Færsluflokkur: Bloggar
16.11.2008 | 15:36
Ljósabyltingin
Kveikjum ljós, lýsum upp veginn heim.
Í gamla daga var kveikt á ljósi í glugganum til þess að þeir sem voru að flækjast um í myrkri og óveðri gætu ratað heim. Ljósið vísaði leiðina. Í dag getum við kveikt svona ljós til að sýna samstöðu og mótmæla því ástandi sem ríkir í landinu. Við viljum mótmæla friðsamlega en ákveðið og stöðugt.
Þetta fjallar ekki um pólitík, þetta fjallar um mannréttindi. Þau mannréttindi að fá að vera íslendingur á Íslandi og geta verið stoltur af því.
Það eiga þess ekki allir kost að fara í miðbæ Reykjavíkur á laugardögum og mótmæla en vilja þó vera með. Við getum öll mótmælt myrkrinu sem lagt hefur verið á samfélagið okkar, á friðsaman hátt með því að kveikja ljós í glugganum okkar á hverjum degi þessa viku. Það þarf mótmæli alla daga, stöðuga áminningu til stjórnvalda um að þjóðin vilji breytingu og endurbætur.
Nú stöndum við saman sem þjóð. Við viljum ekki lengur flækjast um í myrkri og óvissu. Við viljum jákvæðar aðgerðir stjórnvalda innan lands sem utan, við viljum kosningar fyrir vorið. Við viljum lýðræði, réttlæti, jafnrétti og endurreisn mannorðs okkar. Við viljum endurnýjað Ísland, landið okkar allra, landið eins og því er ætlað að vera, fyrir þjóðina sem þekkir mun á myrkri og ljósi.
Kveikjum ljós á öllum heimilum og fyrirtækjum landsins.
Sýnum stjórnvöldum og ekki síður hvert öðru að við viljum rata rétta leið heim, kveikjum ljós og setjum í gluggann.
Sendum þetta áfram á alla sem við þekkjum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2008 | 10:50
Jæja, ...
þá eru fyrstu jólakisurnar fæddar OMG hvað þessi kríli eru mikil krútt, ég fæ fiðring í magann eins og ég hafi aldrei séð svona kraftaverk áður!
Semsagt ég bara vaknaði við lítil bíbb eins og smáfuglar að tísta en nei, ég kannaðist við svona bíbb. Ég hljóp framúr og æddi í hringi... mætti hinum heimilsköttunum, allir með hissasvip og hundinum sem vísaði mér á hvaðan hljóðið kom.
Við vorum nefnilega svo tilbúin að taka á móti þessum litlu ferfættu jólabörnum að við vorum búin að útbúa nokkra kassa með mjúku bæli og stykki ofaná sem auðvelt væri að þrífa eftir gotið. En hvaðan haldið þið að hljóðið hafi komið?..... úr barnavagninum....! Þar lágu þessar dásamlegu eðalkisur á dúnpoka og lambagæru. Hún Lafði Alexandra hin fagra fer nú ekki að gjóta á einhverjar gamlar gasbleyjur!
Dásamlegir eða hvað?! Í hvert skipti sem maður horfir á svona nýtt líf fyllist maður lotningu. Þvílíkt kraftaverk! Maður finnur einhverja snertingu við Guðdóminn, einhver óútskýranleg vellíðan um að Lífið muni alltaf hafa sinn gang sama á hverju gengur annars.
Lífið er og mun alltaf vera kraftaverk
p.s. Guðni og Pútín þrír gráir misbröndóttir, gæti trúað að einn sé líkur Magna, einn svartbröndóttur, man ekki eftir að hafa séð svoleiðis áður (kannski er þetta svarbrúnt eins og "sá blörraði), kemur í ljós) og einn algerlega kolsvartur .... en það munu líka koma fleiri til að velja úr
Elsku bloggvinir, endilega látið berast til góðs fólks að dásamleg kelidýr verði í boði uppúr áramótum. plís.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.11.2008 | 18:00
Við erum ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2008 | 21:04
Geislar sólar dansa á öldum hafsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.10.2008 | 12:39
Í vinaheimsókn
Við Dúfa skruppum í vinaheimsókn um daginn. Það er svo ágætt að geta dregið sig aðeins frá hversdeginum, sérstaklega hversdögum eins og þeir eru þessa dagana
Það var vel tekið á móti okkur með hlýju, björtu brosi og afslöppuðum notalegheitum
Vinirnir höfðu engar áhyggjur af líðandi stund, sögðu þetta engu breyta fyrir sig á meðan svæðið þeirra fær að halda sér.
Dúfa og börnin á heimilinu léku sér og hlupu um víðan völl, og heilsuðu uppá nokkra máva og krumma. En á meðan sátum við eldri og ræddum málin. Húsfreyjan er mikil hannyrðakona, svo við gátum skipst á hugmyndum og höfðum nóg að tala. Næsta sumar ætlar hún að kenna mér að nýta ýmsan efnivið úr umhverfinu sínu í myndverk. Það verður spennandi
Það hvarflar ekki að þeim að "gera upp húsið" eða "byggja við", hvað þá mála þakið....
Nei, það er bara notalegt þegar hluti fæðunnar vex beint fyrir ofan eldhúsið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2008 | 10:43
Ný vika með ný ævintýr
Við ákváðum að í dag væri upplagt að gera Krummahreiðrið mitt (vinnustofuna) tilbúið fyrir tvo að vinna í. Lalli var "útskrifaður" af Grensás s.l. föstudag, með hugarleikfimi verkefni til að vinna heima og vottorð í sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfarann í Hafnarfirði. Þannig að nú vinn ég að mínum nýja litla bisness og Lalli í sinni heilaleikfimi og hjálpar mér með heimasíðugerð, pakkningahönnun ofl, saman í vinnustofunni góðu. Við reiknum ekki með að hann geti farið að vinna úti fyrr en einhvern tíma á næsta ári en við höldum þjálfuninni við og gerum okkar besta
Þetta er hún Hléseyjar Dúfan okkar, ég get ekki annað en verið stolt af þessari dásamlegu 1. árs gömlu tík. Það hefur ýmislegt á daga hennar drifið þetta fyrsta ár í lífi hennar. En hún brosir og leikur og knúsar alla daga.
Það tóku tveir hundar og fjórir kettir ásamt okkur mannfólkinu á móti henni þegar hún flutti til okkar úr Hvalfirðinum fyrir ári síðan. Svo fæddust kettlingar og læðurnar voru vægast sagt frekar leiðinlegar við vesalings litla nýja hvolpinn á heimilinu. Hundarnir tveir eru báðir dánir á árinu en Dúfa eignaðist sinn besta vin í einum kettlingnum eins og þið þekkið, hann Magna víkingakisa. Og nú er von á nýju kettlingagoti eftir ca mánuð en læðurnar þekkja Dúfu betur núna, svo við reiknum ekki með neinum leiðindum í ár
Edda Magnamamma, ólétt og þreytt.
Hér verður sko fjör í vetur. Endilega hugsið til mín ef ykkur vantar eða langar í loðinn knúsufélaga með fjóra fætur og skott ég mun eiga þá á lager uppúr jólum.....
En nú er best að drífa sig í djobbið, gera vinnustofuna klára. Eruð þið ekkert forvitin hvað ég er að fara að bisnessast? Ég er að hanna krosssaumsmynstur eftir mínum vatnslitamyndum af íslenskri náttúru. Ég er að vonast til að ná einhverju í sölu fyrir jól, það eru nokkur mynstur í prufusaum núna. Þetta er hugmynd sem ég hef gengið með lengi og ákvað að nú væri rétti tíminn..... er þaggi bara?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.10.2008 | 22:53
Himneskur fuglasöngur, landvættirnir og "Allt fyrir ástina..."
Fallegur dagur sem byrjaði með dásamlegum fuglasöng er að kveldi kominn
Í Laugardalnum voru Landvættirnir okkar kallaðir fram af Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða og Hilmari Erni Allsherjargoða. Mögnuð og falleg stund samstöðu og fegurðar. Jóhanna talaði um hvernig íslendingar þekkja hina eilífu hringrás náttúrunnar. Við þekkjum árstíðirnar, það haustar eins og núna og eftir dimman kaldan vetur vitum við að það vorar á ný, birtir og hlýnar.
Landvættirnir hafa myndað skjaldborg um þjóðina sína, gæta okkar og styrkja. Og eins og til að staðfesta það flaug hópur gæsa í stóran hring utan um athöfnina með sínu sérstaka kalli. Virkilega táknrænt og fallegt.
Á morgun sunnudag, bjóða allar eða flestar kirkjur landsins upp á messu, fyrirlestra, tónlist eða annarskonar hugleiðingu til að minna okkur á okkar innri styrk og vilja til að halda glöð og sterk áfram inn í nýja framtíð.
Nú gerum við eins og Páll Óskar og vöknum með þakkarorð í hjarta og sofnum á kvöldin og þökkum Guði okkar fyrir allt sem okkur er gefið. Þar sem við vitum að Guð er kærleikur er gott að syngja með : ... "Allt fyrir ástina.."
Syngjum gleðisöng kvölds og morgna eins og þrestirnir "mínir" og starrarnir sem lofa Guð skapara sinn daginn út og inn, fljúga um í hamingju sinni og setjast svo á grein og syngja hástöfum í dásamlegum margradda lofsöng um lífið.
Eftir að haustið og veturinn eru liðin kemur aftur vor með nýtt líf, gleði og sólskin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2008 | 10:25
Stöndum saman
Í dag klukkan 17:00 verður stemmningshátið að þjóðlegum sið í Laugardalnum (við þvottalaugarnar) og öll þjóðin velkomin.
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði ætla að blóta landi og þjóð til heilla og Steindór Andersen og Erpur Eyvindarson ælta að kveðja niður óreiðuna!
Nú veitir ekki af að stappa í sig stálinu og taka á - öll eins og einn maður. Nú áköllum við hollar vættir og stöndum vörð um þau gildi og verðmæti sem tryggust eru fyrir framtíð okkar og komandi kynslóða. - Nú ríður á að trúa á okkur sjálf! Við erum frábær þjóð
Leitum eftir styrk og þyggjum hann.
Týnum upp öll þau bros sem við getum fundið og þau eru víða
Stöndum saman í gegnum erfiðleikana, þá er gangan auðveldari.
Og gleymum ekki knúsinu! Nú eru lokadagar Knúsvikunnar Miklu en við auðvitað höldum alltaf áfram að knúsa hvað sem á gengur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 14:46
Knúsvikan mikla!
Hann Júlli yndislegi á Dalvík hefur hleypt af stokkunum Knúsvikunni miklu!
Og auðvitað tökum við öll þátt
Við mælum með að knúsa mömmu sína...
...systkini sín ...
..bestu vini sína...
...bangsaknús...
... knús í "tætlur" ...
...fréttapásuknús...
... hópknús...
... og sofa í öryggum faðmi-knús ...
Knúsið er alltaf mikilvægt og í því felst mikill heilunarmáttur
Kíkið á bloggsíðuna hans Júlla og kærleikssíðuna hans Júlla.
Knús á ykkur öll
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.10.2008 | 12:00
Meiriháttar ljósmyndasýning Jónu Þorvalds...
Við skelltum okkur á ljósmyndasýningu Jónu Þorvaldsdóttur í gær. Hún sýnir í sýningarsal Sævars Karls í Bankastræti. Alveg frábær sýning!!!
Jóna notar filmu og gamaldags framköllunaraðferðir, "silver gelatin". Myndefnið er frá ferð hennar til Kína í fyrra, algjörlega meiriháttar myndir sem leyna á sér. Maður finnur dýpri meiningar á bakvið efnið og aðferðina sem notuð er. Ég bara varð alveg heilluð og varð að segja ykkur frá þessu.
Sjá heimasíðuna hennar Jónu HÉR
Bloggar | Breytt 13.10.2008 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)