Allt í lífinu hefur sinn tíma

Allt í veröldinni hefur sinn tíma. Við mennirnir erum samt alls ekkert alltaf sammála þeim tíma.  Hún Pollýanna mín er orðin svo gömul, já ansi mikið gömul. Fyrir hund er ekki gott að missa sjón og heyrn. Hún hefur þó enn þefskynið en á erfitt með að skilja gigtarverki og annað innanmein. Maður finnur að líður að leikslokum hjá elsku litlu Pollýönnu minni. Hún er orðin 14 1/2 árs og hefur átt góða ævi. Maður finnur sorgina læðast að í hjartanu, hvern morgun þegar ég athuga hvort hún andar ennþá. Horfi á hana og kalla í hana en hún heyrir ekki. Hrekkur svo upp þegar maður klappar henni varlega. Hún gengur um eins og ég sé sjálfa mig fyrir mér um 100 ára aldurinn Woundering

En hún Pollýanna á ennþá góðar stundir inn á milli. Hún yngist öll upp þegar hún "leikur" við litlu Sólina mína

hana Emblu. AEskan og ellin 1000

Embla Sól laumar til hennar kexi og knúsi og maður finnur Pollýönnu ljóma upp og hún þakkar góðgerðirnar með hundakossi. 

Þær ná einstaklega vel saman, það yljar manni um hjartarætur að sjá börn og dýr svo góða vini.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta er falleg saga

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur pistill. Vona að elsku hundurinn silji vel við fyrst að því er að koma, veit þetta verður erfitt, dýrin verða manni svo kær. Kær kveðja. Dog 5 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir elskurnar.

Ragnhildur Jónsdóttir, 5.11.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er gangur lífsins,en alltaf erfitt að sætt sig við að þurfa að keðja ástvin,hvort sem er mannfólk eða dýr.Ég vona að hún Pollíana fái ljúfa hvíld þegar að því kemur.

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.11.2007 kl. 12:19

5 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þær eru krúttlegar saman. Pistlarnir þínir eru alltaf svo fallegir. Baráttukveðja Ingunn fjöryrki

Ingunn Jóna Gísladóttir, 5.11.2007 kl. 15:41

6 Smámynd: hofy sig

Æji! Elsku Polýanna það er alltaf sárt að þurfa að kveðja ástvin, hvort heldur hann sé fjórfættur eða tvífættur, samt huggun harmi gegn ef vinurinn er orðin gamall, svo falleg myndin af dúllunum þínum. Kær kveðja til þín.

hofy sig, 6.11.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband