2.1.2008 | 14:29
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt ár!!!
Loksins tókst mér að tengja mig á lánstölvunni, það er enn verið að taka ákvörðun um gömlu tölvuna mína. Oh! hvað maður má þjást í tölvuleysinu...... er maður dekraður eða hvað haha
Svo bilaði myndavélin líka! þannig að hún er á leið í viðgerð en ég náði þessari mynd af henni í tæka tíð. Ætli sé eitthvað að orkunni í mér, öll rafmagnstæki bila nálægt mér þessa dagana?
Okkur tókst nú samt að eiga dásamleg jól og yndislega frídaga á milli og síðan alveg frábær áramót líka! Ekki hægt að hafa það betra.
Ég óska ykkur öllum bloggvinir mínir og aðrir sem líta við; gleði- og gæfuríks nýs árs.
Knús og kveðjur og nú ætla ég sko að líta á síðurnar ykkar vinir mínir.
p.s. ef einhvern "vantar" krúttukettling og hefur góða aðstöðu til að halda kött, hafið þá bara samband, netfangið mitt er á bakvið myndina af höfundi ofar til vinstri og svo er líka hægt að skrifa í athugasemdir.
Þeir verða tilbúnir að flytja að heiman eftir ca mánuð en aðeins á góð heimili sko
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár, Ragga mín, og takk fyrir það gamla. Gaman að heyra frá þér aftur, og myndin af litlu og kisunum er algjört æði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 14:50
Elsku Ragga, velkomin aftur, ég hef saknað fallegu myndanna og pistlanna hjá þér. Gleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir yndislegar samverustundir og baráttu á ný liðnu ári. Verðum að fara að skella okkur í Fjöryrkjahitting fljótlega. Kettlingarnir og Sólin þín eru algjört krútt. Bestu nýárskveðjur Ingunn
Ingunn Jóna Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 16:49
Vá, þú veist ekki hvað ég saknaði þín. Gott að þú ert komin inn á ný. Óska þér og þínum innilega gleðilegs árs og takk fyrir kynnin, vonandi eigum við eftir að hittast oft á þessu ári. Nú verð ég bara að ná mér í högna á Bóthildi mína svo ég fái svona fallega kettlinga, ef þeir fæðast inn á heimilinu þá getur bóndinn ekki sagt nei. Kær kveðja til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 18:19
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Kærleikskveðja í bæinn.
Júlíus Garðar Júlíusson, 2.1.2008 kl. 20:13
Gleðilegt árið Ragga mín og takk fyrir bloggsamskiptin á hinu gamla.
Linda litla, 3.1.2008 kl. 00:13
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Það er þvílíkur léttir að vera komin í samband, þó að tölvan mín sé ennþá í viðgerð. Virkilega gott að geta kíkt á síðurnar ykkar bloggvinir mínir og heilsað uppá ykkur.
Knús og kveðjur
Ragga
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.1.2008 kl. 18:26
Gleðilegt ár, og velkomin í bloggheima, þvílíkar dúllur sem kisurnar þínar eru, vonandi fást góð heimili fyrir sætukoppana þína
Hófý (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:09
Elsku Ragga mín! Mikið er gott að sjá þig aftur! Ég fékk svona spenning í magann þegar þú kommentaðir á síðuna hjá mér "RAGGA KOMIN AFTUR"!!! Þín hefur verið saknað og ég segi bara velkomin! Sjáumst nú vonandi í fjöryrkjahittingi.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:48
Gleðilegt ár Ragga. Mikið eru kettlingarnir fallegir, ef ég væri ekki með tvær kisur, myndi ég sko alveg taka við einum, já, eða jafnvel tveimur. Vonandi tekst þér að finna góð heimili fyrir þá.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 4.1.2008 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.