16.5.2008 | 14:15
Lífið í Græna litnum...
Ég er frekar löt að blogga þessa dagana enda hefur heilandi græni vorlitur Náttúrunnar, algjörlega tekið mig yfir. Stundum vegna þess að hann er svo yfirgnæfandi en stundum af því ég er að leita að honum...
Leitin/leiðin að græna litnum
Það er oft nauðsynlegt í lífinu að beygja sig niður til að sjá græna litinn...
... og fegurðina í hinu smáa og hógværa.
Það dugar ekki að standa og hreykja sér, þá getur farið illa...
... eins og hjá þessum trölla, hann dásamaði sjálfan sig í ljósinu ... aaaaðeins of lengi.
Í Heiðmörk rakst ég líka á góða og trygga vini sem búa saman í sátt og friði.
... þó ólíkir séu og þröngt um pláss.
Þar var líka par sem sýndi hvort öðru ást sína á fallegan og áhrifaríkan hátt.
Náttúran er óendanlega fögur í öllum sínum ólíku myndum. Hún er full af Lífi
og nýjum ævintýrum, hlýju, orku og félagskap.
Því megum við aldrei gleyma. Njótum Náttúrunnar og þess sem hún hefur að bjóða
en munum að hún ER heimili okkar og Móðir.
Gleðilegt sumar elskurnar, ég mun kíkja inn á bloggið annað slagið í sumar en kannski ekki segja margt í bili. Sendi ykkur Ljós og þakklæti fyrir samfylgdina í vetur
Athugasemdir
Hæ Ragnhildur.
Takkf yrir fallegt blogg og innileg skrif sem smita og heilla. Takk fyrir yndisleg comment á minni síðu alltaf. Kveðja í bæinn.
Júlíus Garðar Júlíusson, 16.5.2008 kl. 14:25
Yndislegar myndir Ragnhildur mín. Knús á þig elskuleg mín og hafðu það gott í sumar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 09:34
"Landið er fagurt og frítt" takk fyrir að sýna okkur þetta kæra vinkona.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 21:37
Já græni liturinn er farinn að kalla á okkur úr öllum áttum. Það er svoooooooo notalegt. Njóttu náttúrunnar krúttan mín og takk fyrir æðisleg sjónarhorn af móður okkar allra.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:56
Flottar myndir hafðu ljúfan sunnudag
Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:09
Júlíus kærar þakkir, bestu kveðjur til ykkar.
Ásthildur, takk takk og bestu kveðjur til þín í græna Ísafjörðinn og kúluna þína
Ásdís, takk og bestu kveðjur til þín austur fyrir fjallið
Guðrún Arna, þessi yyyyndislegi græni litur mmmmm hann nær alveg inn í sálina þessa dagana Bestu kveðjur til þín í græna Hveragerðið
Brynja, takk takk, bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:00
Græni liturinn heillar. Frábærar myndir hjá þér að venju. Hafðu það gott í sumar. Bestu kveðjur
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:31
Það er greililegt að hér er að ferðinni mannsekja, sem hefur þann hæfileika að geta séð fegurðina í öllu. Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.5.2008 kl. 14:19
Falleg færsla og flottar myndir.
Ragga (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:36
útúrgeggjaðar myndir - umm hvað Ísland er fallegt
halkatla, 22.5.2008 kl. 16:27
Hafðu það gott í sumar,fallegar myndir.
Magnús Paul Korntop, 26.5.2008 kl. 09:12
Alltaf jafn yndislegar myndirnar þínar, auðséð að þú hefur sko opin augun fyrir fegurðinni sem leynist allt í kring um okkur, ef við bara horfum......
Takk fyrir að leyfa okkur að njóta með þér
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.