Í vinaheimsókn

Við Dúfa skruppum í vinaheimsókn um daginn. Það er svo ágætt að geta dregið sig aðeins frá hversdeginum, sérstaklega hversdögum eins og þeir eru þessa dagana FootinMouth

Það var vel tekið  á móti okkur með hlýju, björtu brosi og afslöppuðum notalegheitum Heart

 dufa-i-vinaheimsokn.jpg

Vinirnir höfðu engar áhyggjur af líðandi stund, sögðu þetta engu breyta fyrir sig á meðan svæðið þeirra fær að halda sér. Joyful

Dúfa og börnin á heimilinu léku sér og hlupu um víðan völl, og heilsuðu uppá nokkra máva og krumma. En á meðan sátum við eldri og ræddum málin. Húsfreyjan er mikil hannyrðakona, svo við gátum skipst á hugmyndum og höfðum nóg að tala. Næsta sumar ætlar hún að kenna mér að nýta ýmsan efnivið úr umhverfinu sínu í myndverk. Það verður spennandi Smile

_aki_-a-alfahusinu-2.jpg

Það hvarflar ekki að þeim að "gera upp húsið" eða "byggja við", hvað þá mála þakið.... Sideways

thaki_-hja-alfunum-1.jpg

Nei, það er bara notalegt þegar hluti fæðunnar vex beint fyrir ofan eldhúsið Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æðislegar myndir. Takk fyrir þetta.

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

 Skemmtileg frásögn. Knús á ykkur

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.10.2008 kl. 09:46

3 identicon

En yndislegt ég hlakka til að sjá hvað kemur út úr náttúru efniviðnum.

Sveitakonan sem er á leið með kveðju frá þér á fjallið.......

Sveitakona (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndisleg heimsókn sem þið hafið farið í þarna

Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr kennslunni. 

Alltaf gaman að fylgjast með þér, yndisleg frásögn og yndislegar myndir!!!!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:42

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Greta Björg, þakka þér fyrir bestu kveðjur til þín.

Sigrún, knús á ykkur öll

Sveitakona, takk takk, ég get varla beðið að koma og kíkja sjálf í heimsókn til þín og á fjallið... 

Ragnheiður Ása,  Þakka þér kærlega fyrir

Ég vona að þið fyrirgefið hvað ég er rosalega lítið (ekkert! )á blogginu þessa dagana, þetta breytist örugglega fljótlega. Bara soldið mikið að gera akkúrat í augnablikinu. Knús til ykkar allra sem kíkið hér við

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:38

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég skil það vel, stundum hefur maður einfaldlega í önnur horn að líta en að blogga!

Sjáumst heilar á blogginu eða annars staðar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband