Færsluflokkur: Bloggar
24.1.2009 | 12:03
Appelsínugult, hvítt og allir hinir litir regnbogans....
Það er spennandi að sjá að nokkur ný framboð eru í uppsiglingu. Nýjar hugmyndir, kjarkmiklar og háleitar sem gefa von og gleði í hjarta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.1.2009 | 22:51
Smá pása frá látunum
Ég er orðin þreytt í bili á íslenskri tilveru. Það eina sem "vantar" er eldgos ... nei, nei, Móðir Jörð, þú heyrðir þetta ekki!!
Núna vil ég bara sjá fallegt, ljúft, notalegt, hlýtt, ástúðlegt og fullt af kærleik
Kærleikur í felulitunum. Þær eru svo ljúfar við börnin sín þessar kisumömmur
Aðalkrúttið mitt hún Embla Sól, með sína ástúð og umhyggju, endalausu gleði, hlýju og hamingu, með sitt barn, hann Sigurð sinn
Bara dásamlegt
Sendi góða strauma og ljós til allra sem vilja þiggja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 13:50
Appelsínugulur ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 12:32
Framtíðin? hvað segir hún?
Við hjónin sitjum heima og getum ekki annað. Við veltum fyrir okkur framtíðinni: hvað verður? hvert erum við að fara? Hvað má lesa úr þeim táknum sem náttúran gefur þessa dagana?
Ég horfði til himins að leita svara, og hvað blasti þá við mér?
"Góðæris"leifar, hvert sem litið er!
Risakranar vomandi yfir hálfbyggðum byggingum.
En sólin sest yfir leifarnar og fylgifiska "góðærisins".
Spurningin er: Yfir hvað rís sólin svo aftur?
Ég reyndi að vanda mig hvert ég horfði. Er ekki örugglega vonargat þarna? Ljós og birta í fjarska?
Kannski Embla Sól sjái eitthvað inn í framtíðina?
Hvað skyldi það svo þýða sem hún sá? Það er spurningin.
FriðarDúfan horfir ákveðin langt í fjarska. Hvað skyldi hún sjá? Er þetta áhyggjusvipur? Eða von?
Ég velti fyrir mér möguleikunum og sendi jákvæða strauma þangað sem ég sé ljós framundan.
Nú er það eins og afi minn sagði alltaf: "Við skulum sjá hvað við sjáum"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2009 | 17:42
20. jan.09 er röndóttur dagur
Einmitt eins og ég sagði í síðustu færslu: Lífið er röndótt!
20. janúar 2009, í beinni útsendingu á RÚV:
Obama að taka við embætti í USA og
Þjóðin löngu búin að fá nóg á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2009 | 17:23
Röndótt Líf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.1.2009 | 11:44
Krúttfærsla enn og aftur, hvernig er annað hægt með öll þessi krútt? :-)
Já, lífið snýst um kettlingakrútt þessar vikurnar. Kisufjölskyldunum var úthlutuð svíta með svefnherbergi og baði og innbyggðu eldhúsi ásamt ótakmörkuðu leiksvæði um allt hús. Dekur? já maður á að dekra kisur, þær segja það
Þessi bráðfallega kisa sem ég kallaði Elínu eftir nýja eigandanum sínum fékk nafnið Lotta. Sem mér finnst alveg sérstaklega skemmtilegt af því fyrir mörgum árum ólum við upp ljónsunga hérna á heimilinu sem hét Lotta, systir hennar hét Lísa en það var fyrir löngu löngu síðan þó ummerki þeirra sjáist hér enn
Þær komu hérna í gær Elín Dagný og mamma hennar að sækja Lottu litlu.
Það er svo gaman að kynnast fólkinu sem tekur við kisunum. Elín Dagný er 11 ára og valdi sér kettling hérna í byrjun desember. Hún hefur komið reglulega að heimsækja hana og þannig fylgst með uppvextinum og kynnst kisu sinni vel.
Elín Dagný átti líka svo skemmtilega hugmynd að koma með körfu fyrir kisuna sína hingað og safna í hana lykt héðan svo kisa litla finni öryggi strax á nýja heimilinu í körfunni með lykt að heiman. Algerlega frábær hugmynd.
Það var eins og hún áttaði sig strax hún Lotta litla að þetta var sko hennar karfa!
Það þurfti að berjast fyrir henni...
... en hún gaf sig ekki. "Elín mamma sagði að ég ætti hana"
Þannig að Albus junior þurfti að sætta sig við gamla skó í staðinn
Kisumömmurnar halda Dúfu í hæfilegri fjarlægð, þær finna sennilega að hún er ennþá hálfgerður hvolpur þó hún sé orðin eins árs. En það má nú fylgjast með
Það er endalaust gaman að leika við þessi lífsglöðu krútt. Hér er hann Ragnar sonur minn að leika sér, það er algjör heilun og endurnýjun að leika sér smástund
Ef þær geta kennt manni eitthvað þessi kríli, þá er það að ekki þarf flókinn viðbúnað til að fyllast eldmóði og endalausri lífsgleði. Bara smá forvitni og innra barn sem er tilbúið að leika sér, það er allt sem þarf og maður er alltaf glaður og kátur
En Elín Dagný, mamma hennar og Lotta litla fóru saman heim ánægðar og spenntar að sína fjölskyldunni og þar með hundinum sem beið heima nýja fjölskyldumeðliminn.
Edda mamma kvaddi krúttið sitt vitandi það að hún fór á gott heimili. Lotta litla var algjörlega tilbúin að fara að heiman, sjálfstæð og dugleg kisa og á örugglega eftir að kenna hundinum á nýja heimilinu ýmislegt Hún getur breytt sér í íkorna á "no time" með skottið þykkt upp í loft og kryppa á bakið haha æ, hún heldur hún sé svo ógurleg en er í raun bara algjörlega dásamlegt krútt.
Það er svipur með þeim, finnst ykkur ekki?
Það er svo gott að horfa á eftir kettlingunum fara á heimili sem maður er svona sáttur við og ánægður með. Takk innilega fyrir góð samskipti Elínarnar mínar, ég hlakka til að frétta af Lottu litlu áfram.
Enn einn kettlingurinn fer svo að heiman á sunnudaginn. Það fækkar stöðugt í hópnum, það er eins og hverju kríli hafi alltaf verið ætlað ákveðið heimili sem bara bíður eftir að þeir séu tilbúnir að fara.
Lífið er náttúrulega bara dásamlegt krútt, ekki satt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 13:52
Fullt tungl og meira um dásamlegu krúttin :-)
Síðast liðin helgi var svo dásamleg! orka hennar lifir áfram. Fullt tungl og mikil orka friðar og fegurðar.
Sameinað ákall hjartna og huga hinna mörgu skilar sér í sterkri friðar og verndaruppbyggingarorku.
Og þetta var bara byrjunin.....
En nú í skiljanlegri hluti Hér er mikið Líf og fjör á mörgum sviðum og hæðum hússins
Þetta er sko stuðleikur!
Leikurinn fjallar um æfinguna "að verja húsið"...
Þau eru svo lítil og dásamleg krútt en finnst þau sjálf vera svo stór og ógurleg
Sumir horfa bara á, það þarf líka að hvíla sig vel á milli þegar maður er svona lítill
Það er líka svo margt að skoða og hugsa um. Svo óskaplega margt að læra í þessum heimi.
Og þegar maður er kisi þarf maður líka að kunna að sitja bara og vera krútt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2009 | 13:28
Kisukrútt flytja að heiman :-)
Fyrrakvöld var rosalega skemmtilegt hjá okkur. Þá kom hún Sigrún bloggvinkona mín, Steini maðurinn hennar og prinsessurnar þeirra tvær: Eydís og Þórdís. Svo komu líka Guðni bloggvinur minn, bróðir hennar Sigrúnar og mamma þeirra! Pælið í því hvað maður er lánsamur að kynnast heilli stórfjölskyldu, þremur kynslóðum í gegnum bloggið og svona líka yndislegt fólk
Hann Guðni var svo notalegur að senda mér myndir sem hann tók og gefa mér leyfi til að setja hérna inn á bloggið. Þannig að allar myndirnar við þessa færslu eru frá Guðna, takk kærlega Guðni og bestu kveðjur til ykkar krúttsálufélaganna
Þarna er Guðni með Magna litla Mafíukisa að kveðja mig. Litli kisi fékk að flytja til Guðna og Pútín stórakisa og ég veit þeir eiga allir eftir að hafa það rosalega gott og skemmtilegt saman. Kíkið bara á bloggið hans Guðna
Sigrún og hennar fjölskylda féllu fyrir "Mýslu litlu" sem fékk að flytja heim til þeirra. Þar verður dekrað við hana það leynir sér ekki á myndunum á blogginu hennar Sigrúnar Endilega kíkið þangað, mig vantaði tilfinnanlega myndir af yndislegu prinsessunum Þórdísi og Eydísi en það eru myndir af þeim á blogginu hennar Sigrúnar. Þar sést líka þegar Simbi stórikisinn þeirra tók á móti "Mýslu litlu" þegar hún flutti inn
Mamma eða amman eiginlega varð auðvitað að fá að "máta" líka.
Það fór greinilega vel á með þeim. Litlu kisurnar voru báðar alsælar með fólkið sem þau voru að flytja til.
Lady Alexandra er semsagt búin að gefa alla sína kettlinga á ný heimili. Edda er búin að lofa tveimur, þannig að nú eru aðeins 5 ólofaðir kettlingar eftir. Eddubörn eru rétt rúmlega 7 vikna og Völubörn rúmlega sex vikna, þannig að þau eru ekki alveg tilbúin að flytja ennþá.
Það var eins og Alex skyldi að hún var að kveðja börnin í síðasta sinn. Hún knúsaði þau og kvaddi vel og svo hlýlega og fallega. Hún var greinilega sátt við fólkið sem þau voru að fara til. Hún kallaði aðeins einu sinni um kvöldið á kettlingana en svo var eins og hún mundi. Þannig að hún fór bara að sofa, hún er orðin gömul og reynd hún Lady Alexandra og veit að það er þetta sem gerist.
"Bless elskurnar mínar og munið nú allt sem ég kenndi ykkur"
"knúsiknúsiknúsiknús......"
Nú getur hún Lady Alexandra farið aftur í aðaldekurhlutverkið á litla heimilinu sínu hérna niðri, engin samkeppni við börnin hennar. Hlutverki hennar við uppeldi barnanna sinna er lokið og nú taka Magni Mafíukisi og "Mýsla litla" til við að ala upp sínar nýju fjölskyldur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2009 | 14:06
Nýtt ár og ný ævintýr...
Nýtt ár byrjar með vorveðri ... eða er þetta haustveður? Allavega ekki alveg "venjulegt" janúarveður. En þetta ár verður örugglega ekkert "venjulegt" heldur. Ýmislegt breytist en það er sumt sem aldrei breytist og það er krúttleikastig kettlinga
Sæl og blessuð Bast og ég heilsumst hátíðlega í einum hlutverkaleiknum
Er "maður" sætastur eða hvað? Þetta er hún Elín litla sem flytur til nýja eiganda síns eftir ca tvær vikur.
Hennar hátign Lady Alexandra með fjögur af sínum fimm: Obama, Mýsla litla, Bangsi og Snati. (já ég veit þetta eru skrítin kisunöfn en hundurinn okkar heitir líka Dúfa.... ) Obama og Tígri bróðir hans fluttu saman á nýtt heimili og Bangsi fer á föstudaginn. Mýsla og Snati eru ólofaðir ... ef þig vantar einn ...
Þetta eru algjörir fjörkálfar! Álfur litli og Jóli hasast þarna saman og Elín litla nagar skottið á Jóla á meðan. Það verður ALLT að leikföngum í loppunum á þeim!
Ég verð að játa að mér verður ekki mikið úr verki þessa dagana, gæti bara dúllað mér hjá þessum krúttum allan sólarhringinn Það er eins og þau séu í eilífum hlutverkaleikjum, stundum er einhver skrímslið og hinir þurfa að yfirvinna það. Stundum er kassi eða gömul skóreim eða krumpað umslag mjög spennandi bráð. Svo er ómetanlegt að hafa systkinin fyrir fórnarlömb eða óvætti eftir því hvaða leik er verið að leika þá stundina
Svo þarf regulega að taka smá pásu í fjörinu til að knúsa aðeins
Það þarf líka að kunna að "pósa"...
Aldrei mjög leiðinlegt hjá þessum tveim
Það er nú ekki amalegt að búa með svona dásemdarkrúttum og gleðigjöfum
Lífið er svo dásamlegt alla daga. Hvort sem maður hefur einhvern fyrir skrímslið, bráðina, leik- eða knúsufélaga þá er alltaf til efniviður í góðan og spennandi dag
Knús og ljúfan dag til ykkar elsku bloggvinir og aðrir sem "álpast" hingað inn að lesa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)