Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Um Jónsmessuna komu út nýju "Litlu álfaspáspilin" mín. Ég er rétt að koma þeim í fyrstu verslanirnar. Þvílíkt ævintýri, þetta er svo gaman og fullt af nýjum hlutum sem ég er að læra...
Spilin og litla leiðbeiningabókin eru á íslensku og ensku og voða jákvæðar pælingar um okkar íslensku álfa og hulduverur, fugla og annað í íslenskri náttúru.
Já og ég var líka að opna nýju heimasíðuna mína www.ragjo.is hún er ennþá í vinnslu svo það bætist inn á hana daglega á næstunni.
Knús og kveðjur og góða helgi elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.6.2009 | 12:30
Sumarsólstöður í garðinum mínum
Sumarsólstöður í dag. Yndislega bjart allan sólarhringinn. Þetta er bara dásamlegt
Það er lítill garður framanvið húsið okkar en mikið rosalega er margt hægt að gera og njóta á fáum fermetrum. Hér er Embla Sól að æfa sig að skrifa stafina og teikna köngulær.
Hér vaxa ýmsar plöntur saman í sátt og samlyndi. Og hér sit ég tímunum saman að teikna, sauma og spjalla með kaffibollann.
Rangeygða Alexin mín fær sér vatn úr gosbrunninum og ...
Albus minn kíkir á milli blóma.
Stella vex og dafnar og kirsuberin hennar stækka og stækka. Ég get varla beðið að sjá þau verða rauð! Það var algjör dilla í okkur að planta þarna kirsuberjatré, ég trúði því svona rétt mátulega að það myndi þrífast. En vá hún Stella mín er alveg yndisleg og fer langt fram úr öllum vonum.
"Hún Stella er alveg svona stór!" segir mín yndislegust Embla Sól
Ein mynd úr Álfheimum svona í tilefni þess að nú eru sumarsólstöður. Þessa næstu viku eru mikil hátíðahöld í Álfheimum, þar sem Lífinu er fagnað og gleðin ríkir.
Við hefðum kannski gott af því mannfólkið að taka þau okkur til fyrirmyndar og gleðjast yfir fegurð Lífsins og njóta og gleðjast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.6.2009 | 16:14
Reynitrén og dýrin mín
Yndislegu reynitrén mín byrjuð að opna fyrstu blómin sín þetta sumarið. Ég gjörsamlega elska þessi tré sem búa í bakgarðinum mínum. Dúfa mín og Edda koma með að skoða nýju reyniblómin sem voru að byrja að opna sig.
Ég man eftir þegar þetta tré var að byrja að vaxa í smáskoru í klettinum. Við mamma vorum alveg á því að það yrði nú ekki mikið úr þessu tré að reyna að vaxa á svona stað. En núna rúmlega 40 árum seinna er það ansi stórt margstofna en mjög fallegt og í miklu uppáhaldi hjá mér eins og stóra reynitréð sem vex þarna rétt við hliðina.
Það er mikið af reyni í hverfinu og eftir rigningu eins og núna, þá ilmar allt! og birkið í Hellisgerði bætir um betur og leggur til sinn ilm í viðbót. Dásamlegir dagar. Dúfa og kisurnar hennar skoppa um klettana eða standa og þefa út í loftið. Ég veit að þær kunna svo sannarlega að meta svona fegurð líka.
Stærra reynitréð í bakgarðinum, það er miklu hærra en húsið. Þegar ég var lítil skotta klifraði ég í þessu tré, svo það hlýtur að vera orðið ansi gamalt. Dásamlegt gamalt og viturt tré enda nýt ég þess að ræða við það á hverjum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2009 | 12:15
Tilveran bíður manni uppá svo margt óvænt og ævintýralegt :-)
Þessa dagana er ég að vinna að lokaútfærslu á Litlu álfaspilunum mínum. Ég fæ góða aðstoð frá honum Magna mínum Víkingakisa og auðvitað fleirum sem sjást ekki á mynd ...
Um daginn bauðst mér að prufukeyra frumútgáfu af spilunum í Gullsmiðjunni á Lækjargötu í Hafnarfirði. Við gerðum þetta í tilefni Bjartra daga sem nú standa yfir í Hafnarfirðinum. Sátum þarna eina kvöldstund og ég las í spil fyrir gesti og gangandi.
Þetta var svo skemmtilegt kvöld
Og nú er ég að leggja lokahönd á spilin áður en þau fara í prentun ... vonandi gengur allt upp ... Skyldi þetta svo verða að raunveruleika? gamall draumur að fá að rætast? í alvörunni?
... smá svona spenna ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.6.2009 | 10:27
Friðsamlegur stórviðburður
Samtrúarleg friðarstund í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)