Ný vika með ný ævintýr

Við ákváðum að í dag væri upplagt að gera Krummahreiðrið mitt (vinnustofuna) tilbúið fyrir tvo að vinna í. Lalli var "útskrifaður" af Grensás s.l. föstudag, með hugarleikfimi verkefni til að vinna heima og vottorð í sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfarann í Hafnarfirði. Þannig að nú vinn ég að mínum nýja litla bisness og Lalli í sinni heilaleikfimi og hjálpar mér með heimasíðugerð, pakkningahönnun ofl, saman í vinnustofunni góðu. Smile Við reiknum ekki með að hann geti farið að vinna úti fyrr en einhvern tíma á næsta ári en við höldum þjálfuninni við og gerum okkar besta Joyful

hleseyjar-dufa-hnoss-1_-ars.jpg

Þetta er hún Hléseyjar Dúfan okkar, ég get ekki annað en verið stolt af þessari dásamlegu 1. árs gömlu tík. Það hefur ýmislegt á daga hennar drifið þetta fyrsta ár í lífi hennar. En hún brosir og leikur og knúsar alla daga. Heart

Það tóku tveir hundar og fjórir kettir ásamt okkur mannfólkinu á móti henni þegar hún flutti til okkar úr Hvalfirðinum fyrir ári síðan. Svo fæddust kettlingar og læðurnar voru vægast sagt frekar leiðinlegar við vesalings litla nýja hvolpinn á heimilinu. Hundarnir tveir eru báðir dánir á árinu en Dúfa eignaðist sinn besta vin í einum kettlingnum eins og þið þekkið, hann Magna víkingakisa. Og nú er von á nýju kettlingagoti eftir ca mánuð en læðurnar þekkja Dúfu betur núna, svo við reiknum ekki með neinum leiðindum í ár Smile

edda-olett-og-threytt.jpg

Edda Magnamamma, ólétt og þreytt.

Hér verður sko fjör í vetur. Endilega hugsið til mín ef ykkur vantar eða langar í loðinn knúsufélaga með fjóra fætur og skott Grin ég mun eiga þá á lager uppúr jólum..... Shocking

En nú er best að drífa sig í djobbið, gera vinnustofuna klára. Eruð þið ekkert forvitin hvað ég er að fara að bisnessast? Ég er að hanna krosssaumsmynstur eftir mínum vatnslitamyndum af íslenskri náttúru. Ég er að vonast til að ná einhverju í sölu fyrir jól, það eru nokkur mynstur í prufusaum núna. Joyful Þetta er hugmynd sem ég hef gengið með lengi og ákvað að nú væri rétti tíminn..... FootinMouth er þaggi bara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með að fá Lalla útskrifaðan  Það er flott hjá ykkur að geta verið tvö saman í Krummahreiðrinu. Og til hamingju með Dúfu líka. Ég er búin að láta vinkonu mína vita af óléttunni, hún á son sem er alltaf að biðja um kisu..mamman er ennþá að hugsa málið. Frænka mín er með "saumastofu", þ.e. hún saumar öll kvöld. Ég ætla að segja henni frá þessu ef ég má? Vonandi gengur þetta vel hjá þér

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.10.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta góð hugmynd hjá þér Ragnhildur mín.  Gangi þér vel með hana og projektið.  Gott að hafa vinnufélaga, og til hamingju með krummahreiðrið, flott nafn á dyngjunni þinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Bullukolla

Gangi ykkur vel og njótið ykkar í krummahreiðrinu langri vetrarnóttu á

Bullukolla, 20.10.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: gudni.is

Við Pútín bíðum mjög spenntir eftir kettlingagoti á þínu heimili. Það verður gaman að sjá þessi litlu krútt hjá ykkur. Og Pútín er farið að langa svo mikið í lítinn leikfélaga á heimilið. Hann fer mikið inn í íbúðina á neðri hæðinni og leikur við kisann þar og þeim semur vel.

Knúskveðja, Guðni

gudni.is, 22.10.2008 kl. 10:59

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alltaf jafn yndislegar færslurnar þínar. Gott að heyra að Lalli sé að hressast.

Óska velfarnaðar með Krummahreiðrið.

Bestu kveðjur til ykkar beggja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Takk, takk öll sömul fyrir góðar kveðjur. Við Lalli erum daglega í Krummahreiðrinu og gengur bara ágætlega

Kisurnar fitna og fitna, stelast í allt æti sem þær finna.... (minnir mig á mig á meðgöngunum... nema ég sótti aldrei í hundamat )

Verð að biðja ykkur að fyrirgefa hvað ég er lítið á blogginu þessa dagana. Ég verð að reyna að koma fyrstu hugmyndunum í sölu á næstu dögum..... eða vikum.

Knús og kveðjur til ykkar sem nennið samt ennþá að kíkja hérna inn

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband