Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Kettlingar og vetrarbirta

Þetta er nú búið að vera meira krúttustuðið undanfarið. Fimm dásamlegir kettlingar en nú eru bara tveir eftir og annar þeirra fer á föstudaginn. Einn eftir ef einhvern vantar kisustrák ennþá Smile

 

Upp�haldsleiksv��i�
Þetta hefur verið uppáhaldsleiksvæðið undanfarna daga.

 

Algjörar dúllur. Við eigum eftir að sakna þeirra en samt er frábært að þrír þeirra fóru á heimili þar sem við eigum eftir að frétta af þeim. Meira að segja einkabarnið Englabangsinn hennar Emblu, fór til ömmu hennar og afa á nesinu. Svo að Embla Sól getur knúsað hann reglulega Smile

 

Hva�-er-�etta-me�-ketti-og-
Hvað er þetta með ketti og handavinnu?

 

En það er víst fleira til en kettlingar, sagði mér einhver Tounge Í dag þegar ég rölti eftir barnabarninu henni Emblu Sól til dagmömmunnar, tók ég myndavélina með. Veðrið er alveg dásamlegt til myndatöku!

 

Fr�kirkjan-og-Hellisger�i
Þarna sést í Fríkirkjuna í Hafnarfirði "í gegnum Hellisgerði"
 
Snj�r-og-tr�-Hellisger�i
 
Bara falleg birta. Finnst ykkur svona dagar ekki dásamlegir?!Joyful
Hellisger�i-lj�s-vi�-grenit
 
Alltaf eitthvað duló í Hellisgerði. Hvað er þarna á bakvið? Inní? undir? Alltaf eitthvað hinumegin Sideways
Vona að þið eigið yndislegan dag Joyful

 


Vantar þig kettling?

Fyrir ykkur sem eruð að pæla í að fá ykkur kettlingakelikrútt, þá er tíminn núna og hér eru myndir til að velja úr! Svo má sko líka alveg skoða bara til að fá krúttkast í fjarska Joyful

Þeir eru allir vanir hundum og börnum, alveg dásamlegir ljúflingar, fjörkálfar og "tala" hátt þegar  þarf að kalla langar leiðir í mömmu eða Dúfu... Cool

Byrjum á "krútthnútnum" sem ég rakst á í forstofustólnum.  aaaaaaaaahhhhhh...InLove

Kr�tthn�tur

Hvar sem maður gengur um heimilið, mætir maður "krúttum" eða "vesenistum", svona eftir því hvað verið er að fást við hverju sinni. Wink Auðvitað eru allir hraustir kettlingar fjörugir. En þarna voru þeir sko BARA krútt. Joyful

Eftir stutta stund var búið að leggja sig nóg og kettlingafjörið byrjaði. Það er svo gaman að fylgjast með þeim í ham, hlaupa um alveg á fullu eins og ímyndað skrímsli sé á eftir þeim Grin Og svo stoppa þeir og athuga hvar þeir eru eiginlega staddir.....??? Sideways

Hj�lp

Við Dúfa (hvolpurinn) vorum að velta því fyrir okkur hvor þeirra væri skrímslið í þetta sinn. Eða er Krúsa bara að faðma hann Magna svona innilega? Kissing

 

 

 

 

 

 

 

Hér fyrir neðan er Krútta, sem er minnst af systkinunum að bíða eftir Dúfu, þær eru miklar vinkonur og alveg dásamlegt að sjá svona lítinn fínlegan kettling og "brussuhvolp" leika svona skemmtilega saman GrinJoyful 

tilb�in-�-n�sta-stu�

 

 Mjög einbeitt á svip!

ég hefði þurft vídeó fyrir næstu sekúndu þegar þær stukku á hvor aðra og hlupu svo á fullu saman inn í stofu hahaLoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Moli-og-Magni-a�-k�raÓtrúlega fallegir bræður InLove

Moli fyrir framan og Magni fyrir aftan. 

 

 

 

 

Kr�ttasta-Kr�tta

Ég var að sýna henni Emblu barnabarninu kettlingamyndir. Þegar hún sá þessa sagði hún: "ÆÆæææææ dútta!" (semsagt: Ææææ Krútta! enda er orðið "krútt" örugglega mest notaða orðið á heimilinu þessa dagana Joyful)

...hafið þið pælt í þessu orði? krútt, krúttikrúttukrútt... skrítið orð Tounge en skemmtilegt Smile

 

Magna�ur

Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri og úti er ævintýri. Smile ... í bili sko Wink

mailið mitt er ragjo@internet.is  


Dásamlegu krúttukisubörnin að verða flutningsfær

Litlu megakrúttin mín eru að verða tilbúin að flytja. Oh hvað við eigum eftir að sakna þeirra! Ekki bara við mannfólkið heldur hundarnir líka. Hér er allt á fullu og allir að leika saman, ... undir eftirliti samt. Smile

Allir-a�-leika-saman

Hér sést í Pollýönnu ömmu, smá í mömmu, svo er Krútta og svo Dúfa.

Krútta og Dúfa nýji hvolpurinn eru miklar vinkonur. 

 Kr�sa-1000

Krútta hundastelpa

Kr�tta-fylgist-vel-me�

Krúsa með gráu tærnar 

Moli-kr�tt

Moli megakrútt 

Magni-me�-M-�-enninu

Magni með miklu röddina 

L�rum-a�-bor�a-hj�-m�mmu

Mamma kenndi okkur öllum allt sem við þurfum að kunna, líka að borða. 

�mmur�m

Þegar við urðum þreytt stálumst við í bólið hennar ömmu Joyful

Amma-kyssir-g��a-n�tt

Og hér kemur amma að kyssa okkur góða nótt InLove


Operation Deserter Storm

Get ekki stillt mig, mér fannst þetta svo fyndið. LoL Fékk þetta sent í maili í dag:

video: Operation Deserter Storm

Við erum fantastic þjóð! hahaha LoL og Jon Stewart (The Daily Show) og Jason Jones kunna að meta okkur.... LoLLoL

(bíðið af ykkur byrjunina með íþróttakallinum;-)


Í dag sá ég ljósið...

Loksins loksins er ég komin með myndavélina mína aftur úr viðgerð!! oh þvílíkur sæludagur! Nú get ég hellt yfir ykkur myndum aftur LoL en verð samt að nota lánstölvu enn um sinn. Allt hefur víst sinn tíma.

Þetta er samt mikilvægur dagur því...

í dag fann ég ljósið....

 Vetrarstillur-1-1500

Ég komst út með myndavélina mína elskuðu í fyrsta skipti í langan tíma. Mér leið svo vel eftir góðan göngutúr og fullt af myndum, fötin mín öll í snjó eins og þegar ég var lítil að leika í Hellisgerði. Vettlingarnir settir á ofninn og ullarlyktin fyllti loftið, þurr föt, kaffi í bollann, hundur á kaldar táslurnar og kisa í fangið .... Mmmm sæla...... 

 


Nýjar kettlingamyndir

Jæja, þá er komið að því að setja inn nýjar myndir af litlustu krúttustu krúsunum. Ég fékk lánaða myndavél og lánaða tölvu svo nú er ekkert að vanbúnaði Smile

Í kjallaranum býr Engill með mömmu sinni henni Alex. Alex er höfuð kattaættarinnar á heimilinu og frekar stolt af því, er sannfærð um að hún sé af Egypsku kattagyðjukyni. JoyfulGetLost Og Engill sonur hennar er sannfærður um að vera mesta kelirófa norðan Alpafjalla.

Engill-bangsakrútt

Ég hef nú ekki þorað að segja honum að í raun líti hann út fyrir að hafa dottið í kolabing (hvar sem hann hefði nú átt að nálgast svoleiðis á Íslandi, svona á þessari öld). En hann er algjör kelirófa og bangsakrútt. 

Ekkert-betra-en-mömmuknús

Alveg sama hvað allt mannfólkið á öllum aldri er ágætt í knúsinu, þá er nú mömmuknús albest.

Á efstu hæðinni býr Edda með sín fjögur fræknu. Edda-gætir-barnanna-sinna

Ég birtist þarna með myndavél og truflaði miðdegislúrinn. Ekki fallega gert náttúrulega en þau tóku því nú bara vel og forvitnin tók völdin.

Fjögur-Eddubörn-1000

Þau vildu sko vita hvað ég væri að gera þarna upp með myndavél og hvað ég ætlaði svo að gera við myndirnar og af hverju......... og svo framvegis. Wink Eru þau krútt eða hvað?

 

 Ég set inn meira af myndum seinna, svona fyrir kisufrík eins og mig. Joyful


Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt ár!!!

Loksins tókst mér að tengja mig á lánstölvunni, það er enn verið að taka ákvörðun um gömlu tölvuna mína. Oh! hvað maður má þjást í tölvuleysinu...... Tounge er maður dekraður eða hvað haha Grin

Embla-Sól-og-kettlingarnir

Svo bilaði myndavélin líka! þannig að hún er á leið í viðgerð en ég náði þessari mynd af henni í tæka tíð. Ætli sé eitthvað að orkunni í mér, öll rafmagnstæki bila nálægt mér þessa dagana?

Okkur tókst nú samt að eiga dásamleg jól og yndislega frídaga á milli og síðan alveg frábær áramót líka! Ekki hægt að hafa það betra.

Ég óska ykkur öllum bloggvinir mínir og aðrir sem líta við; gleði- og gæfuríks nýs árs.

Knús og kveðjur og nú ætla ég sko að líta á síðurnar ykkar vinir mínir. Joyful

p.s. ef einhvern "vantar" krúttukettling og hefur góða aðstöðu til að halda kött, hafið þá bara samband, netfangið mitt er á bakvið myndina af höfundi ofar til vinstri og svo er líka hægt að skrifa í athugasemdir. Smile 

Þeir verða tilbúnir að flytja að heiman eftir ca mánuð en aðeins á góð heimili sko Wink

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband