Færsluflokkur: Bloggar

Góður dagur...

Það er svo fallegur dagur í dag, enn og aftur. Mikið er nú dásamlegt að vakna og ganga inn í svona fegurð Joyful

 

 

Textann má kannski þýða sem: "Ég er af Guði komin"  

 

Morgunsöngur sem endist allan daginn.....  


Vilji, kjarkur, hvatning og jákvæður félagsskapur....

... það er allt sem þarf. Þá getur hver og einn blómstrað eins og honum einum er lagið.

horfið á lagið til enda... Joyful Yndislegt, bara yndislegt : "Oh happy day...:!" 


Enn um vorið .... :-)

"Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn ...."

Sá krummi sem ég heyrði í í morgun var að kalla á kellu sína. Það var sko vorhugur í þeim krumma, hann dansaði á trjágreinunum, kroppaði, krunkaði og smellti í góm og gaf frá sér allskyns skemmtileg hljóð sem krumma einum er lagið á vorin. 

Krummi-við-tré-cut

Hann var þarna lengi vel og "söng" við bakraddir Dúfu minnar ...

dufa-msn-a-hli.jpg

og Eddu.

 edda-andlit-tekin-af-ragnar_818405.jpg

 Það var hlustað og fylgst með krumma af athygli úr öllum gluggum. 

Við hugsuðum öll það sama: er í alvöru vorið að undirbúa komu sína svona ákveðið?

Lóan er komin til landsins.

Fuglarnir í Hellisgerði syngja svo fallega dag eftir dag.

Flugan mætti í eldhúsgluggan að stríða Magna um daginn

og svo hann krummi að kalla á kerlu sína með tilfæringum.

Þá leit Dúfa á mig og sagði: ... 

dufa-msn.jpg

"Jú mamma, það er allavega komið vor í sálina. Og það er það sem skiptir máli, er það ekki?"

Ooohh hún er svo skynsöm hún Dúfa mín Joyful


Er vorið komið ?

er-vori_-komi.jpg

Dýrmætasta hljóð náttúrunnar ...

... á þessum árstíma. Það dregur svo sannarlega úr innri leiðindum að heyra hana syngja fyrir okkur og boða betri tíð með blóm í haga Joyful

Lóan-á-Víðistaðatúni

Þessi mætti í garðinn minn eitt vorið bara til að vera viss um að ég missti ekki af henni Smile

Vertu velkomin ljúfa lóa Heart


mbl.is Lóan er komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sannfærð um að ...

... Jóhanna sé einmitt sú sem við þurfum á að halda á næstunni.

Sjá drauminn hér fyrir neðan Wink  


mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig dreymdi...

... draum. Jóhanna Sigurðar var að spila tónlist fyrir þjóðina. Tónlistin var undurfögur og hafði mikil heilandi áhrif á alla þjóðina og rak burt illa anda og neikvæð áhrif.

Tónlistin var svo falleg, dásamlega ljúfur hörpuhljómur eins og englar væru að spila.

Svo vakna ég voða rólega og líður mjög vel eftir drauminn. Þetta hlýtur að boða gott hugsa ég með mér. En uppgötva þá að ég heyri tónlistina ennþá. Hljómarnir voru bara þó nokkuð ljúfir en ekki alveg eins magnaðir og í draumnum, en þeir komu úr stofunni.

Milli svefns og vöku átti ég alveg eins von á að mæta Jóhönnu Sig með englahljómsveit í stofunni og stóra hörpu en..... þetta var sjónin sem mætti mér:

joli-spilar-tonlist-1.jpg

Jóli litli !!! 

Ég margspurði Jóla án þess að fá nokkur svör:

Hver er þá meining draumsins?


Hellisgerði

Um síðustu helgi fórum við afinn, ég og Emblan litla í Hellisgerði að leika okkur. Við fengum fylgd Dúfu, Albusar, Eddu og svo Lafði Alexöndru og Völu. En þær tvær síðastnefndu fóru heim þegar byrjaði að snjóa.... Magni varð eftir heima til að gæta Jóla litla Joyful

 embla-og-afi-a-thotu.jpg

Þetta er sko gaman! Kisurnar fylgjast með í fjarska og hreyfa eyrun í takt við hlátrasköllin LoL

amman-og-emblan-gera-engla.jpg

Við gerðum náttúrulega engla í snjóinn Halo

 albus-hatt-uppi.jpg

Albus töffari þurfti alltaf að hlaupa hátt upp í hæstu trén og horfa yfir okkur hin.

vi_-gosbrunninn-i-hello.jpg

Það voru miklar pælingar í sambandi við frosið vatn og "blautt vatn", snjó og vatn sem frussast úr gosbrunni. Heilmikil eðlis og efnafræði bæði fyrir barn og hund Wink

Þessi litli garður Hellisgerði er svo dýrmætur og bíður upp á svo mörg ævintýri, allan ársins hring. Bæði fyrir þá sem heimsækja garðinn og eins fyrir íbúa hans.  En það er eitt sem fer óendanlega í taugarnar á mér, fyrirgefiði ég bara verð að koma því að..

_lfafangelsi.jpg

Álfafangelsið. Það er Bonsaigarður þarna inni í þessu fangelsi í tvo mánuði á ári, opið örfáa tíma á dag. Alla restina af árinu er þetta læst eins og fangelsi utan um álfafjölskyldur sem þarna búa.

_lfafangelsi-feb-09.jpg

FrownAngry  ... kannski ráð að hafa geiturnar "mínar" þarna .... Wink

En nóg um það, við höfðum samt gaman í þessari ferð eins og alltaf Smile Látum ekki svona ergelsi trufla okkur of mikið of lengi.

embla-og-dufa-a-svi_i.jpg

Þær hamingjusömu "systur" sáu til þess að halda brosunum á sínum stað Joyful Þær skelltu sér upp á svið og dönsuðu aðeins fyrir okkur og sungu snjósönginn. 

albus-flottur-i-hello.jpg

Albus fylgdist af athygli með tilburðunum á sviðinu.

edda-svarar-albusi-fyrir-si.jpg

en stökk síðan upp í næsta tré að ærslast með Eddu systur sinni Joyful

Það var vor í lofti, þrátt fyrir snjóinn. Daufur ilmur vorvonar undir niðri Cool

Og svo þegar heim var komið þurfti að knúsas dáldið vel Joyful

hopknus_813660.jpg

Hópknús barns og hunds og bangsa og gleðihlátur JoyfulLoL


Hugleiðing um hvað við kjósum

Þessa helgi er verið að kjósa í sæti hjá stjórnmálaflokkunum. Ég var eins og flestir, að hugleiða þetta allt saman og fékk mér göngutúr til að hugsa hlutina í samhengi. Á göngunni mætti ég þessum..

natturuverurnar-aepa-og-aepa.jpg

 Hann æpti af ótta! Það má stöðugt heyra í honum og fleirum slíkum ópin.

(það er hægt að ýta á myndirnar til að sjá þær stærri)

Hann hafði hlustað á marga ganga hjá og ræða ástand samfélagsins. Hann sagði að fólk hugsaði svo stutt aftur í tímann og hræðilega stutt fram í tímann. Hvað er með mannfólk? spurði hann mig. Það varð fátt um svör hjá mér, ég treysti mér ekki til að svara fyrir mannfólk. Ég sagði samt svona mér sjálfri til varnar að ég ætlaði mér að kjósa mannfólk sem bæri virðingu fyrir móður sinni, Jörðinni og öllum þeim sem á henni búa. Fólk sem hugsar til framtíðar um líf barnabarna sinna.

Ég ætla mér bara að gefa mitt atkvæði til þeirra sem hugsa lengra en í sætið sem þeir sitja á eða sækja í, í augnablikinu...

skipt-um-sko_un.jpg

Horfðu augnablik á þetta tré. Ef þykka stóra greinin hefði vaxið áfram í þá átt sem hún stefndi, þá hefði allt tréð fallið.

Sem betur fer skipti það um skoðun á leiðinni, það valdi að vaxa upp í átt til Ljóssins og Lífsins. Þess vegna er þetta tré stórt og fallegt, ber með sér sögu sína og lifir áfram...

Það má skipta um skoðun og velja leið Lífsins.


Vá! ...

Guð minn góður, ég sit bara með tárin í augunum... einu sinni enn , yfir þessari þjóð Crying

Andri Snær, þessi mynd á eftir að fá meira að segja mig í bíó, með fullt af tissue pökkum í vasanum...


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband