Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
29.9.2007 | 00:33
Menn framtíðarinnar!
Þetta eru sko menn framtíðarinnar, í dag Það er alltaf lofsvert og fyllir mann þakklæti og trú á betri tíma, þegar áhrifamiklar manneskjur með næga fjármuni nýta þá til svona góðs. Alvöru góðs sem getur virkilega virkað.
Já, maður fyllist bara von um bjartari og betri framtíð. Frábært framtak "strákar!"
Nú þarf "bara" að halda áfram og ekki gleyma að "díla" við hin öll vandamálin eins og síðasta færsla ber vitni um.
REI hyggst verja níu milljörðum til jarðvarmaverkefna í Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2007 | 15:26
Burma rautt...
Til heiðurs og til áminningar, klæðist ég rauðu fyrir Burma/Myanmar, eins og margir aðrir. Náttúran virðist taka þátt í þessu með því að klæðast þessum lit líka bæði í laufum og berjum.
Mér datt í hug að taka inn hluta af þessum rauða lit...
Ég fer örugglega ekkert út í dag og sennilega sér þetta enginn í glugganum mínum, jafnvel sér þetta enginn heldur á blogginu en ég veit af því og hugsun mín og bænir verða kannski einbeittari á meðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.9.2007 | 21:24
Haustdepurð eða ....?
Er þetta andsk.... rokið að rífa fallegu haustlitina af trjánum og henda þeim út um allt! eða ....
... er þetta dásamlegur árstíðadans trjáveranna við bróður sinn vindinn og systur sína regnið?
Bloggar | Breytt 28.9.2007 kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 10:32
Gera árás inn í klaustur!?! .......
Ótrúlegur barbarismi! Eins og þeir líta líka hættulega út þessir munkar.... not! Þetta er hræðilegt og einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að þetta sé bara byrjunin. Nú er um að gera að senda þeim styrkjandi hugsanir, fyrirbænir og styrk. Líka í gegnum yfirlýsingar sem víðast að. Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera? En það er auðvitað spurning hversu mikið af erlendri fjölmiðlun nær alla leið til þeirra.
Hugsa nú jákvætt og sterkt til munkanna og þeirra saklausu borgara sem með hugrekki og kjarki þora að koma fram og mótmæla. Þau sækja styrkinn í gegnum bænir og orku sem við sendum. Þau þurfa mikinn styrk frá okkur.
...ráðast inn í klaustur!..... ég hef bara aldrei .......
Árásir gerðar á munkaklaustur í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 21:17
Frábært framtak hjá Öryrkjabandalaginu, nú er bara að sjá....
Þetta er frábært framtak hjá Öryrkjabandalaginu. Nú er bara að sjá hvað Ríkisstjórnin gerir...
Líst vel á þessar tillögur, nú er bara að fylgjast vel með hvað ríkisstjórnin gerir. Það er allavega búið að gefa góð loforð og þegar byrjað að standa við sum, við höldum bara áfram að vona....
Standa sig nú ráðherrar!
Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 13:42
Hvað sérðu þegar þú horfir...?
Það er hægt að sjá lífið með ýmsu móti. Fólk, já og dýr, horfa í sömu átt og jafnvel á sama hlutinn en engir tveir sjá nákvæmlega það sama. Það eru hugsanir okkar og hugmyndir um lífið og tilveruna sem hafa líka áhrif.
Hvað sér Vala þegar hún horfir á heiminn? Hvaða hugsanir fara um hennar litla krúttlega heila?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2007 | 14:38
Snákurinn ekki lengur í Paradís
Ég býst við að það finnist oft snákur í Paradís. Og þannig reyndist það hér í Paradísinni minni. Meintur dópinnflytjandi í næstum því næsta húsi. Húsinu þar sem frænka mín bjó alltaf í gamla daga. Frekar sorglegt allt saman en vonandi að takist að koma þessum ráðvilltu mönnum á rétta braut..... er það draumórar? ...ok, en þá vil ég bara fá að dreyma um betri tíma framundan. Það hlýtur að vera hægt að bæta endurhæfingu í fangelsunum okkar. Ég held að annars verði aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn verði bara verri og verri með hverri fangelsis innlögn. "If you don´t have a dream, how are you going to make your dream come true?" Right? Ég læt allavega ekki dimmt og dapurt lið eyðileggja hamingjuna í mínu hjarta.
Í gærmorgun vaknaði ég í sólskini og þvílíkt fögrum fuglasöng. Litlu fuglarnir eru komnir til að eyða vetrinum hjá okkur í Paradísinni. Berin á reynitrjánum búin að frjósa og þar með lagt á borð fyrir litlu söng englana við Hellisgerði.
Vala mín söngelska kisa hlustaði af athygli á hinn fagra söng.
Hún kallaði í Punkt stóra bróðir og Pollýönnu yfirdýr og við fórum öll saman út í garð að hlusta og njóta....
Hér er sko enginn snákur og öll dýrin í skóginum eru vinir
Hafið góða og friðsama helgi elskurnar og verið góð hvert við annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 13:40
Sæti gæinn í hverfinu....
Hann hefur greinilega ekki staðið sig nógu vel litli kisustrákurinn minn, í að reka götupiltana í burtu. Kannski taka þeir ekkert mark á svona saklausum geldingum. Nú hefur nefnilega heldur betur færst fjör í leikinn, Edda "litla" er komin á séns....
Það sást til þeirra rétt fyrir myrkur....
Ég reyndi nú að fræðast um "hverra manna" gaurinn væri en hann vildi engu svara.
Þess vegna lýsi ég eftir eigandanum, ... þú mátt eiga von á meðlagsrukkun eftir nokkrar vikur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 11:57
Frábærlega að verki staðið!!
Þetta var alveg magnað að hlusta á hjá lögreglunni. Og gaman að sjá hvað Ríkislögreglustjóri var stoltur af sínum mönnum enda má hann fyllilega vera það.
Vel að verki staðið og gefur manni öryggi að vita til þess hversu magnaðir þeir eru í lögreglunni okkar. Það er greinilegt að öll þessi samvinna bæði innanlands og í Evrópu er að skipta miklu máli.
klapp á bakið strákar!
Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 12:23
Strákarnir í götunni
Ég sit hérna við tölvuna mína þegar Albus Dumbledore kemur inn og stekkur upp á borð. Hann hefur mikið að segja og talar hátt. Ég sé að honum líður eitthvað illa svo ég hætti að skrifa og hlusta á hann með athygli.
"Mamma strákarnir í götunni eru alltaf að stríða mér" segir Albus. "Ég er búinn að segja þeim að ég á þetta svæði og þarf að verja systur mínar þrjár, þeir þykjast eiga þær!" Ég segi honum að þær geti nú örugglega alveg hugsað um sig sjálfar. En hann er ekki sannfærður. Ég sé að þetta verður eilífðar barátta í götunni. Þá snýr Albus sér að mér og segir gífurlega áhyggjufullur á svip og segir: "mamma sérðu, ég er ekki lengur eins og Dumbledore, ég er að breytast í Harry Potter!" "Ooh!" Ég sé hvað hann á við, hann er kominn með stórt ör á ennið!
Þetta var nú meira en stóru systkini hans þoldu að heyra og komu hlaupandi til að hjálpa litla bróðir.
Punktur reyndi að sleikja þetta sár af en.... það gengur ekki alveg þannig fyrir sig.
Þá er að vanda sig og reyna að hreinsa þetta vel upp og setja græðandi smyrsl á.
Pollýanna kom og hjálpaði til líka. Á meðan þau hreinsuðu upp sárið, töluðu þau við Albus og sögðu honum að þau myndu hjálpa til. Þau gætu alltaf farið út í glugga og gelt á strákana í götunni, það myndi kannski hjálpa og hræða þá í burtu. Punktur og Pollýanna hughreystu Albus litla, og sögðu honum að það væri ekkert verra að breytast í Harry Potter. "Albus minn" sagði Pollýanna, "þú ert duglegur og góður drengur og gott að vita að þú ert að gæta systra þinna. Við erum stolt af þér Albus." og svo beygði Punktur sig niður að eyra Albusar og hvíslaði: " svo veistu að Harry er framtíðin Albus."
Hughreystingarnar og huggið hafði alveg hresst Albus við. Hann var kominn með nógu gott sjálfstraust til að fara út aftur og horfa stoltur framan í heiminn. Nokkur ör á enni, hvort sem það lét hann líta út eins og Harry eða villing, þá fann hann sig öruggann að tala við strákana, vitandi að fjölskyldan hans stendur alltaf með honum. Hann vissi að hann átti góða að, það þurfti bara að minna hann aðeins á það.
Og nú gekk Albus stoltur út með örið sitt á enninu. Hann var alveg tilbúin að standa á sínu, þetta er hans heimili og hann ætlaði bara að láta strákana sjá að hann þorir.
Hann vissi líka að ....
... hann hafði backup
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)