30.1.2008 | 16:36
Kettlingar og vetrarbirta
Þetta er nú búið að vera meira krúttustuðið undanfarið. Fimm dásamlegir kettlingar en nú eru bara tveir eftir og annar þeirra fer á föstudaginn. Einn eftir ef einhvern vantar kisustrák ennþá
Þetta hefur verið uppáhaldsleiksvæðið undanfarna daga.
Algjörar dúllur. Við eigum eftir að sakna þeirra en samt er frábært að þrír þeirra fóru á heimili þar sem við eigum eftir að frétta af þeim. Meira að segja einkabarnið Englabangsinn hennar Emblu, fór til ömmu hennar og afa á nesinu. Svo að Embla Sól getur knúsað hann reglulega
Hvað er þetta með ketti og handavinnu?
En það er víst fleira til en kettlingar, sagði mér einhver Í dag þegar ég rölti eftir barnabarninu henni Emblu Sól til dagmömmunnar, tók ég myndavélina með. Veðrið er alveg dásamlegt til myndatöku!
Athugasemdir
Æðislegar myndir. Man árin mín í Hafnarfirði, þau voru góð. Gaman að heyra að kisulingar eru að fá góð heimili, þau eiga eftir að gleðja marga lengi. Kær kveðja til þín vina mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 23:57
elskurnar litlu, við hugsum til þeirra héðan og það var gaman að öllum myndunum af þeim
halkatla, 31.1.2008 kl. 00:10
Gott að dúllurnar fá góð heimili. Flottar myndir. Hellisgerði er rosalega gaman að koma og skoða, margt óvenjulegra plantna þar, og svo náttúrlega Smáplöntusafnið yfir sumarið, Bonsai.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 14:14
Alltaf jafn sætir kettlingarnir Gott hjá þér að grípa vetraraugnablikið á myndum. Takk fyrir að deila með okkur Ragga mín.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:40
Elsku Ragga, æðislegar myndir hjá þér eins og alltaf. Hellisgerðið er svo fallegur staður. Kettlingarnir eru allir svo mikið krútt, ég á eftir að sakna krúttmyndana af þeim. Eigðu æðislegan dag, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 1.2.2008 kl. 12:20
kruttin litlu, flott myndin af þeim a vagninum. annar kötturinn minn sækist rosalega mikið i vagninn hja ömmustraknum hja mer.
Linda litla, 4.2.2008 kl. 09:19
Ég elska Hellisgerði, hef heimsótt þann stað síðan ég var barn. Á ekki að vera allt fullt af álfum þar?
Svava frá Strandbergi , 5.2.2008 kl. 17:28
Já, litlu krúttin veita svo sannarlega mikla gleði í vetrarkuldunum. Og nú eru þau öll komin á góð heimili nema einn sem er eftir hjá okkur (sem er auðvitað líka gott heimili ) og leikur við hvolpinn minn hana Dúfu daginn út og inn. Ekkert smá krúttulegt
Guðný, það ER fullt af álfum í Hellisgerði
Ragnhildur Jónsdóttir, 5.2.2008 kl. 19:54
Ohh hvað þeir eru sætir....ekki það að mig vanti kisu..er með 4 stk..einn er einhvers staðar á flakki og þegar hann finnst aftur verða þeir aftur 5 æi hvað á maður að segja þeir eru svo skemmtilegir
Álfar eru allstaðar en búsetan þeirra er á fáum útvöldum stöðum..eins og Hellisgerði
Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:44
það fer kannski að vera fært fyrir mig að koma í heimsókn
Guðrún frænks (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:30
Já Guðrún frænks, nú fer þetta að verða "heimsóknarfært hús" fyrir kisuofnæma, aðeins fimm kettir núna
Annars þarf ég nú að fara að kíkja á þig, það er ótrúlegt hvað getur verið langt að fara fimm mínútna keyrslu.....
Ásta Björk, já það eru sko álfar víða en óvíða fleiri og fjölbreyttari en í Hellisgerði takk fyrir innkikkið og kommentið.
knús og kveðjur allar saman og takk fyrir innlitið. Ég ætti að fá tölvuna mína í lag eftir helgi, verð þá kannski duglegri að blogga eftir það.
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:04
Bara að kvitta hér til að ítreka að það er misskilningur hjá þér að ég sé búin að henda þér út af bloggvinalistanum mínum...eins og þú sérð ef þú skoðar síðuna mína aftur, og aftur og aftur og aftur.......
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:33
Hjúkk Greta!!
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:11
Æj hvað þeir eru sætir kettlingarassgötin
Flottar myndir hjá þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:57
Æðislegar myndirnar þínar, bæði af krúsidúllunum og náttúrunni!!!!
kv. R.Ása
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:54
Komdu kisa mín,kló er falleg þín.
Magnús Paul Korntop, 11.2.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.