Flókin vandamál...

Það liggja svo margar hugmyndir í loftinu þessa dagana .... eins og reyndar oft áður Sideways ég þarf að hafa mig alla við að punkta hjá mér og svo er það vandamálið stóra og mikla: á hverju á að byrja? Og svo þarf líka að klára allt hitt sem er í gangi! Valkvíðinn er alveg að fara með mig...

junior-horfir-ut-um-glugga.jpg

Mitt innra barn horfir áhyggjufullt út um gluggann og flækir saman öllum hugmyndunum og áhyggjunum og það virðist vonlaust að leysa úr málunum. En sem betur fer á ég líka innri eldri dömu sem lítur innavið og sér alla hluti með jafnaðargeði. Engin vandamál, ekkert mál að forgangsraða ...

fjolublair-draumar.jpg

fyrst byrjum við á.... og svo... og allt í einu virðist allt svo skýrt og einfalt og augljóst Joyful

allt-svo-augljost.jpg

Eða er það þannig?  Errm

albus-sofandi-i-sofanum.jpg

Æ, kannski dreymir mig einhverja lausn á þessu .... Sleeping .. vona bara að ég muni hana á morgun... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Yndislegar kisumyndir.

Nokkrar áhyggjur af efnahagsvandanum þar á bæ?  Ne-í, varla : )

Eygló, 20.2.2009 kl. 02:11

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Skemmtileg framsetning hjá þér. Ég vona svo sannarlega að þú hafir sofið vel og jafnvel dreymt úrlausnir  

Knús og kram héðan

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, ég vaknaði allavega mjög vel í morgun með englasöng í hjarta, þakka þér fyrir og er þegar byrjuð að vinna eftir skipulagslegri röð...... spennandi að sjá hvað sú gáfa endist langt frameftir degi   

Og kisurnar hafa sko alls engar áhyggjur af efnahagsvandanum! Það eru ekki þær áhyggjur sem mynda svipinn á litla krúttinu Þær myndu hafa rjóma og rækjur í hvert mál ef þær fengju einhverju að ráða sem betur fer ráða þær engu um það en hins vegar ráða þær ýmsu um hvað ég geri á daginn, því þær leika með útsaumsgarn og lopa, hendurnar á mér og tærnar, eyrun og skottið á hundinum...  og láta mig svo stökkva upp í loftköstum og grípa blómapotta.... ég leggst allavega ekki í dvala með nokkur stykki fjöruga ferfætlinga á heimilinu   

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur mín þarna liggur djúp speki skreytt með fallegum myndum.  Takk fyrir þetta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:55

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir Ásthildur, þú lest greinilega það sem skrifað er milli línanna

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.2.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband