Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 12:18
Enn og aftur um krúttin mín :-)
Litlu krúttin okkar færa okkur knús, gleði og sólskin í hjartað
Auðvitað er Emblan mín aðal og yfirkrútt eins og alltaf
Ég sýndi henni prjónagarn um daginn og spurði hana hvernig henni fyndist þessi græni litur. Hún svaraði: "Váááááá band! Amma hetla (hekla)!" og rétti mér hnykilinn ákveðin. Og auðvitað mun hún fá heklaða peysu úr því garni
Og svo eru það öll "litlustu" krúttin á bænum. ("klekkligadnið" eins og Emblan mín segir )
Vala, sem ég hélt að gengi með 8 kettlinga, reyndist með 3 og er í fínum holdum á eftir. Semsagt átvagl Sem betur fer verð ég að segja, ég var komin með smá áhyggjur ef þetta yrðu kannski 20 kettlingar á heimilinu en þeir eru "bara" 12.
Hérna liggur nýjasta fjölskyldan í fæðingarkassanum, við hliðina á hjónarúminu.... Já, heimilið er allt undirlagt og engar ýkjur þar sko.
Þetta eru litlu Völubörn ca tveggja daga gömul. Einn er allur svargrár(Jóli ), einn svargrár með hvítan maga, sokka og trýni (Álfur) og svo þessi bröndótti (Dísa ljósálfur) sem greinilega minnir mann á blörraða gaurinn... Nöfnin eru náttúrlega bara bráðabirgðanöfn fyrir okkur til að aðgreina þá, ég veit ekki einu sinni fyrir víst hvaða kyn þeir eru!
Þessar litlu kisumömmur, allar þrjár, eru alveg dásamlegar. Passa vel upp á sín börn, ein Á neðstu hæðina hjá sinni fjölskyldu (dóttur minni og familý) ein Á stofuna okkar og ein Á hjónaherbergið. Við mannfólkið fáum bara að vera þarna inni upp á náð og miskunn. Þetta verður bara að vera svona fyrstu sólarhringana svo fara þær að slaka aðeins á. Dúfa mín er ekkert voða vinsæl af mömmunum en þegar þær eru fjarri leyfi ég Dúfu að þefa aðeins af kettlingunum sem mjáa þvílíkt (það er soddan rödd í þessari kisufjölskyldu!). Dúfu finnst þetta algjör kraftaverk og dúllur, hnusar voða varlega og gefur þeim pínulítið knús á nebbann. Æ, svo sætt. Um leið og litlu krúttin opna augun og verða smá sjálfstæðari þá slaka mömmurnar á.
Í dag ætla tvær fjölskyldur að koma og skoða kettlinga og velja sér sinn nýja fjölskyldumeðlim. Auðvitað fara þeir ekkert héðan fyrr en í janúar eða febrúar. En það er samt ekkert galið að velja strax og fylgjast með þeim vaxa og þroskast, ég get sett myndir hér og sent heim í maili ef fólk vill. Þannig að þið sem hafið pælt í að fá ykkur kettling á nýju ári, hafið bara samband 694-3153
Á morgun er hinn árlegi fjölskylduföndurdagur. Þetta hefur verið siður í fjölskyldunni í áraraðir og alltaf bætist í hópinn þegar fjölskyldan stækkar. Alveg dásamleg byrjun á aðventunni. Ég hlakka mikið til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2008 | 18:32
Krúttuknúsudúllur
Svona til að létta geðið og fá bros í sálina er gott ráð að skoða myndir af fallegum kisukrúttum allavega fyrir þá sem ekki eru með krúttin sjálf fyrir augunum. Við hérna á heimilinu erum svo lánsöm að geta knúsað þessi litlu krútt í tætlur og fylgst með mæðrum og börnum í sínu daglega amstri.
Þetta eru börnin hennar Eddu. Við erum ennþá alveg hugmyndalaus með nöfn á þau (bráðabirgðarnöfn því væntanlegir eigendur nefna þá auðvitað sínum nöfnum). Einhverjar hugmyndir?
Þessi er eiginlega alveg eins og Albus Dumbledore móðurbróðir.
Þetta litla kríli sem "syngur" hátt og mikið er líka Eddudóttir eða sonur, það er eiginlega ekki nokkur leið að sjá það strax. Allavega er þessi litli söngfugl Krútt Eddubarn
Svo er það Lady Alexandra á neðri hæðinni og hennar börn.
Ég tók þrjá af hennar fimm kettlingum og setti í sófann. Hinir sváfu svo fast að ég vildi ekki vekja þá. Þarna er Alex eða Lady Alexandra, Obama (sá dökki), Tígri á bakvið og Mýsla litla. Hún er lang minnst en rosa dugleg. Svo eru tveir stórir og miklir grábröndóttir, annar heitir Bangsi (sá stærsti) og hinn heitir Snati ...! já þau eru hugmyndarík á neðri hæðinni.
Tígri Alexöndruson (eða dóttir..)
Og að lokum ein mynd sem ég tók hérna á skrifborðinu mínu rétt áðan. Vala fylgist með mér allar stundir núna og hleypir mér ekki of langt frá. En hún er orðin svo sver að hún tekur hálft borðið hjá mér!
Ég var að reyna að ná umfanginu á henni en það virkar ekkert eins mikið á mynd. Ætli það sé satt að svart grenni....? Hún er samt ansi sver, finnst ykkur það ekki? En æ, hún er soddan knúsusnúlla
Og svo munum við að setja ljós í gluggann til að mótmæla myrkrinu sem var lagt yfir þjóðina okkar. Sýnum samstöðu okkar á milli og lýsum upp rétta vænlega leið heim, út úr þessum hremmingum sem við erum í.
Ljós og friður til ykkar elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.11.2008 | 18:25
Sköpunargleði í miðri kreppu
Hugurinn hafði skipulagt að fara á Austurvöll og ýmislegt annað í dag en skrokkurinn minn ákvað sófann og skrokkurinn ræður.... stundum. En þrátt fyrir hundleiðinlegan skrokk, mótmæli og kreppu þá er mikil sköpun í gangi á heimilinu. Dóttirin og tengdasonurinn teikna, eiginmaðurinn "endurskapar" skrokkinn sinn og hugann, ég er að hanna saumamynstur og kisurnar mínar fjölga þessu dásamlega kisukyni svo um munar.
Hér er Edda með sín krúttukrútt aðeins dags gömul. Það er svo ótrúlegt að fylgjast með goti og hvernig mamman sem ekki hefur farið á neitt námskeið eða lesið eitt eða neitt og samt veit hún námkæmlega hvað á að gera í fæðingunni. Hún kann rétta öndun og að karra, fyrst sleikja frá trýninu og svo áfram niður litla kroppinn. Mér finnst þetta alltaf jafnmagnað að fylgjast með dýrafæðingum.
Svo fannst henni ég hafa tekið alveg nóg af myndum. Ég á!
Meðan á gotinu stóð vildi hún Edda hafa mig á staðnum. Hún sótti mig inn í rúm en vildi ekki vera hjá mér þar, ég varð að koma fram í stofu og vera þar um nóttina með aðra hendi í fæðingarkassanum á gólfinu Og ég er svo auðtamin að ég gegni öllu sem kisurnar mínar segja. Dúfa fékk að vera með líka, hún var aðstoðar ljósmóðir sem knúsaði Eddu á milli hríða og gaf andlegan stuðning. En svo þegar litlu börnin voru fædd þá þótti Dúfa ekki nógu góður félagsskapur lengur. Hún er rekin út úr stofunni harðri ... loppu!
Þessar tvær kunna þó alltaf að skemmta sér saman!
Það er SVO gaman að teikna eins og mamma
Svo er amman að hanna krossaumsmynstur. Það tekur sinn tíma að fullkomna verkið en tvær myndir eru alveg að verða tilbúnar.
Í smíðum er meðal annars íslenskir fuglar og plöntur á ýmsum árstíma.
Þessi er vetrarmynd af snjótittlingi. Þeir koma til okkar í köldu veðri og syngja fyrir okkur og við gefum þeim korn á snjóinn.
"Jól í álfheimum." Þessi litla álfastúlka er að skreyta tréð með aðstoð trjáálfanna. Allir eru vinir og njóta stundarinnar saman.
Það eru fleiri myndir í vinnslu en þetta tekur allt aaaaaaðeins lengri tíma en ég reiknaði með en þetta kemur allt saman. Það er nú þegar búið að panta nokkrar pakkningar þannig að ég er bara bjartsýn
Já og svo er hún Vala mín Eddusystir komin alveg á steypinn og farin að undirbúa fæðingarbælið. Þannig að já, fleiri kettlingar á leiðinni. já, ég veit þetta er bilun en hvað á maður að gera? Þetta gerðist og þá er ekkert eftir annað en að njóta í botn og finna svo góð heimili fyrir dásemdarkrúttin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.11.2008 | 16:25
Hún er Ljós í tilverunni
Ég fæ alltaf hlýjutilfinningu þegar ég hugsa um Vigdísi forseta (já hún verður alltaf forseti í huga okkar). Hún stendur sem ljós og gefur af sér ljós, eins og góð móðir.
Ég er alveg sammála henni auðvitað, það er hægt að berjast við fátækt stoltur en þetta með mannorð þjóðarinnar er dálítið mikið meira mál. Það er eins og rifið hafi verið í hjartað á manni ... og snúið uppá.
Ég minni á "Kveikjum ljós í glugga til að mótmæla myrkrinu sem lagt var yfir þjóðina" sjá síðustu færslu hérna fyrir neðan.
Og fyrir kisuáhugavinina mína: ég og Dúfa (litla íslenska tíkin mín) vorum að ljósmæðrast í alla nótt Það komu fjögur þvílík knúsuljósakrútt út úr því ég set inn myndir fljótlega.
Kveikjum ljós í glugganum okkar og sýnum samstöðu! knús og ljós til ykkar allra
Íslendingar verða að endurheimta virðinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2008 | 15:36
Ljósabyltingin
Kveikjum ljós, lýsum upp veginn heim.
Í gamla daga var kveikt á ljósi í glugganum til þess að þeir sem voru að flækjast um í myrkri og óveðri gætu ratað heim. Ljósið vísaði leiðina. Í dag getum við kveikt svona ljós til að sýna samstöðu og mótmæla því ástandi sem ríkir í landinu. Við viljum mótmæla friðsamlega en ákveðið og stöðugt.
Þetta fjallar ekki um pólitík, þetta fjallar um mannréttindi. Þau mannréttindi að fá að vera íslendingur á Íslandi og geta verið stoltur af því.
Það eiga þess ekki allir kost að fara í miðbæ Reykjavíkur á laugardögum og mótmæla en vilja þó vera með. Við getum öll mótmælt myrkrinu sem lagt hefur verið á samfélagið okkar, á friðsaman hátt með því að kveikja ljós í glugganum okkar á hverjum degi þessa viku. Það þarf mótmæli alla daga, stöðuga áminningu til stjórnvalda um að þjóðin vilji breytingu og endurbætur.
Nú stöndum við saman sem þjóð. Við viljum ekki lengur flækjast um í myrkri og óvissu. Við viljum jákvæðar aðgerðir stjórnvalda innan lands sem utan, við viljum kosningar fyrir vorið. Við viljum lýðræði, réttlæti, jafnrétti og endurreisn mannorðs okkar. Við viljum endurnýjað Ísland, landið okkar allra, landið eins og því er ætlað að vera, fyrir þjóðina sem þekkir mun á myrkri og ljósi.
Kveikjum ljós á öllum heimilum og fyrirtækjum landsins.
Sýnum stjórnvöldum og ekki síður hvert öðru að við viljum rata rétta leið heim, kveikjum ljós og setjum í gluggann.
Sendum þetta áfram á alla sem við þekkjum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2008 | 10:50
Jæja, ...
þá eru fyrstu jólakisurnar fæddar OMG hvað þessi kríli eru mikil krútt, ég fæ fiðring í magann eins og ég hafi aldrei séð svona kraftaverk áður!
Semsagt ég bara vaknaði við lítil bíbb eins og smáfuglar að tísta en nei, ég kannaðist við svona bíbb. Ég hljóp framúr og æddi í hringi... mætti hinum heimilsköttunum, allir með hissasvip og hundinum sem vísaði mér á hvaðan hljóðið kom.
Við vorum nefnilega svo tilbúin að taka á móti þessum litlu ferfættu jólabörnum að við vorum búin að útbúa nokkra kassa með mjúku bæli og stykki ofaná sem auðvelt væri að þrífa eftir gotið. En hvaðan haldið þið að hljóðið hafi komið?..... úr barnavagninum....! Þar lágu þessar dásamlegu eðalkisur á dúnpoka og lambagæru. Hún Lafði Alexandra hin fagra fer nú ekki að gjóta á einhverjar gamlar gasbleyjur!
Dásamlegir eða hvað?! Í hvert skipti sem maður horfir á svona nýtt líf fyllist maður lotningu. Þvílíkt kraftaverk! Maður finnur einhverja snertingu við Guðdóminn, einhver óútskýranleg vellíðan um að Lífið muni alltaf hafa sinn gang sama á hverju gengur annars.
Lífið er og mun alltaf vera kraftaverk
p.s. Guðni og Pútín þrír gráir misbröndóttir, gæti trúað að einn sé líkur Magna, einn svartbröndóttur, man ekki eftir að hafa séð svoleiðis áður (kannski er þetta svarbrúnt eins og "sá blörraði), kemur í ljós) og einn algerlega kolsvartur .... en það munu líka koma fleiri til að velja úr
Elsku bloggvinir, endilega látið berast til góðs fólks að dásamleg kelidýr verði í boði uppúr áramótum. plís.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.11.2008 | 18:00
Við erum ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2008 | 21:04
Geislar sólar dansa á öldum hafsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)