Hátíð Ljóssins og Lífsins

Jólin koma og á hvað sem við trúum hljótum við að halda þessa hátíð sem hátíð Ljóssins. Ljósið sem fæddist með Jesú Kristi, ljósið sem fæðist með hækkandi sól og/eða Ljósið sem fæðist innra með okkur þegar við erum tilbúin að taka við því í hjartað Heart

vetrarsol.jpg

Það er oft talað um jólin sem hátíð fjölskyldunnar og hátíð barnanna. Og það má svo sannarlega taka undir það. Það má ekki gleyma í því samhengi, barninu innra með okkur, það er svo mikilvægt að halda því lifandi fjörugu og forvitnu, glöðu og bjartsýnu Joyful

Ég horfði á litlu kisufjölskyldurnar mínar og velti fyrir mér af hverju þær gjóta alltaf á þessum tíma ársins hjá mér. Mér finnst það svo fallegt og táknrænt að hafa fullt hús af nýju lífi mitt í köldum og dimmum vetrinum. Svo mikið líf og ljós Joyful

edda-og-bornin-20_12_08.jpg

Gott að vera í örygginu hjá mömmu 

bast-og-njall-edduborn.jpg

Systkinin leika saman glöð og kát

tvist-og-bast-leika-vi_-mom.jpg

Ekki verra að mamma er með áfast leikfang!

Tvist og Bast að hasast með mömmu sín. Bast heitir sko eftir Egypsku kattagyðjunni en þá passaði svo vel að "tvíburi hennar" heiti Tvist...... lógík? Shocking

bast-leikur-vi_-mommu-sin.jpg

Þetta skott er alveg heillandi leikfang Joyful

tvo-edduborn-hasast-a-golfi.jpg

 thrju-edduborn-hasast-a-golf.jpg

Það er svo gaman að vera til! knúsiknús InLove

alex-vi_rar-sig-i-snjonum.jpg

Svo þurfa mömmur að hvíla sig og viðra inn á milli og vera "fullorðins" með öðrum fullorðnum

 dufa-innrommu.jpg

Við þessi "fullorðnu" sátum lengi úti í snjónum og horfðum á fegurð lífsins og hlustuðum á þögnina... 

natturan-leikur-ser.jpg

og bara nutum fegurðar Lífsins

Heart

Svo er það alvara jarðlífsins á ný: MATUR!!

matur.jpg

Hér myndast oft biðröð upp stigann Smile

elin-litla-og-edda-mamma.jpg

Mæðgur, Eddamamma og Elín litla. Ég kalla hana það eftir hinum nýja eiganda sínum sem kemur og heimsækir hana reglulega og fylgist með Smile

elinarnar.jpg

Elínarnar tvær. Til hamingju með afmælið Elín Dagný!! JoyfulHeart

bast-og-elin-edduborn.jpg

Bast og Elín litla að rannsaka, það er svo margt að uppgötva og finna, skoða og leika með.

albus-hvilir-sig_754217.jpg

Svo eru sumir sem þykjast svo fullorðnir að þeir þurfa ekkert að rannsaka eða leika sér lengur. Herra Albus Dumbledore finnst alveg nóg að heyra í litlu "vitleysingunum" í fjarska og lauma sér svo bara inn í miðju kyrrðarherbergis húsfreyjunnar Joyful Hér er allavega alltaf ró og friður.

Ég get nú alveg hvíslað því að ykkur að hann kann alveg að leika sér, fer bara vel með það svona opinberlega...heldur að það sé ekki nógu kúl... Cool

Munum að leika okkur og njóta lífsins. Það koma jól alveg sama hvað, gerum hjörtun okkar tilbúin að taka við Ljósinu og Kærleikanum sem flæðir og gefum það svo áfram Halo

Ljós, Kærleikur og Líf til ykkar allra elskurnar Heart

Gleðilega hátíð Ljóssins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Jiiiiiiiiii hvað þetta eru falleg kisubörn hjá ykkur. Manni fer bara að langa í svona eins og eitt stykki.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 21.12.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Fallegar myndir af fallegum krúttkisum.

Magnús Paul Korntop, 21.12.2008 kl. 15:19

3 identicon

Já ljósið og lífið það er alveg samtvinnað og svo lífsnauðsynlegur þáttur í þessari hringrás okkar. Yndislegar myndir (hvað þeir eru sætir með þessi bláu augu). Fegurðin engu lík í snjónum, allt svo hreint og tært.

Knús og klemm Ragga mín

Begga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Yndislegar myndir og frásögn. Þessar kisur bræða mann alveg...hlakka til að knúsa þær  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.12.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, mig langar að heimsækja ykkur fjótlega á nýju ári.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Matthilda, takk, já þau eru ómótstæðileg þessi litlu jólakisukrútt

Magnús, takk

Begga mín takk, Knús til þín í fallegu sveitina þína

Sigrún takk, þessar litlu knúsukisur eru algjör krútt. Maður er í stöðugu krúttkasti yfir þeim

Ásdís, takk, endilega láttu sjá þig.

Innilegustu jólakveðjur til ykkar allra. Hafið það nú gott og njótið ljóssins.

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:02

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hvílíkir gersemar.Jólakveðjur til ykkar allra með von um að allt gangi vel hjá ykkur og sérstaklega Lárusi.

Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 23.12.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka þér fyrir María mín, það gengur allt mjög vel hjá Lalla allt að koma. Bestu jólakveðjur til ykkar allra

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.12.2008 kl. 19:59

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ragnhildur mín, kærar þakkir fyrir sendinguna  Er búin að hafa engilinn í barminum yfir jólin. Mömmu líkaði vel við myndina og ég er voða stolt af að vera kúnni númer eitt  og ég efast ekkert um að þeir eiga eftir að verða miklu fleiri í framtíðinni  Vona að þið eigið öll yndislega hátíð og að nýtt ár færi ykkur hamingju og góða heilsu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.12.2008 kl. 02:19

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt að sjá allt þetta sakleysi og fegurð elsku Ragnhildur mín.  Kærleikskveðja til þín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:32

11 identicon

fallegar myndir! Hún Dúfa er bara eins og engill á þessari jólamynd,- eða hún Embla Sól  - þvílíkt ljós!

johanna (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband