16.12.2008 | 13:38
Hugsanir kisu
Það fer eitthvað lítið fyrir bloggskrifum og blogglestri þessa dagana hjá mér eins og mörgum öðrum. En ég mátti til að koma henni Eddu kisumömmu að. Bara af því mér finnst hún svo falleg og svo hefur hún alltaf svo mikið að segja
Ég nappaði þessari mynd frá honum Ragnari syni mínum.
Hún Edda horfir hugsandi inn í framtíðina. Er hún að velta fyrir sér leiðinni sem við fórum hingað og hvað tekur við á nýju ári? Hvert er þetta fólk að fara? Við fjölskyldan, við sem þjóð, við sem fólk og kettir á þessari jörð, líf okkar allra er samofið. Ætlum við að læra og gera betur?
Það er von hún sé hugsandi, hún hefur fætt lítil kettlingabörn og er væntanlega að hugsa um þeirra framtíð líka. Hvað tekur við? Verður lífið ekki örugglega betra með hækkandi sól? Getur þetta mannfólk yfirleitt lært nýjar og betri leiðir? Nýja hugsun...? Það er pæling... en það er líka alltaf von og breytingar byrja þar, í voninni
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að kíkja hér inn til þín. Já, það er von að kisa sé hugsi yfir framtíðinni...
Fallegar myndirnar með síðustu færslu, fín vetrarstemning.
Bestu kveðjur til ykkar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.12.2008 kl. 13:53
Yndisleg færsla, mikið sakna ég þess rosalega að eiga enga kisu. Það kemur vonandi aftur sá tími að það verði hægt. Kærleikur og vinátta til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 14:48
já, það er spurning?
nýtt líf kemur alltaf þegar annað hverfur, en hvernig það verður veit maður svosem ekki. Ætli við mömmurnar (kisu og manna) verðum ekki bara að vona að allir taki ábyrgð á verkum sínum og verði heiðarlegir. Að við vinnum öll að því sem einn maður að nýja lífið okkar verði örðuvísi og betra. Að við gleymum ekki hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu...
Hanna (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:42
Greta mín, já kisur og menn eru hugsi þessa dagana. Takk takk og bestu kveðjur
Ásdís mín, Takk, já ég get trúað því að þú saknir kisu. Það er aldrei að vita hvað gerist seinna. Bestu kveðjur vinkona
Elsku Hanna mín, já, það er virkilega aðalmálið í dag að muna aðalmálið í lífinu
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.12.2008 kl. 19:48
Æðisleg mynd af Eddu.
Linda litla, 18.12.2008 kl. 06:45
Takk Linda mín skila því til Ragnars sonar míns, hann tók þessa mynd á símann sinn!
Knús til þín Linda og ykkar allra
Ragnhildur Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:15
Ég og hún erum á sömu bylgjulengd - yndislega falleg kisa
halkatla, 18.12.2008 kl. 18:53
Ég hef nú oft velt því fyrir mér hvað kisurnar mína hugsi eiginlega um okkur mannfólkið, þetta er góð pæling. Falleg kisa.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.12.2008 kl. 17:56
Takk Anna Karen og Matthilda. Það er oft gaman að pæla í því hvað þær eru að hugsa þessi ljúfu krútt Við, ég og kisurnar mínar biðjum fyrir góðar jólakveðjur til ykkar allra
Ragnhildur Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:54
Ha, ha, ég man allt í einu eftir að ég fékk þetta sem ritgerðarefni í þýsku: "Hvað hugsaði kötturinn meðan hann horfði á manninn raka sig?" Það var einhver saga þar sem köttur horfði á mann raka sig. Mér fannst þetta snilldarefni, það skemmtilegasta sem ég hef fengið til að skrifa um og skrifaði heilmikið um hugsanir kisu, miðað við að það var á þýsku. Það var faðir Steinunnar Ólínu, leikkonu, sem lagði þetta verkefni fyrir, hann kenndi okkur í afleysingum í smá tíma, ég skammaðist mín oft svo í tímum hjá honum því ég fór undantekningarlaust að flissa, hvernig sem ég reyndi að bæla flissið niður, þegar hann horfði á mig, hann var eitthvað svo góðlegur og glettinn til augnanna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.12.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.