Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
26.10.2008 | 12:39
Í vinaheimsókn
Við Dúfa skruppum í vinaheimsókn um daginn. Það er svo ágætt að geta dregið sig aðeins frá hversdeginum, sérstaklega hversdögum eins og þeir eru þessa dagana
Það var vel tekið á móti okkur með hlýju, björtu brosi og afslöppuðum notalegheitum
Vinirnir höfðu engar áhyggjur af líðandi stund, sögðu þetta engu breyta fyrir sig á meðan svæðið þeirra fær að halda sér.
Dúfa og börnin á heimilinu léku sér og hlupu um víðan völl, og heilsuðu uppá nokkra máva og krumma. En á meðan sátum við eldri og ræddum málin. Húsfreyjan er mikil hannyrðakona, svo við gátum skipst á hugmyndum og höfðum nóg að tala. Næsta sumar ætlar hún að kenna mér að nýta ýmsan efnivið úr umhverfinu sínu í myndverk. Það verður spennandi
Það hvarflar ekki að þeim að "gera upp húsið" eða "byggja við", hvað þá mála þakið....
Nei, það er bara notalegt þegar hluti fæðunnar vex beint fyrir ofan eldhúsið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.10.2008 | 10:43
Ný vika með ný ævintýr
Við ákváðum að í dag væri upplagt að gera Krummahreiðrið mitt (vinnustofuna) tilbúið fyrir tvo að vinna í. Lalli var "útskrifaður" af Grensás s.l. föstudag, með hugarleikfimi verkefni til að vinna heima og vottorð í sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfarann í Hafnarfirði. Þannig að nú vinn ég að mínum nýja litla bisness og Lalli í sinni heilaleikfimi og hjálpar mér með heimasíðugerð, pakkningahönnun ofl, saman í vinnustofunni góðu. Við reiknum ekki með að hann geti farið að vinna úti fyrr en einhvern tíma á næsta ári en við höldum þjálfuninni við og gerum okkar besta
Þetta er hún Hléseyjar Dúfan okkar, ég get ekki annað en verið stolt af þessari dásamlegu 1. árs gömlu tík. Það hefur ýmislegt á daga hennar drifið þetta fyrsta ár í lífi hennar. En hún brosir og leikur og knúsar alla daga.
Það tóku tveir hundar og fjórir kettir ásamt okkur mannfólkinu á móti henni þegar hún flutti til okkar úr Hvalfirðinum fyrir ári síðan. Svo fæddust kettlingar og læðurnar voru vægast sagt frekar leiðinlegar við vesalings litla nýja hvolpinn á heimilinu. Hundarnir tveir eru báðir dánir á árinu en Dúfa eignaðist sinn besta vin í einum kettlingnum eins og þið þekkið, hann Magna víkingakisa. Og nú er von á nýju kettlingagoti eftir ca mánuð en læðurnar þekkja Dúfu betur núna, svo við reiknum ekki með neinum leiðindum í ár
Edda Magnamamma, ólétt og þreytt.
Hér verður sko fjör í vetur. Endilega hugsið til mín ef ykkur vantar eða langar í loðinn knúsufélaga með fjóra fætur og skott ég mun eiga þá á lager uppúr jólum.....
En nú er best að drífa sig í djobbið, gera vinnustofuna klára. Eruð þið ekkert forvitin hvað ég er að fara að bisnessast? Ég er að hanna krosssaumsmynstur eftir mínum vatnslitamyndum af íslenskri náttúru. Ég er að vonast til að ná einhverju í sölu fyrir jól, það eru nokkur mynstur í prufusaum núna. Þetta er hugmynd sem ég hef gengið með lengi og ákvað að nú væri rétti tíminn..... er þaggi bara?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.10.2008 | 22:53
Himneskur fuglasöngur, landvættirnir og "Allt fyrir ástina..."
Fallegur dagur sem byrjaði með dásamlegum fuglasöng er að kveldi kominn
Í Laugardalnum voru Landvættirnir okkar kallaðir fram af Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða og Hilmari Erni Allsherjargoða. Mögnuð og falleg stund samstöðu og fegurðar. Jóhanna talaði um hvernig íslendingar þekkja hina eilífu hringrás náttúrunnar. Við þekkjum árstíðirnar, það haustar eins og núna og eftir dimman kaldan vetur vitum við að það vorar á ný, birtir og hlýnar.
Landvættirnir hafa myndað skjaldborg um þjóðina sína, gæta okkar og styrkja. Og eins og til að staðfesta það flaug hópur gæsa í stóran hring utan um athöfnina með sínu sérstaka kalli. Virkilega táknrænt og fallegt.
Á morgun sunnudag, bjóða allar eða flestar kirkjur landsins upp á messu, fyrirlestra, tónlist eða annarskonar hugleiðingu til að minna okkur á okkar innri styrk og vilja til að halda glöð og sterk áfram inn í nýja framtíð.
Nú gerum við eins og Páll Óskar og vöknum með þakkarorð í hjarta og sofnum á kvöldin og þökkum Guði okkar fyrir allt sem okkur er gefið. Þar sem við vitum að Guð er kærleikur er gott að syngja með : ... "Allt fyrir ástina.."
Syngjum gleðisöng kvölds og morgna eins og þrestirnir "mínir" og starrarnir sem lofa Guð skapara sinn daginn út og inn, fljúga um í hamingju sinni og setjast svo á grein og syngja hástöfum í dásamlegum margradda lofsöng um lífið.
Eftir að haustið og veturinn eru liðin kemur aftur vor með nýtt líf, gleði og sólskin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2008 | 10:25
Stöndum saman
Í dag klukkan 17:00 verður stemmningshátið að þjóðlegum sið í Laugardalnum (við þvottalaugarnar) og öll þjóðin velkomin.
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði ætla að blóta landi og þjóð til heilla og Steindór Andersen og Erpur Eyvindarson ælta að kveðja niður óreiðuna!
Nú veitir ekki af að stappa í sig stálinu og taka á - öll eins og einn maður. Nú áköllum við hollar vættir og stöndum vörð um þau gildi og verðmæti sem tryggust eru fyrir framtíð okkar og komandi kynslóða. - Nú ríður á að trúa á okkur sjálf! Við erum frábær þjóð
Leitum eftir styrk og þyggjum hann.
Týnum upp öll þau bros sem við getum fundið og þau eru víða
Stöndum saman í gegnum erfiðleikana, þá er gangan auðveldari.
Og gleymum ekki knúsinu! Nú eru lokadagar Knúsvikunnar Miklu en við auðvitað höldum alltaf áfram að knúsa hvað sem á gengur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 14:46
Knúsvikan mikla!
Hann Júlli yndislegi á Dalvík hefur hleypt af stokkunum Knúsvikunni miklu!
Og auðvitað tökum við öll þátt
Við mælum með að knúsa mömmu sína...
...systkini sín ...
..bestu vini sína...
...bangsaknús...
... knús í "tætlur" ...
...fréttapásuknús...
... hópknús...
... og sofa í öryggum faðmi-knús ...
Knúsið er alltaf mikilvægt og í því felst mikill heilunarmáttur
Kíkið á bloggsíðuna hans Júlla og kærleikssíðuna hans Júlla.
Knús á ykkur öll
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.10.2008 | 12:00
Meiriháttar ljósmyndasýning Jónu Þorvalds...
Við skelltum okkur á ljósmyndasýningu Jónu Þorvaldsdóttur í gær. Hún sýnir í sýningarsal Sævars Karls í Bankastræti. Alveg frábær sýning!!!
Jóna notar filmu og gamaldags framköllunaraðferðir, "silver gelatin". Myndefnið er frá ferð hennar til Kína í fyrra, algjörlega meiriháttar myndir sem leyna á sér. Maður finnur dýpri meiningar á bakvið efnið og aðferðina sem notuð er. Ég bara varð alveg heilluð og varð að segja ykkur frá þessu.
Sjá heimasíðuna hennar Jónu HÉR
Bloggar | Breytt 13.10.2008 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 22:11
Við tökum bara Pollýönnuna á þetta...
Bloggar | Breytt 11.10.2008 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2008 | 11:00
"If you don´t like the weather ... "
"Rok úti, rok inni, rok í hjarta og rok í sinni" ...
Nei, nei nei, það er rok úti og rok í þjóðlífinu en við megum ekki láta rokið yfirtaka sálina og hjartað, er það nokkuð?
Þegar harðnar í ári sækjum við víkinginn eða valkyrjuna innra með okkur og... reddum þessu!
Það er alltaf von, því við vitum að veðrið gengur alltaf yfir.
Hvernig var setningin? :"If you don´t like the weather in Iceland; just a wait a minute".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2008 | 17:05
Hið dásamlega Líf á kafi...
Þegar allt er á kafi í snjó virðist allt svo hreint og fallegt, friðsælt og dásamlegt! Litla stúlkan, hundurinn og ég brosum út að eyrum yfir þessu skemmtilega "dóti" sem hefur lagst yfir allt lífið í dag.
Að vísu brosti ég ekki eins breytt þegar ég þurfti að skafa bílinn í morgun og læðast hægt og varlega út úr litlu götunni okkar. En svo brosti ég aftur þegar ég fór að horfa betur í kringum mig. Ég komst bara í jólastemningu í bílnum á leiðinni inn á Grensás. Við hjónin fórum að ræða um hvað væri hægt að búa til í jólagjafir í ár. Í höfðinu á mér ómaði gamalt jólalag...
Þegar við komum á Grensás mætti okkur þessi yndislega sjón:
Mér fannst þetta svo táknrænt fyrir starfið sem fer fram þarna inni á endurhæfingunni á Grensás. Að sjá fegurðina í hverjum og einum, brosa framan í heiminn, teygja sig upp, bæta, laga, byggja og standa eins og hægt er, þó allt virðist á kafi. Lífið er ekki alltaf auðvelt en við getum reynt að sjá fegurðina, gera eins og við getum og sjá til þess að hver og einn fái að njóta sín eins og hann er.
Allir hafa einhvern fjársjóð að gefa umheiminum. Reynitrén gefa fuglunum fæðu og okkur mannfólkinu augnakonfekt lita og forma.
Saman bjóða fuglarnir og trén uppá hina fegurstu tónleika hljóma og lita.
Þrátt fyrir að allt fari á kaf, þá er fegurðin þarna undir, við þurfum bara aðeins að laga til og bíða, þá sjáum við þetta aftur.
Góða helgi elskurnar og munið að Lífið er dásamlegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)