Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
13.12.2007 | 18:33
Tilraun til krúttmyndatöku
Sko, ég ætlaði að taka þvílíkt flottar krúttumyndir af kettlingunum. Því þeir eru náttúrulega yfirkrúttlega krúttulegir. En ég er greinilega ekki neinn yfirmátaljósmyndari eða alveg ótrúlega bjartsýn. Allavega komst ég að því að það er ekkert mjög auðvelt að láta fjóra krúttloðlinga sitja fyrir á mynd.
Voða uppstilling, rautt og hvítt með grænni jólagrein .... en neeeei, allir kettlingarnir fóru út og suður! hahah
Einn náðist kjurr augnablik, (samt klipptur út úr mynd þar sem hinir voru á fleygiferð )
Svo fékk ég mjög góða aðstoð. Æ, sjá hvað hún nýtur þess litla stúlkan mín að fá að strjúka aðeins voða varlega og segja: "aaaaahhhh"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
13.12.2007 | 13:56
Kisukrúttustelpa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2007 | 13:33
Eiga þakkir skilið!
Þeir eiga þakkir skilið Hjálparsveitarmenn og konur, og Slysavarnarfélög allsstaðar. Vil bara minna fólk á að styrkja starf þeirra með því að kaupa hjá þeim flugelda og fleira sem þau selja til styrktar sínu starfi. Það er ómetanlegt að vita af þeim, alltaf tilbúin að hjálpa hvar sem þörf er á.
Kærar þakkir fyrir gott starf
Annríki hjá björgunarsveitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2007 | 12:14
Flott mynd
|
þá auðvitað varð ég að deila henni með ykkur elskurnar.
Þessi texti fylgdi líka með:
"A scene you will probably never get to see, so take a moment and
enjoy
This is the sunset at the North Pole with the moon at its closest
point.
And, you also see the sun below the moon.
An amazing photo and not one easily duplicated."
Ég hef aldrei komið þarna og er sennilega ekki á leiðinni, þannig að ég get ekki með nokkru móti vitað hvort þetta er alvara eða ekki en flott er myndin engu að síður. Fyndið að fá hana senda frá "næsta bæ" við Suðurpólinn
Hafið það gott í snjónum og fallegu jólaljósunum. Leyfum Ljósinu okkar hið innra að loga glatt og gefum öðrum af því með okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.12.2007 | 18:28
Frábært að heyra :-)
Við þurfum að standa vörð um þetta og passa að glata ekki þessari tengingu því hún er mjög mikilvæg, fyrir utan að hún er líka skemmtileg.
Samband við framliðna, berdreymi, englatenging, álfar, huldufólk og dvergar. Finnst okkur þetta ekki eðlilegt? Þessi tenging okkar hefur alltaf verið hluti af þjóðinni og okkar þjóðareinkennum.
Pössum okkur að glata þessu ekki í okkar hraða og stressaða nútímasamfélagi.
Eruð þið ekki sammála?
Trú á dulræn fyrirbæri liggur djúpt í þjóðarsálinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.12.2007 | 00:16
Frábært!!!!
Jibbíííííí!!!!! Sko!, réttlætið sigrar að lokum. Jóhanna ég efaðist aldrei um orð þín, þú stendur við þitt.
Knús á þig Jóhanna. Þú ert frábær!!! Best að gefa hinum í ríkisstjórninni smá knús líka haha
Tekjur maka skerði ekki bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.12.2007 | 16:43
Gleðilega aðventu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.12.2007 | 18:00
Hamingjan
Aðventan er svo yndislegur tími til að eyða með börnunum. Við "gömlu hjónin" fengum Embluna okkar, barnabarnið lánaða í gær sunnudag á meðan foreldrarnir voru að læra fyrir próf. Mikið var yndislegt að horfa á hana upplifa ljósin og hreifanlega dúkkujólasveina sem spiluðu, máluðu, klifruðu og elduðu mat í helli ofl. Tré með ljósum á og allskonar glingur og skemmtilegheit. Hún ljómaði barnið! og amman og afinn ekki síður
Mikið er maður ríkur! ég bara gat ekki haldið þessari hamingju inni, varð að hleypa henni út
Knús og kveðjur til ykkar bloggvinir mínir í jólaundirbúningnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.12.2007 | 14:17
Hjartanlegar hamingjuóskir!!!
Hjartanlegar hamingjuóskir elsku Magga Pála!!! Þú ert svo sannarlega vel að þessum verðlaunum komin. Kíkið endilega á heimasíðuna hjá Hjallastefnunni: Hjalli.is Algjörlega frábært starf!!
Mikið voru þetta góðar fréttir að lesa
Margrét Pála hlaut Barnamenningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)