Sumar og vetur berjast um yfirráðin

Síðasta bloggfærslan mín fjallaði um hamingjusólardag. Í morgun snjóaði hinsvegar! Maður ætti svosem ekkert að verða hissa á því. Kettirnir mínir horfðu út um gluggann í morgun og litu síðan ásökunaraugum á mig! eins og ég geti eitthvað breytt veðrinu! 

Þessi litli blettur sem ég sé af Esjunni héðan úr eldhúsinu mínu, er alhvítur. Það er auðvitað mjög fallegt en ekkert voða sumarlegt .....   Það er samt eitt gott við svona daga, maður veit að þeir eiga eftir að breytast Wink  Sólin og sumarið kemur aftur og kettirnir verða glaðir á ný. Smile  Annars eru þeir svosem aldrei fúlir lengi, þeir hlaupa hér um allt hús á eftir hvor öðrum.... kannski helst að það trufli hádegislúr hundanna.... æ, það er vandlifað í henni veröld Tounge

En rétt á meðan ég var að skrifa þetta, þá kom sólin fram úr skýjunum. Og gleðin með. Ég heyri meira að segja fuglasöng úr nálægu tré. Já, sumarið fór ekkert, það tók bara smápásu. Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband