11.7.2009 | 11:57
Skreppið í Kjósina næstu helgi .... :-)
Þessa dagana er ég að undirbúa þáttöku í samsýningu að Eyrarkoti í Kjós. Sýningin verður næstu helgi 18. - 19. júlí.
Við verðum með samsýningu í salnum, Inacio Pacas og ég. Ég verð líka með nýju Álfaspáspilin mín, við Jóhanna Harðardóttir ætlum að lesa í þau fyrir fólk. Svo bjóðum við Bergþóra Andrésdóttir í stuttar göngur að heilsa upp á álfa og fleiri hulduverur í nágrenninu.
Litli fallegi ferðaþjónustubærinn Eyrarkot stendur hátt og hefur fallegt útsýni. Það er svo ljúf og yndisleg orka þarna í umhverfinu, góðar verur allt um kring og Bergþóra þeirra yndislegust
Þetta erum við Bergþóra ferðaþjónustubóndi á sýningunni minni í Eyrarkoti í fyrra.
Ég þori að lofa ykkur að Begga verður með heitt á könnunni og kleinur með og veðrið hefur alltaf verið gott á Kátt í Kjós og við bara treystum á að það verði þannig líka í ár
Sýningin er hluti af Kátt í Kjós sem verður haldið um alla Kjósina laugardaginn 18. júlí.
Athugasemdir
Og ég verð sko þarna líka til stuðnings minni. Frábært
Lárus Vilhjálmsson, 11.7.2009 kl. 12:01
vá þið eruð svo sætar ;))) ég vona að þetta verið meiri háttar ég er sko búin að spá í þín frábæru spil ;) til hamingju með þetta allt kveðja og knús solla kústó ;)
sólveig jóna jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:07
Ég ætla að koma ef ég fæ bílferð með einhverjum.
Svava frá Strandbergi , 13.7.2009 kl. 23:31
Takk takk Solla, gaman að heyra að þér líki spilin vona að við sjáumst um helgina.
Guðný vona að þú komist, það er hellingur um að vera um alla Kjós á laugardeginum og svo auðvitað við í fallega litla Eyrarkoti.
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.7.2009 kl. 00:02
Ég er búin að skrá þetta inn í mína mjög svo þéttu minnisdagbók
Eygló, 15.7.2009 kl. 03:13
Ég væri alveg til í að skreppa og kíkja á ykkur. Verð að sjá til hvernig planið verður, bóndinn er að reyna að fá mig í sveitina á morgun..
Þetta var flott sýning í fyrra og verður án efa flott núna líka Gangi þér vel með þetta allt saman
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.7.2009 kl. 23:49
Kæra Ragnhildur, til hamingju með sýninguna.
Gaman væri að kíkja bæði á ykkur og hana, en því verður heilsan að stjórna, sem er öll í áttina þessa dagana. Bestu kveðjur.
Greta Björg Úlfsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:51
Elsku Greta mín hvað er gott að sjá komment frá þér. Vona innilega að við sjáumst í Hvalfirðinum en ég skil vel hvernig staðan er. Ég vona að allt gangi vel hjá þér, Ljós til þín Greta mín.
Takk Sigrún, það væri gaman að sjá ykkur en þetta er á miðju sumri og fólk á ferðalögum Það var yndislegt að hitta ykkur í Eyrarkotinu í fyrra
"Maí" vonast til að sjá þig
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.7.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.