Jólagleði og gaman

Jæja, þá er smá pása á fjölskylduogmatarpartýunum Joyful Svo höldum við áfram á Gamlárs og Nýárs Smile Æ en þetta er svo yndislegur tími. Fjölskyldurnar hittast og spjalla, borða, spila og gleðjast saman. Alveg hreint dásamlegt! Heart

Að fá að upplifa jólin með öllum sínum undrum og stórmerkjum í gegnum tveggja ára gleðikút er náttúrulega algjör forréttindi InLove Embla Sól hjálpaði Lalla afa og Ástráði frænda, ásamt fleiri hjálpar-"höndum"... að skreyta jólatréð.

embla-sol-skreytir-jolatre.jpg

Maður þarf nú að vanda sig vel.

dufa-a_-gefa-knus.jpg

Og svo þarf náttúrulega að gefa knús inn á milli Joyful

embla-sol-me_-jolakisu.jpg

Og æfa sig að halda á litlu krúttunum Joyful

embla-sol-syngur-jolalog-me.jpg

Og kenna þeim jólalögin voða varlega (með súkkulaði langt út á kinn.... Wink

Rétt fyrir jólin fengum við góða heimsókn. Hann Guðni bloggvinur minn kom að heimsækja litlu kisuna sína sem hann er búinn að velja sér.

nyir-salufelagar.jpg

 Bangsi litli og Guðni voru eins og sálufélagar Joyful þeir ná greinilega vel saman.

 gu_ni-og-bangsi-2.jpg

 Algjört öryggi, úr þessu fangi er sko hægt að skoða heiminn öruggur.

bangsi-oruggur-i-fangi-salu.jpg

 Og sofna öruggur, ég held þeir geti varla beðið eftir að hittast aftur. Bangsi verður tilbúinn að flytja að heiman um miðjan janúar og þá.... loksins geta þeir verið alltaf saman sálufélagarnir Joyful

Ég á enn nokkra kettlinga sem ekki er búið að lofa. Þeir verða tilbúnir frá miðjum janúar að flytja á góð heimili Heart (hringið bara í mig eða sendið mail, sjá uppl. undir "höfundur")

embla-dufa-og-edda-vi_-jola_759797.jpg

Njótum samverustundanna sem okkur eru gefnar. Þær eru svo dýrmætar og gefa okkur öryggi, gleði og frið inn í nýtt líf á nýju ári. 

Knús og friður til ykkar allra Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru dásamlegar myndir, hafðu það sem allra best kæra vinkona og megi nýja árið færa ykkur hamingju og gleði.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir elsku Ásdís mín. Kærleikur, hamingja og góð heilsa til þín og þinna

Ragnhildur Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 15:21

3 Smámynd: gudni.is

Hæ hæ. Æðislega er nú gaman að skoða þessa færslu hjá þér. Ooo hvað hann Bangsi er nú krúttlegur og yndislegur þarna í fanginu á mér. Ég var alveg himinlifandi yfir því hvað honum leið greinilega vel hjá mér. Það var bara eins og hann væri kominn í fangið á mömmu sinni . Hlakka alveg óskaplega til að fá þennan litla og yndislega kút inn á mitt heimili.

gudni.is, 29.12.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er yndislegt að upplifa jólin með smáfólkinu. Og undirbúningurinn er ekki síðri  Það er gaman að því hvað þeir "sálufélagarnir" smella vel saman. Trúðu mér, Bangsi á eftir að verða svakalega ofdekraður kisi  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Bullukolla

Yndislegt.  Það fer alltaf um mig sæluhrollur að skoða dýramyndirnar þínar ( þótt kútar og Guðni séu auðvitað sæt líka )  Bara klikkar ekki ;)

Bullukolla, 30.12.2008 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband