Tækjaveröld

Jæja, þá er "lappinn minn" kominn í lag! Bilaði á versta tíma, nokkrum dögum fyrir kosningar. En nú get ég unnið áfram. Alveg fáránlegt hvað eitt svona lítið tæki hefur tekið yfir mikinn hluta af tilveru manns. Það er ekki einu sinni hægt að skoða fjölskyldumyndir þegar tölvan bilar! Hvað þá skoða eða vinna nýjar úr myndavélinni. Eða skrifa blogg, eða vera í sambandi við vini og fjölskyldu út um allan heim. Ja, hérna hvernig fórum við að hérna í "gamla daga".  Ég verð þó að viðurkenna að hundarnir og kettirnir fengu meira knús en venjulega, þessa tölvubilunardaga. Smile 

Nú er ég búin að "plögga mig inn" aftur, aðeins að vita hvort þetta virkar ekki allt saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Velkomin í netheima. "Da cyberspace missed you"

Baldvin Jónsson, 16.5.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Baldvin nú verður sko skrifað! Eitthvað grænt og eitthvað bjart, svona í sumarfíling

Ragnhildur Jónsdóttir, 16.5.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband