Líf eftir kosningar?

Já, ég held það nú! Íslandshreyfinging  - Lifandi land, rétt að byrja. Ég hlakka mikið til framhaldsins, það er svo margt skemmtilegt og ekki síður mikilvægt framundan hjá okkur. Bíðiði bara ....! Wink

Á þessum árstíma er svo yndislegt að velta sér uppúr fegurð vorsins. Náttúran er að taka við sér eftir hvíld vetrarins, þar sem kröftum var safnað fyrir næstu baráttu lífsins. Og nú skal vaxa sem aldrei fyrr! 

primulur gul close  Í garðinum mínum sjást litlu lyklarnir mínir vaxa og dafna. Bráðum sleppa þeir úr pottinum og fá sitt pláss í garðinum með hinum plöntunum.

Reynitréð er byrjað að sýna blómin sín, sem eiga þó eftir að springa út. En blómin eru þarna inni þó þau sjáist ekki ennþá.

reynir 2 close blom 300 

margæsir litil opna vængi Ég fór út á Álftanes að heilsa upp á margæsirnar. Þær hvíla sig, stilla saman strengi, æfa vængjaslögin og svo....
taka flugið panorama 500

Taka þær flugið saman og skilja varginn eftir í drullunni. Wink

Svona er nú náttúran yndisleg á vorin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæl Ragnhildur og takk fyrir síðast. Já, það er svo sannarlega líf eftir kosningar, meira líf en fyrr. Allt í einu tekur maður eftir því hvað vorið er búið að breyta öllu og lífið vaknað allt í kring. Ég vona að þú sért hress og njótir vorsins.

Bestu kv. - Siggi.

Sigurður Hrellir, 16.5.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband