Færsluflokkur: Bloggar

Samvinna

Hér á bæ eru tvær læður með kettlinga. Edda á einn kettling eftir og Vala þrjá. Þær eru svo dásamlega góðar systur og vinir að þær hjálpast að við uppeldið InLove

edda-og-kettlingarnir-i-duk.jpg

Edda í dúkkuvöggunni með sinn gráa Albus jr og tvo syni hennar Völu, Álf og Snjótígra Joyful Þessa gömlu dúkkuvöggu fékk ég í 9 ára afmælisgjöf, einhvern tíma á síðustu öld..... Tounge Hún er vinsæl af öllu ungviði hér á bæ enn þann dag í dag. 

embla-me_-albus-jr.jpg

Stundum þarf Embla Sól að hjálpa þeim ofan í vögguna svo þeir geti farið að lúlla Joyful

lullukrutt.jpg

Og það er greinilega gott að lúlla þarna í vöggunni innan um dúkku og bangsa InLove

albus-jr_-og-snjotigrinn-i-.jpg

Það þarf líka að læra á lífið og leika sér með þroskaleikföngin.. færa til og ...

albus-jr_-og-snjotigrinn-2.jpg

tosa aðeins upp og ýta til hliðar..... Wink

solin-sest.jpg

Dagur er að kveldi kominn, sólin sest og litlar kisur þurfa að leggja sig. Það þarf að safna kröftum fyrir ný ævintýri á morgun.

vala-me_-kettlingana-i-sofa_791516.jpg

Þvo sér um trýnið og sofa svo vært undir vökulum augum Völu mömmu og frænku. Það er hennar vakt í þetta sinn Joyful

 


Venus ...

... syngur sínum himneska söng...
 
lei_arstjarnan.jpg
 
.. hún hreinlega horfir á mig inn um gluggann og ég get ekki annað en tekið undir Halo

Saman, það er best að vinna saman...

Svona á að gera þetta! Eina leiðin til að komast út úr þeirri kreppu sem við erum komin í er að vinna saman. ALLIR sem einn og ekkert flokka- fyrirgefiði-kjaftæði.

Dúfa-og-Magni-í-sófanum

Við eigum öll sameiginlegt markmið: að vinna okkur UPP. 

Við erum lítil þjóð, sem hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru að við finnum öll að við erum ein fjölskylda, við þurfum að hugsa þetta þannig. Það eru ýmsar týpur í öllum fjölskyldum, ýmsar skoðanir í fjölskylduboðunum en allir hafa rétt á sínu. Við getum samt öll setið við sama borð og notið þess að vera þjóð saman og vinna þetta saman. 

Fjölskyldan okkar, þjóðin, er fjölbreytt og býr yfir miklum og ólíkum hæfileikum og það eru hlutverk fyrir alla, sumir fara í að hreinsa út, aðrir að endurskipuleggja, búa til nýtt ofl en öll þurfum við að hjálpast að við að byggja upp. Og byrja á því að byggja upp trúna á að við getum í alvöru byggt upp. 

Ég trúi því að við getum þetta vel. Við erum ótrúlega klár og dugleg þjóð... þegar við viljum. 

... en hvað er svosem að marka mig.... 


mbl.is „Mjög góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt!

Dásamleg sálarheilun InLoveHeartInLove

 

 

Lífið er fallegt, það er bara þannig HeartHaloHeart


Kettlingar í boði á góð heimili :-)

Aðeins 3 (af 12!)dásamlegir og skemmtilegir krúttukettlingar ennþá á lausu og fást gefins á góð heimili. Einn þeirra er 10 vikna en tveir eru 9 vikna.

 

3-krutt-vantar-ny-heimili.jpg

 

Eru þeir krútt eða hvað? InLove

edda-me_-albus-jr.jpg

Þetta er önnur mamman, hún Edda og sonur hennar sem við köllum Albus jr. eftir frænda hans :-)

vala-me_-_lf-og-snjotigrann.jpg

Vala með Álf litla krúttkisa (svarti brúskurinn til fóta;-) og Snjótígrann kraftmikla og fagra. InLove

Mömmurnar eru systur og sjá saman um uppeldið og gefa oft kettlingum hvorrar annarrar á spena. Þær eru alveg dásamlegar mömmur og yndislegt að fylgjast með þeim í uppeldisstörfunum. Bæði ljúfar og blíðar en ákveðnar þegar á þarf að halda  Joyful

Kíkið á fleiri myndir í albúminu til hliðar sem kallast "litlu kraftaverkin" Smile


Þetta líst mér á :-)

Já þetta líst mér á! Þeir sem eiga dýr eða hafa einhvern tíma átt dýr, vita hvað þau eru gefandi og heilandi. Bara dásamlegt Joyful

embla-dufa-og-edda-vi_-jola_759797.jpg

Samskipti við dýrin er ekkert nema hollt og gott fyrir sálina fyrir unga sem aldna Joyful


mbl.is Hundar fá að koma á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjart yfir landinu þessa dagana....

 
bjart-er-yfir-landinu.jpg
Það er bjart yfir landinu, maður fyllist von að sjá þessa björtu kraftmiklu konu taka við stjórninni. 
Það er gleðibros í hjartanu og von í sálinni Heart

mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska ljóðið við lag Hallgríms Óskarssonar "I think the world of you"

Ég má til með að setja hérna inn textann sem Hallgrímur Óskarsson samdi lagið "I think the world of you" við. Þar sem faðir minn Jón Kr. Gunnarsson gaf út ljóðabók eftir Árna Grétar Finnsson 1982, kannaðist ég við ljóðið sem Hallgrímur nefndi í sjónvarpinu. Þessi texti er svo frábær og segir mikið sem gott væri fyrir hvern mann að taka sér til umhugsunar.

Lífsþor

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,

sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,

djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,

manndóm til að hafa eigin skoðun.

 

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,

einurð til að forðast heimsins lævi,

vizku til að kunna að velja og hafna,

velvild, ef að andinn á að dafna.

 

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.

Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.

Þá áhættu samt allir verða að taka

og enginn tekur mistök sín til baka.

 

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,

meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,

fylgja í verki sannfæringu sinni,

sigurviss, þó freistingarnar ginni.

 

ljóð eftir Árna Grétar Finnson

úr bókinni "Leikur að orðum" útgefið af Bókaútgáfunni Rauðskinnu 1982


Móðir Jörð heldur í sér andanum...

snjor-i-hello-1.jpg
 
... á meðan hinn himneski Faðir sendir ljós yfir.
 
snjor-i-hello-2a.jpg
 
 Út úr því samspili myndast dásamlegir draumar og glitrandi gleði
 
snjor-a-runna.jpg
 
...og meira að segja óvænt rósablöð í janúar
 
snjor-a-ros-i-januar.jpg
 
Það leynist nýtt líf undir köldum mjúkum snjónum. Vorið er byrjað að sína tákn sín. 
Það er svo yndislegt og gott fyrir sálina að sjá hið jákvæða og bjarta. 
Hin fögru tákn Lífsins eru oft undursmá og hálfhulin en það er svo sannarlega þess virði að horfa vel með opnum huga og hjartaHeart 
 

Bara smá krútt

Aðeins að taka pásu frá fréttum og spjalla við kisukrúttin Joyful
Verð að bæta aðeins inn í að það fer hver að verða síðastur að fá sér kettling hjá mér, aðeins fjórir eftir. 
 
krutt-a-bor_stofubor_inu.jpg
 
Eddubörn tóku smápásu frá borðstofuborðshasarnum til að "brosa" framan í myndavélina Joyful
 
_lf-hei_ur-og-snjotigrinn.jpg
 
Snjótígrinn Orgel og Álfur Völubörn í svítunni sinni á efri hæðinni Smile
 
heldur-a_-ser-hondum.jpg
 
Snjótígrinn Orgelínus heldur að sér höndum (alltaf flottur á mynd!)
alienkisur.jpg
 
Þessir tveir eru hinsvegar eins og þeir séu af öðrum heimi Woundering .... enda köllum við þá Jóla og Álf
Krúttkveðjur Heart
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband