9.11.2008 | 21:04
Geislar sólar dansa á öldum hafsins
Við bæjarbörnin skruppum í sveitasæluna í dag. Þvílík dásemd að hafa tækifæri til að komast út fyrir bæjarmörkin og hreinsa hugann og sálina. Maður er svo endurnærður innan og utan eftir svona dag í góðra vina hópi í Paradís 

Bæjarbarnið mitt sem er sveitahundur í sálinni naut sín til hin ítrasta
það sama var hægt að segja um eigendurna í lopapeysunum, þarna er maður í tengslum við Lífið.

Í augnablikinu hanga þung ský yfir en þó er bjart og sólargeislarnir ná niður fyrir skýin og dansa fagurlega á öldum hafsins.
Dílaskarfur teygir sig og reygir á fjarlægu skeri á meðan hrafninn...
... hinn óforbetranlegi ærslabelgur, varð að stríða hundunum aðeins um leið og hann minnti okkur mannfólkið á hina eilífu hringrás Lífsins...
Það flæðir að og það fjarar út
og Lífið heldur áfram 

Athugasemdir
Þú ert snillingur í að gera neikvæða og erfiða hluti jákvæða. Alveg dásamleg upplyfting að lesa orðin þín
Það ætti að "nýta" ykkur listamennina betur í samfélaginu. Þið hafið svo frjóa hugsun og kunnið að koma orðunum/hlutunum frá ykkur á svo mannlegan og skemmtilegan hátt, og þar ert þú sko engin undantekning. Bestu kveðjur til ykkar frá Grindjánunum 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:45
Yndislegar myndir Ragnhildur mín, ég er sammála Sigrúnu, þegar að kreppir þá eru það einmitt þeir listfengu sem bjarga sálartetrinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2008 kl. 10:56
Yndislegar myndir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:49
Alltaf gott og nauðsynlegt að leika sér úti í náttúrunni flottar myndir hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 11.11.2008 kl. 01:38
yndislegt
Bullukolla, 11.11.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.