. 


Íslandshreyfingin - Lifandi land

Nú eru síðustu forvöð að kynna sér málin fyrir laugardaginn. Hugsaðu aðeins áður en þú velur. Hvað vilt þú? Hvernig framtíð viltu fyrir þig og börnin þín?

Hérna geturðu séð stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar - Lifandi lands. www.islandshreyfingin.is Glæsileg síða með videoum, góðum greinum, laginu okkar og auðvitað stefnuskránni, ásamt fleiru. Smile Íslandshreyfingin bíður fram og starfar af hugsjón fyrir landið okkar, börnin og framtíðina.

Kjósum með hjartanu Heart kjósum Íslandshreyfinguna - Lifandi land


Þurfum aðeins 5% til að ná inn 3 mönnun

Á laugardaginn skiptir hvert atkvæði máli. Það sást best í Hafnarfirði þegar kosið var um stækkunarskipulag álversins í Straumsvík og aðeins 80 atkvæði felldu stækkunina. Það vantar lítið uppá hjá Íslandshreyfingunni að ná þremur mönnum á þing. Þar með er stóriðjustjórnin fallin! Og komin á þing, rödd hugsjónar fyrir betra landi og bættari þjóð.

Láttu ekki plata þig til að kjósa á móti eigin sannfæringu. Kjóstu með hjartanu Heartfyrir framtíðina

kjóstu Íslandshreyfinguna - Lifandi land

www.islandshreyfingin.is 


www.islandshreyfingin.is

Hugsum aðeins: Hvernig framtíð viljum við, svona í alvörunni. Er einhver sem vill í alvöru, að vel athuguðu máli eyðileggja náttúruna okkar? Eyðileggja orkunýtingarmöguleika barnanna okkar? Selja alþjóðaálrisa alla okkar orku á spottprís, fyrir örfá störf? Er einhver sem í alvöru sér ekki hversu ósanngjarnt það er að mismuna fólki eftir því hvort það er hraust eða sjúkt? Er allt í lagi að aldraðir og öryrkjar séu utangarðs? 

NEI, segi ég! Við höfum val: við getum öll haft það gott, við getum öll búið í hreinu óspilltu landi og virkjað mannauðinn til nýrra tækifæra. Við getum búið hér góðu lífi saman, ÖLL. Við höfum tækifæri NÚNA til að breyta landslagi stjórnmálanna og kjósa alvöru fólk á þing. Fólk sem hugsar um velferð þjóðar sinnar og landsins, í stað þægilegra stóla.

Við þurfum aðeins að ná 5% atkvæða til að fella stóriðjustjórnina sem hefur skilið velferðarkerfið og náttúruna eftir utangarðs í góðærinu. Hvert atkvæði skiptir máli á laugardaginn. 

Kynntu þér alvöru kost í stöðunni:

www.islandshreyfingin.is  

Kjósum með hjartanu Heart kjósum Íslandshreyfinguna - Lifandi land

Sjá líka:

Breytt landslag í íslenskum stjórnmálum 

Ef þú vilt ekki missa náttúruna... 

Í þessum kosningum ræðst framtíð Íslands 

 

 

 


Yndislegi kisustrákurinn okkar týndur

Hann elsku Albus litli skilaði sér heim í gærkvöldi (að kvöldi fjórða dags), rykugur, svangur og þyrstur en ómeiddur. Og í þvílíkri þörf fyrir knús frá bæði tvífættum og fjórfættum fjölskyldumeðlimum. Hann hefur greinilega lokast inni einhversstaðar. Guði sé lof!! týndi sonurinn kom heill heim. Joyful

 

Elsku ljúfi kisustrákurinn okkar hann Mr. Albus Dumbledore er týndur Frown Hans er sárt saknað af bæði tvífættum og fjórfættum fjölskyldumeðlimum sínum.

 Albus small Við búum við Hellisgerði í Hafnarfirði, vinsamlega athugið bílskúra og geymslur, hann er forvitinn eins og katta er siður og gæti hafa lokast inni. Endilega hringið í ....... eða sendið bloggsvar ef þið hafið séð hann síðan á laugardag.

Takk takk

 


Vorþing Íslandshreyfingarinnar - Lifandi lands

Íslandshreyfingin - Lifandi land hélt Vorþing í Iðnó í dag. Það var alveg meiriháttar gaman. Að geta gert pólitík vitræna (loksins), skiljanlega (loksins), með stefnu til framtíðar (loksins!) og gera hana skemmtilega líka (loksins!) er auðvitað einstök snilld! Wink

Ómar Ragnarsson formaður, Margrét Sverrisdóttir varaformaður, Ósk Vilhjálmsdóttir, og Jakob Frímann Magnússon, Andri Snær Magnason rithöfundur og Katrín Ólasdóttir lektor viðskiptafræðideildar HR  töluðu, öll alveg frábær. Inn á milli söng Bubbi og spilaði á gítarinn, Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur sungu frábærlega og svo sungum við öll saman lag Íslandshreyfingarinnar. Túlkar túlkuðu allt talað og sungið mál á táknmáli. Það var einstakt að sjá sungið með höndunum og af mikilli innlifun bæði með Bubba og með kórnum. Alveg einstök upplifun, fyrir utan auðvitað meginmarkmiðið að allir skyldu það sem fram fór Smile  Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar spilaði fyrir okkur á pallinum úti í sólskininu við Tjörnina með fugla tjarnarinnar sem bakraddakór. Sólargeislarnir glömpuðu á vatninu og það var svo hlýtt og lignt og yndislegt.  Það fór ekki á milli mála að náttúran stendur með okkur í baráttunni. Virkilega fallegur og góður dagur. 

Nú er það loka baráttuvikan fyrir kosningarnar. Við fundum öll í dag þann kraft sem fylgir því að starfa með hugsjónaorku í skynsamlegum málum fyrir framtíðina. Það stendur sterkur hópur af vel menntuðu fólki, fólki með mikla reynslu á ýmsum sviðum og fólki með hjartað og heilann á réttum stað, að þessu framboði. Smile Aðeins hópur sem þessi, sem vinnur af heiðarleika og heilindum fyrir framtíð landsins okkar og framtíð barnanna okkar, hefði fengið mig til að taka þátt í stjórnmálum. 

Eða eins og Ómar orðar það í söngnum okkar: "Íslandshreyfingin - Lifandi land, hugsjónir og raunsæ´í bland" Joyful

 

Sjá  www.islandshreyfingin.is  

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband