Reynitrén og dýrin mín

Yndislegu reynitrén mín byrjuð að opna fyrstu blómin sín þetta sumarið. Ég gjörsamlega elska þessi tré sem búa í bakgarðinum mínum. Dúfa mín og Edda koma með að skoða nýju reyniblómin sem voru að byrja að opna sig. 

dufa-a-klettinum.jpg

 Ég man eftir þegar þetta tré var að byrja að vaxa í smáskoru í klettinum. Við mamma vorum alveg á því að það yrði nú ekki mikið úr þessu tré að reyna að vaxa á svona stað. En núna rúmlega 40 árum seinna er það ansi stórt margstofna en mjög fallegt og í miklu uppáhaldi hjá mér eins og stóra reynitréð sem vex þarna rétt við hliðina.

edda-i-klettinum.jpg

Það er mikið af reyni í hverfinu og eftir rigningu eins og núna, þá ilmar allt! og birkið í Hellisgerði bætir um betur og leggur til sinn ilm í viðbót. Dásamlegir dagar. Dúfa og kisurnar hennar skoppa um klettana eða standa og þefa út í loftið. Ég veit að þær kunna svo sannarlega að meta svona fegurð líka.

reynitre_-stora-i-bakgar_in.jpg

Stærra reynitréð í bakgarðinum, það er miklu hærra en húsið. Þegar ég var lítil skotta klifraði ég í þessu tré, svo það hlýtur að vera orðið ansi gamalt. Dásamlegt gamalt og viturt tré enda nýt ég þess að ræða við það á hverjum degi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, reynitré eru mín uppáhalds.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásdís, takk já reynitrén eru yndisleg allan ársins hring

Jóhanna takk Hvað/hvern sérðu með henni?  ...

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.6.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Æðislegt landslag, svona hraun og tré í bland. Það er gaman að hafa "ferðast" með trénu öll þessi ár og séð að úr varð alvöru tré. Mér finnst oft skondið í Mosó að sjá sum risavöxnu trén, sem ég gróðursetti sem smá hríslur í unglingavinnunni, bara fyrir örfáum árum...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.6.2009 kl. 08:40

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já það er alltaf svo fallegt hraunið og reynirinn

Já finnst þér ekki undarlegt hvað trén geta vaxið hratt frá því maður var unglingur..... eiginlega bara í fyrra.....

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband