Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2009 | 15:26
Öfugu megin frammúr...?
Þær lágu saman og hvíldu sig, þvílíkt afslappaðar, Dúfan og Lafðin.
Ég horfði lengi á þær, þvílík slökun. Mig dauðlangaði bara að troða mér á milli þeirra.
En ákvað að setjast í eldhúsið og hita mér kaffi, reyna að vekja mig og hressa. Opnaði tölvuna og settist við eldhúsborðið á meðan kaffivélin mallaði. Maður verður að reyna að "gera eitthvað".
Einbeitingin var engin, aftur og aftur varð mér litið upp, þarna svaf Magni. Hverskonar bæli er þetta nú fyrir stóran kisa?!
Þetta er karfan hans Jóla! reyndar var þetta alltaf brauðkarfa en... tímarnir breytast og hlutverkin með.
Þessar pælingar mínar höfðu engin áhrif á Magna "litla" Víkingakisa.
Ég skil ekki alveg hvernig þetta er þægilegt en .... hann sefur og virðist líða bara mjög vel.
Ég hugsaði með mér að ég ætti kannski bara að leggja mig líka. Ég er alltof þreytt á öllum pælingunum, stóru draumunum sem eru alltof erfiðir hvort eð er. Ég get þetta ekkert, þetta er bara rugl, ég hef ekki það sem þarf í drauminn minn, skrokkurinn leiðinlegur, mig verkjar þarna og hérna og hausinn! ... ... æ, ég fer bara að sofa og vakna kannski bara þegar vorar í Lífinu.
Ég var eiginlega alveg búin að tala mig niður í gólf, niður í dimmasta vetur þegar ég hrökk upp...
...það er kallað í mig, hátt og ákveðið! Ég lít út um gluggann á húsið sem verkamannahjónin amma mín og afi byggðu með eigin höndum, einhvern tíma snemma á síðustu öld og fengu aðstoð föður míns sem þá var aðeins smápolli.
Uppi á þaki sat...
... krummi vinur minn. Það var greinilegt að honum lá mikið á hjarta að ná sambandi við mig.
Ég sá að það þýddi ekkert annað en að hlusta...
Hann sagði mér að hugtakið "vor" væri afstætt og hefði með innri ákvörðun að gera. Ef ég ætlaði að sitja niðurlút og bíða eftir vorinu, þá kæmi það aldrei. Nei, ég yrði að líta upp og finna "vorið" sjálf. Já, láta sjálf birta til innra með mér, finna Ljósið aftur, finna vonina, Lífið, birtuna og vorið og......
Magni gaf allt í einu frá sér ótrúlega undarlegt "Mjálmkvakvofftíst" og stökk upp í gluggann!
Hann horfði einbeittur, mjög einbeittur upp og "talaði og talaði" við einhvern...
... er hann orðinn ruglaður, hugsaði ég.
Þarna hékk hann á klónum og næstum dottinn út. Hva? ... þá sá ég hvað það var...
... hann hafði séð flugu. Og hann ætlaði sko ekki að láta fyrstu flugu vorsins sleppa.
Flugan flaug út um gluggann, slapp undan þessu undarlega "tali" kattarins. En kisi stökk á eftir henni og endasentist niður garðinn, stökkvandi og hoppandi. Greinilega mjög glaður.
Í því sé ég krumma fljúga burt og krunka eins og til að segja: "Ég sagði þér að vorið kæmi um leið og þú hugsaðir það."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2009 | 15:51
Sól ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 14:00
Leiðin ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2009 | 13:18
Vonarglæta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2009 | 22:46
Jólabað ...
Ég er í alvarlegri afneitun þessa dagana. Nenni ekki lengur að fylgjast með neikvæðri umræðu og rifrildi milli allra flokka og fylgjenda þeirra. Allir bulla og rífast um eitthvað sem skiptir engu máli og enginn skilur hvort sem er, á meðan skútan sekkur þegjandi í bakgrunninum. Þegar maður er farinn að skamma sjónvarpstækið sitt upphátt, já þá er betra að fara að hugsa eitthvað annað.
Þannig að ég ætla frekar að fylgjast með einhverju eðlilegu og fallegu eins og t.d. dýrunum á heimilinu. óvænt? já, einmitt mjög óvænt útspil hjá minni, ég held allavega nokkurn vegin sönsum á meðan
Það fór semsagt fram mjög ákveðið Jólabað á borðstofuborðinu.
Hann Jóli litli er eini kettlingurinn eftir á heimilinu. Hann er að bíða nýja heimilisins en er hættulega mikið krútt og skemmtilegur, það verður erfitt að láta hann fara þegar sá tími kemur.
Hann á, fyrir utan mig, tvær mömmur. Mömmu sína hana Völu og svo Eddu systur hennar. Þær sáu orðið saman um sín börn og nú þegar Jóli er einn eftir, já þá fær hann tvöfalda umhyggju sem felst meðal annars í því að hann sleppur sko ekki við baðið!
Það var alveg sama hvað hann mótmælti og hvað dúkurinn fór í kuðl undir þeim á borðinu, Edda gaf sig ekki.
Þennan litla Jóla skal þvo vel á bakvið eyrun! Like it or not!
En það sem hann var stoltur og flottur á eftir
En það voru fleiri baðaðir á bænum.
Stóri kisustrákurinn okkar hann Herra Albus Dumbledore var alltaf mikill vinur Punkts hundsins okkar sem dó síðastliðið haust.
Albus saknaði hans mikið en hefur nú fundið út að það er hægt að nýta Dúfu í ýmislegt...
Punktur nefnilega þreif alltaf Albus þegar hann kom inn óhreinn og blautur úr rigningu og hasar í Hellisgerði.
Nú hefur Dúfa fengið það hlutverk að þrífa og knúsa Albus þegar hann kemur inn þreyttur og blautur eftir að hafa varið heimilið í hvernig veðri sem er.
Dúfa fer ekkert mjög varlega, soldið brussuleg en Albus tekur viljann fyrir verkið
Og þau eru bestu vinir, þau þekkja hvort annað og vita að við þurfum ekkert að vera öll eins til að geta verið vinir.
Mann syfjar bara að horfa á hann..... góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.2.2009 | 01:14
Lífið er ...
... fjölskyldan ...
... vinir ...
... allskonar vinir...
... gleðidans...
... Ljósið ...
... von
... það er alltaf von. Þar sem vonin er þar er auðvelt að brosa með hjartanu og...
.. sjá Ljósið í myrkrinu.
Í því Ljósi verður svo ótal margt nýtt og spennandi til
það er þar sem þögnin býr og sköpunarkrafturinn sækir orku sína og mátt.
Bloggar | Breytt 23.2.2009 kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2009 | 00:50
Flókin vandamál...
Það liggja svo margar hugmyndir í loftinu þessa dagana .... eins og reyndar oft áður ég þarf að hafa mig alla við að punkta hjá mér og svo er það vandamálið stóra og mikla: á hverju á að byrja? Og svo þarf líka að klára allt hitt sem er í gangi! Valkvíðinn er alveg að fara með mig...
Mitt innra barn horfir áhyggjufullt út um gluggann og flækir saman öllum hugmyndunum og áhyggjunum og það virðist vonlaust að leysa úr málunum. En sem betur fer á ég líka innri eldri dömu sem lítur innavið og sér alla hluti með jafnaðargeði. Engin vandamál, ekkert mál að forgangsraða ...
fyrst byrjum við á.... og svo... og allt í einu virðist allt svo skýrt og einfalt og augljóst
Eða er það þannig?
Æ, kannski dreymir mig einhverja lausn á þessu .... .. vona bara að ég muni hana á morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2009 | 19:17
Góð helgi
Notaleg helgi að lokum komin. Lárus á afmæli í dag og við höfðum það bara rólegt í fjölskyldufaðmi með kaffi og meððí. Til hamingju Lalli minn
Og svona á milli bolla afhentum við einn kettlinginn enn. Hann fór í Þorlákshöfn til góðs drengs og fjölskyldu hans. Ég veit að það á eftir að fara vel á með þeim tveim, hann er svo gæðalegur þessi ungi drengur, ég veit að litla kisanum á eftir að líða vel hjá honum Gangi ykkur vel Sigurður
Svo nú eru aðeins tveir kettlingar á heimilinu, ... ásamt auðvitað stóru kisunum, hundinum og okkur tvífætlingunum.
Jóli er frátekinn...
en verður hjá okkur þar til nýji eigandinn getur tekið við honum.
Og þá er það bara hann Albus litli júnior krúttustrákur eftir sem vantar nýja fjölskyldu.
Hann er algjör ljúflingskúrudrengur
Í gærkvöldi var úrslitakvöldið í íslenska Eurovision. Mér finnst alltaf svo gaman að þessari keppni og fylgist alltaf með. Það er alltaf svo mikil einlægni og gleði, svo mikill sköpunarkraftur og fjör. Mér hefur fundist þær nafna mín Steinunn og Eva María alveg frábærlega skemmtilegar í kynningunum í vetur.
Lagið sem fer út til Moskvu er alveg ágætt og flytjandinn líka, ég er alveg sátt. Ég var hins vegar búin að velja lagið "I think the world of you" eftir Hallgrím Óskarsson, sungið af Jogvan. En ég er sannfærð um að það lag á eftir að heyrast oft og mikið, eða allavega vona ég það, það er svo fallegt og hefur alveg náð inn í hjarta hjá mér
Í kvöld erum við gömlu að passa elsku litlu prinsessuna okkar hana Emblu Sól. Best að skella henni í náttföt og syngja svolítið fyrir hana og dúkkuna hennar það getur tekið óratíma hjá henni Emblu að kyssa alla góða nótt, það eru amma og afi, frændur og foreldrar náttúrulega og svo er það Dúfa og Alex og Edda, Vala og kettlingarnir hver af öðrum.....
Krúttasta krútta mín, nú förum við að lúlla....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)