25.7.2009 | 21:27
Sól og blíða í garðinum
Það má segja að júlí hafi verið mánuður hinna yndislegu garðadaga. Alltaf þegar tækifæri gefst erum við úti í pínulitla garðinum okkar og njótum þessarra dásemdardaga meðan hægt er
Embla og afi blása sápukúlur...
og ræða málin
Dúfa vill auðvitað líka fá sápukúlur.
Amman spjallar við Stellu kirsiberjatré.
Það er hægt að dansa og syngja alveg á fullu
og taka á móti Nepalskri drottningu og prinsinum hennar í heimsókn.
(Fríða nágrannavinkona og Friðrik litli ömmuprinsinn hennar :-)
Býflugurnar hafa heilmikið að segja (eða suða;-) við úlfakvistinn
og Lísurósina.
Dúfa þarf auðvitað að athuga hvað er svona spennandi við þessi blóm.
mmmmmmm.... já það er ilmurinn
En hann Magni minn litli Víkingakisi fótbraut sig í einhverjum ævintýrum um daginn. Og er kominn með spelku upp á öxl. Grey kallinn missir af garðinum í nokkra daga en fer ekkert á mis við knúsin. Embla Sól passar vel upp á að fylgjast með Magna sínum.
Og Dúfa hjúkka fylgist vel með.
Hann er nú allur að hressast hann Magni en þetta tekur tíma sinn og eins gott að taka því rólega.
Hvíla sig vel og þiggja blíðleg heilunarknús frá fjölskyldunni
Athugasemdir
Fallegar myndir Ragga og ljúfar stemmingar hjá ykkur!
Vilborg Valgarðsdóttir, 26.7.2009 kl. 00:44
Þakka þér fyrir Vilborg
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.7.2009 kl. 10:20
Yndislegar myndir, takk fyrir mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2009 kl. 14:10
Takk fyrir að deila þessu með okkur, vonandi nær hann Magni sér að full, hann verður bara að fara að læknisráðum og taka því rólega.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 26.7.2009 kl. 14:55
Það er bara ótrúlegt að sjá hvernig myndirnar þínar tala mikið um gleði og hamingju! This is beyond my understanding :-)
Toshiki Toma, 26.7.2009 kl. 21:20
Ásdís þakka þér fyrir
Takk Matthilda, já Magni þarf að taka því rólega. Það heyrist "klonk, klonk, klonk ..." þegar hann gengur um á staurfætinum. Grey kallinn, en þetta á allt eftir að lagast.
Toshiki, ég lít þannig á lífið að það er eins og dans á rósum. Þó ég stígi á þyrna, þá vil ég ekki missa af dýrmætum ilminum og hinum fögru litum blómanna.
Ragnhildur Jónsdóttir, 26.7.2009 kl. 23:22
Yndislegar myndir Ragnhildur mín og skemmtilegar líka. Takk fyrir þessa færslu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:42
Þakka þér fyrir Ásthildur og velkomin heim
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.7.2009 kl. 12:50
Yndislegar myndir úr litla fallega garðinum ykkar. Mér finnst síðasta myndin æði, segir svo margt um vináttu Vonandi jafnar Magni sig fljótt og vel. Bataknús frá okkur Simba þrífætta og Englakisu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.7.2009 kl. 16:34
Þakka þér fyrir Sigrún. Þau eru yndislegir vinir Magni og Dúfa eins og sést Magni hressist smátt og smátt en þetta tekur örugglega sinn tíma. Knús til baka til Simba hetju þrífætta og Dorritar Englakisu
Ragnhildur Jónsdóttir, 28.7.2009 kl. 23:38
aumingja Magni! þett getur ekki verið auðvelt.
Hanna (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:04
Nei, Hanna þetta er ekki auðvelt fyrir hann grey kallinn. En hann er svo duglegur og hoppar um á þremur og sníkir knús hjá Dúfu sinni og Emblu Sól
Ragnhildur Jónsdóttir, 31.7.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.