Að rækta garðinn sinn með góðri aðstoð

Móðir Jörð og Himneskur Faðir

 

Himnaföðursbirtan

Það eru engar ýkjur að það er mikill dagamunur á gróðrinum. Ég fer út í garð nokkrum sinnum á dag til að spjalla við plönturnar og álfana þeirra. Við ræðum hvernig best er að haga sér við ræktunarstörfin. Sem betur fer á ég svo frábæra nágranna sem eru ekkert að kippa sér upp við skrítnu konuna sem talar meira við kisur, álfa og blóm en mannfólkið Tounge

 Rósarunni-að-vakna-vel

Ég safna rósarunnum og á orðið einar 12 plöntur, hver annarri fallegri. Þetta er hengirós og var dásamlega falleg í fyrrasumar og ætlar greinilega að byrja vel núna. 

kirsuberjatré-að-vakna-600

Kirsuberjatréð mitt, það fær sérstaklega mikið spjall frá mér. Ég bara get ekki beðið með að sjá hvort það blómstrar eins og "því er ætlað". Lofar allavega góðu, ekki satt? Sjáið þið köngulóarvefinn á efri greinum trésins? Köngulóin lofar að sjá um óæskilega gesti og fær í staðin góðan útsýnisstað í garðinum. 

Edda-skoðar-gróðurinn

Edda mín er mjög áhugasöm um vöxt og viðgang gróðursins í garðinum. Hún er líka í stöðugum samtölum við gróðurálfana.

Himnafley

Himnafaðirinn sendir okkur bæði sólargeisla og regn til að hjálpa Móður Jörð að rækta sín bros; blóm jarðar.

Er ekki vorLífið yndislegt Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Gott átt þú að eiga þinn eiginn garð. Ég fékk leyfi hér í blokkinni til að setja niður tré, runna og búa til blómabeð fyrir nokkrum árum. Og garðurinn er orðinn fallegur, en nú er allt upp í loft yfir því að fólkið í blokkinni hefur áhyggjur af því að þurfa að hugsa um blómabeðin þegar ég flyt eða drepst.

Ég sagði að ég gæti sett það í erfðaskrána mína að rífa ætti allt upp með rótum ef ég dræpist hér í húsinu. Nú og ef ég myndi flytja tæki ég bara allt með mér.

Svava frá Strandbergi , 3.5.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Garðar eru yndislegir með öllu sínu lífi!

Hér er vorið ekki almennilega komið enn, við erum alltaf 2-3 vikum á eftir ykkur þarna á suðurhorninu.

Verð að eiga heimboðið þitt inni til betri tíma, gaf mér eiginlega ekki tíma til neins annars en að vera amma.....  ;-)

Gleðilegt sumar!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 3.5.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég er ekki mikil garðmanneskja,enda er ekki með garð,en ég sé fegurð þeirra samt sem áður,og myndirnar þínar eru mjög fallegar,ég er vissum að það er gaman að tala við plönturnar og álfana,ég reyndar tala stundum við blómin mín.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.5.2008 kl. 08:00

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Ragga mín, yndislegar myndir og kisa krúttlega við sprotann.  Það er alltaf jafn yndislegt að sjá lífið kvikna að vori.  Hafðu það sem allra best mín kæra.  Kveðja í Fjörðinn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband