26.1.2008 | 17:25
Vantar þig kettling?
Fyrir ykkur sem eruð að pæla í að fá ykkur kettlingakelikrútt, þá er tíminn núna og hér eru myndir til að velja úr! Svo má sko líka alveg skoða bara til að fá krúttkast í fjarska
Þeir eru allir vanir hundum og börnum, alveg dásamlegir ljúflingar, fjörkálfar og "tala" hátt þegar þarf að kalla langar leiðir í mömmu eða Dúfu...
Byrjum á "krútthnútnum" sem ég rakst á í forstofustólnum. aaaaaaaaahhhhhh...
Hvar sem maður gengur um heimilið, mætir maður "krúttum" eða "vesenistum", svona eftir því hvað verið er að fást við hverju sinni. Auðvitað eru allir hraustir kettlingar fjörugir. En þarna voru þeir sko BARA krútt.
Eftir stutta stund var búið að leggja sig nóg og kettlingafjörið byrjaði. Það er svo gaman að fylgjast með þeim í ham, hlaupa um alveg á fullu eins og ímyndað skrímsli sé á eftir þeim Og svo stoppa þeir og athuga hvar þeir eru eiginlega staddir.....???
Við Dúfa (hvolpurinn) vorum að velta því fyrir okkur hvor þeirra væri skrímslið í þetta sinn. Eða er Krúsa bara að faðma hann Magna svona innilega?
Hér fyrir neðan er Krútta, sem er minnst af systkinunum að bíða eftir Dúfu, þær eru miklar vinkonur og alveg dásamlegt að sjá svona lítinn fínlegan kettling og "brussuhvolp" leika svona skemmtilega saman
Mjög einbeitt á svip!
ég hefði þurft vídeó fyrir næstu sekúndu þegar þær stukku á hvor aðra og hlupu svo á fullu saman inn í stofu haha
Moli fyrir framan og Magni fyrir aftan.
Ég var að sýna henni Emblu barnabarninu kettlingamyndir. Þegar hún sá þessa sagði hún: "ÆÆæææææ dútta!" (semsagt: Ææææ Krútta! enda er orðið "krútt" örugglega mest notaða orðið á heimilinu þessa dagana )
...hafið þið pælt í þessu orði? krútt, krúttikrúttukrútt... skrítið orð en skemmtilegt
Köttur úti í mýri setti upp á sig stýri og úti er ævintýri. ... í bili sko
mailið mitt er ragjo@internet.is
Athugasemdir
þetta eru svo dásamleg kisukrútt
halkatla, 26.1.2008 kl. 17:35
Krúttrúsínurnar..... algjörar dúllur
Linda litla, 26.1.2008 kl. 18:06
Þeir eru rosalega fallegir.
María Anna P Kristjánsdóttir, 27.1.2008 kl. 00:03
Já, takk stelpur, þeir eru algjörar kisukrútturúsínudúllur sko. Og það er búið að "panta" þrjá
Svo er einn enn sem býr í kjallaranum. Ég veit ekki alveg hvort það er hann sem er ekki tilbúinn að fara að heiman eða hvort fólkið sem hann á er ekki tilbúið að láta hann fara. Það er þessi dökkgrái kallaður "Engill" (Englabangsinn) sem sést á sumum myndunum í albúminu.
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.1.2008 kl. 00:26
Ofsalega er ég fegin að heyra að þeir séu að fá heimili. Ég hafði áhyggjur af því. Þú hlýtur að vera í góðu jafnvægi núna samt, búin að vera í krúttkasti í tvo mánuði samfleytt!!
Hafðu það gott vinkona
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 02:59
Ég væri alveg til í einn svona krúttuling
(málið er bara það að aðstöðuna skortir. )
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:17
Þeir eru allir æðislegir, krúttboltar. Eigðu góðan dag, kær kveðja Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 14:59
Nú er ég sko orðin fárveik af kisulöngun, langar í fleiri en má ekki. Ég vona bara að þeir komist á góð heimili, þvílíkir gullmolar.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 17:34
Æ hvað þeir eru fallegir. Ég er því miður með hann Brand, og þar með upp talið. En mikið vona ég að þeir fái allir góð heimili Ragnhildur mín. Og takk fyrir að deila þessum yndislegu myndum af gullmolunum þínum með okkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:10
Ertu að hugsa um að gefa kettlingana? Hvar ertu á landinu? Við erum að spá hvort við ættum að fá okkur einn.
Kv.
Sif
Sif (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:53
Sæl Sif, ég á einn kettling eftir, það er fress sá aftari á myndinni af bræðrunum. Hann er algjört krútt (náttúrulega) og mikill hundavinur Ég bý í Hafnarfirði, netfangið mitt er ragjo@internet.is þú getur sent mér mail ef þú vilt skoða kisa betur.
Ragnhildur Jónsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.